Hrakleg einkavæðing bankanna

Þegar bankarnir voru einkavæddir, þá voru þúsundir Íslendinga sem keyptu litla hluti. Voru ekki hluthafar Búnaðarbanka um 30.000 að tölu og þar með var hann með einna fjölmennastu hluthafahóp að baki sér í öllum heiminum miðað við íbúafjölda.

Þessi stóri hópur greiddi fyrir hlutina með reiðufé! Síðan eru það svonefndir kjölfestufjárfestar sem með lánsfé kaupa út langflesta aðra smærri hluthafa. Þeir hafa farið illa að ráði sínu, dregið rekstur og eignarhald bankanna inn í öngstræti umdeilds brasks og undirferla. Þar var farið með fé sem þeir komust yfir án þess að eiga nema örlítinn hlut af því.

Kannski átti að binda einkavæðingu bankanna fyrst og fremst við þá sem greiddu hlutabréf sín fullu verði. Aldrei átti að veita þeim sem höfðu veðsett hluti sína sem greiðslutryggingu fyrir skuldum. Innleiða þyrfti í hlutafélagalögin ákvæði um að einungis þeir hlutir sem hafa verið óveðsettir síðastliðna 12 mánuði, þess vegna lengur, séu gildir í atkvæðagreisðlu á aðalfundi. Ætli stóru hluthafarnir margir hverjir geti þá ráðskast eins með þá miklu fjármuni sem í húfi eru.

Sjálfur átti eg dálítinn hlut í hinum föllnu bönkum, mest í Kaupþingi. Sá hlutur var að stofni til hlutabréf í gömlum hlutabréfasjóði, Auðlind, sem Pétur Blöndal alþingismaður átti þátt í að stofna fyrir 20 árum.

Við sem lögðum sparifé okkar fyrir er grimmilega refsað fyrir ráðdeildarsemi okkar.

Það var mikið traust lagt á bankana og þá sem þeim stjórnuðu. En svo virðist sem allt síðastliðið ár hafi verið kappkostað á þeim bæjum að breyta bönkunum í ræningjabæli. Ekkert virðist hafa verið ofar í huga þeirra sem stýrðu bönkunum en að lána vildarvinum út á vafasama pappíra með enn verri veðum.

Samfélagið er nánast rjúkandi rúst eftir þessa þjóna þess. Þeir reyndust bæði vera svikulir, þjófóttir og undirförlir. Eiga þeir nokkuð gott skilið annað en að vera handteknir og látnir standa reikningsskap gerða sinna?

Mosi


mbl.is Lentu í höndunum á ævintýramönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband