24.3.2009 | 10:35
Réttarríkið: nauðsyn mikilvægra upplýsinga
Fyrir nokkrum árum ritaði eg grein í Morgunblaðið um fjármál stjórnmálaflokkanna, sjá greinina á þessari slóð: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1064742
Þar gerði eg grein fyrir hvernig þessum málum væri hagað víðast hvar erlendis en þá var nánast engin umræða ummþessi mál. Taldi eg nauðsynlegt að sett yrðu sérstök lög um starfsemi stjórnmálaflokka þar sem þeim væri skilt að gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum þess mikla fjár sem þeir hefðu undir höndum.
Ekki voru allir sammála mér og þáverandi fjármálaritari Framsóknarflokksins skrifaði gegn þessum hugmyndum og birtist 10. febrúar 2006. Taldi viðkomandi greinarhöfundur af og frá nauðsynlegt og þaðan af síður þörf á að sett yrðu sérstök lagafyrirmæli um þessi mál. Enn svaraði eg og benti á 21. grein þýsku stjórnarskrárinnar í þessu sambandi, sjá: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1066726
Þar er m.a. vikið skýrt og skorinort í mjög knöppu máli að hlutverki stjórnmálaflokka í þýsku samfélagi sem og að fjármál þeirra varði þjóðina og réttarríkið miklu.
Má segja að þessar greinar hafi orðið til að hreyfa alvarlega við þessum málum á þingi og að sett voru lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Frá og með árinu 2007 ber stjórnmálaflokkum að gera opinberlega grein fyrir fjármálum sínum.
Ríkisendurskoðun hefur í skjóli upplýsingaskyldu tekið af skarið og birt þær upplýsingar sem nú megi allir þeir sem vilja, kynna sér þessi mál. Og þessi lög eru greinilega að sanna sig, að nauðsynlegt er í lýðræðislandi sé þetta eitt af grundvallaratriðum að hér geti dafnað réttarríki en ekki spillt flokksræði örfárra lykilstjórnmálaflokka.
Það er því mikið fagnaðarefni að þessi lög eru að sýna að setning þeirr var rétt skref í áttina að betra samfélagi. Því miður hefur verið spilling í íslensku samfélagi en hún hefur ekki verið viðurkennd sem slík. Núverandi framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins hefur gengið fram fyrir skjöldu: Vafasömu fé ber að skila. Hvers vegna eiga björgunarsveitir að greiða stjórnmálaflokkum? Eða stéttarfélög og aðrir hagsmunaaðilar. Og kostulegast er að sjá vafasama starfsemi í Kópavogi sem græðir á að láta einfaldar og kærulausar stelpur fletta sig klæðum fyrir framan drukkna gróðapunga, greiða háar fjárhæðir í þennan sama flokk athafnamanna og fagurgala!
Mosi
![]() |
Skilar framlagi Neyðarlínunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2009 | 10:16
Hrakleg einkavæðing bankanna
Þegar bankarnir voru einkavæddir, þá voru þúsundir Íslendinga sem keyptu litla hluti. Voru ekki hluthafar Búnaðarbanka um 30.000 að tölu og þar með var hann með einna fjölmennastu hluthafahóp að baki sér í öllum heiminum miðað við íbúafjölda.
Þessi stóri hópur greiddi fyrir hlutina með reiðufé! Síðan eru það svonefndir kjölfestufjárfestar sem með lánsfé kaupa út langflesta aðra smærri hluthafa. Þeir hafa farið illa að ráði sínu, dregið rekstur og eignarhald bankanna inn í öngstræti umdeilds brasks og undirferla. Þar var farið með fé sem þeir komust yfir án þess að eiga nema örlítinn hlut af því.
Kannski átti að binda einkavæðingu bankanna fyrst og fremst við þá sem greiddu hlutabréf sín fullu verði. Aldrei átti að veita þeim sem höfðu veðsett hluti sína sem greiðslutryggingu fyrir skuldum. Innleiða þyrfti í hlutafélagalögin ákvæði um að einungis þeir hlutir sem hafa verið óveðsettir síðastliðna 12 mánuði, þess vegna lengur, séu gildir í atkvæðagreisðlu á aðalfundi. Ætli stóru hluthafarnir margir hverjir geti þá ráðskast eins með þá miklu fjármuni sem í húfi eru.
Sjálfur átti eg dálítinn hlut í hinum föllnu bönkum, mest í Kaupþingi. Sá hlutur var að stofni til hlutabréf í gömlum hlutabréfasjóði, Auðlind, sem Pétur Blöndal alþingismaður átti þátt í að stofna fyrir 20 árum.
Við sem lögðum sparifé okkar fyrir er grimmilega refsað fyrir ráðdeildarsemi okkar.
Það var mikið traust lagt á bankana og þá sem þeim stjórnuðu. En svo virðist sem allt síðastliðið ár hafi verið kappkostað á þeim bæjum að breyta bönkunum í ræningjabæli. Ekkert virðist hafa verið ofar í huga þeirra sem stýrðu bönkunum en að lána vildarvinum út á vafasama pappíra með enn verri veðum.
Samfélagið er nánast rjúkandi rúst eftir þessa þjóna þess. Þeir reyndust bæði vera svikulir, þjófóttir og undirförlir. Eiga þeir nokkuð gott skilið annað en að vera handteknir og látnir standa reikningsskap gerða sinna?
Mosi
![]() |
Lentu í höndunum á ævintýramönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 24. mars 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar