Hvað telur Geir eðlilegt?

Það virðist hafa tekið Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn mánuði að átta sig á því að bankahrunið hafi orðið í haust. Þó má fullyrða að hann vissi eða mátti vita allt sumarið í fyrra og jafnvel fyrr, að bankahrunið yrði staðreynd. Engin opinber skýring kom fram af hálfu Geirs né neins í Sjálfstæðisflokknum af hverju Bretar beittu hermdarverkalögunum á Íslendinga. Telst það eðlilegt?

Var það ekki af því að hvorki Geir né neinn ráðamaður Sjálfstæðisflokksins vildi hafa einhverjar vitrænar viðræður við Breta um Icesafe? Það verður að teljast mjög óeðlilegt hvernig staðið var að þessum málum.

Nú gerði Geir og Sjálfstæðisflokkurinn sig digran á dögunum í þinginu og beitti ríkisstjórnina málþófi.  Ríkisstjórnin var ásökuð um að tefja fyrir nauðsynlegum málum. Er eðlilegt að fullyrða að nausynlegasta breytingin á stjórnarskránni sé einhver tittlingaskítur? Kannski í ykkar augum, þið forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Breyta verður stjórnarskránni til að hraða þeirri þróun að unnt verði að efla mannréttindi og lýðræði í íslensku samfélagi. Réttarríkið hefur beðið gríðarlegt afhroð undir ykkar stjórn og það verður nú þegar að bæta það eftir megni.

Hvað Geir telur vera eðlilegt og ekki eðlilegt skiptir Mosa því nákvæmlega engu máli. Eins og langflestir Íslendingar telja, er komið nóg af lélegri fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins undanfarinna ára þar sem þeir stjórnarherrar á þeim bæ hafa ekki staðið sig sem skyldi. Þið í Sjálfstæðisflokknum sváfuð að feigðarósi meðan bönkunum var breytt í ræningjabæli. Þið létuð Fjármálaeftirlitið gefa út kolrangar yfirlýsingar um miðjan ágúst síðastliðinn, sjálfsagt gegn betri vitund. Nokkrum vikum síðar hrundi allt sem hrunið gat. Þið vissuð eða máttu vita um hvað eina sem var að gerast í bönkunum síðustu mánuðina. Fall þeirra var á ábyrgð ykkar og Framsóknarflokksins því þið ákváðuð að selja þá og einkavæða á sínum tíma. Léttúð ykkar verður því vart talin eðlileg.

Mosi


mbl.is Las upp forsetabréf um þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn flokkaflakkarinn

Dapurlegt er að heyra að virtur prestlærður þingmaður stökkvi nú fyrir borð og hyggst ganga til liðs við einhvern einkennilegasta pólitíska söfnuð sem nú virðist vera að geyspa golunni. Fylgi Frjálslynda flokksins bókstaflega hrynur með hverri skoðanakönnuninni sem líður og er ekki miklar vonir að flokkur þessi nái að krafsa sig upp í fylgi.

Hvort presti takist að sefa ágreininginn sem nú er í þessum söfnuði skal ósagt látið. Sjálfsagt verður varla neinum skynsamlegum fortölum komið fyrir á þeim bæ enda virðast þeir vera meir fyrir málgleði og sundurlyndi en að vera góðir hlustendur.

Ístöðuleysi  er umhugsunarvert í íslensku samfélagi um þessar mundir. Flokkaflakk virðist vera eins og faraldur. Þá einn rýkur af stað, býst annar til að gera slíkt hið sama. Mörgum bónda finnst grasið grænna handan fjarðar og oft sækir fólk vatnið yfir lækinn. Ætli fari ekki fyrir prestinum eins og lögfræðingnum og fyrrum formanni Neytendasamtakanna að stökkva fyrir borð við næstu báru og reyna að skríða yfir borðstokkinn í illa laskaða og sökkvandi skútu Sjálfstæðisflokksins?

Mosi


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegur dómur

Dómur Hæstaréttar um niðurstöðu í máli blaðamanns varðandi umfjöllun um vændi í ákveðnu húsi í Kópavogi, veldur alvarlegri umhugsun.

Er virkilega svo komið fyrir þjóð sem telur sig vera bæði frjáls og löghlýðin að Hæstiréttur getur tekið undir þvílíka siðblindu að dæma manni sem hefur atvinnu af umdeildri starfsmanni meiri rétt en blaðamanni sem er að sinna eðlilegu starfi sínu? Er réttur athafnamannsins til sinnar umdeildu starfsemi jafnvel meiri en blaðamannsins?

Af hverju hefst lögreglan ekki þegar rannsókn þegar þessar upplýsingar um meint vændi í húsum athafnamannsins í Kópavogi eru birtar?

Hefur þessi athafnamaður og e.t.v. bæjarstjórinn í Kópavogi með lögregluna í vasanum? Eru þessir aðilar kannski með Hæstarétt einnig með í vasanum?

Hvers vegna getur Hæstiréttur komist að þessari niðurstöðu í ljósi þess að hann er með dómi þessum að grafa undan mannréttindum og þar með réttarríkinu? Er tilviljun að nú um þessar mundir er gríðarleg aukning á fjármunabrotum, innbrotum, þjófnuðum og það sem verra er, líkamsárásum og öðru slíku? Skúrkarnir vita af því að ósennilegt er að lítið ef nokkuð verði að gert. Allt eigi að vera frjálst og lögreglan getur ekki sinnt öllu þessu.

Þessari dapurlegu úrlausn Hæstaréttar verður að skjóta til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassbourgh þegar svona er fyrir komið í mannréttindamálum á Íslandi. Það hefur komið alloft fyrir áður að mannréttindi hafa verið fótum troðin á Íslandi og leita hafi þurft til erlendra dómstóla til að hnekkja röngum og umdeildum dómum íslenskra dómstóla. Fyrir um 20 árum koltapaði íslenska ríkið í máli Jóns Sveinssonar á Akureyri. Það varð dýrt spaug enda varð að breyta réttarfari sem rekja má til Spánska rannsóknarréttarins en þá var rannsókn afbrota, ákæra og dómsvald á einni hendi.

Skúli Thoroddsen (1859-1916) var dæmdur á sínum tíma til embættismissis undir lok 19.aldar vegna meintra afglapa í embættisfærslum sínum. Þau voru ekki meiri en svo að eftir rannsóknardómaranum, Lárusi H. Bjarnasyni var haft löngu síðar að embættisfærsla Skúla hafi verið „Optima forma“ - þ.e. í besta lagi (Heimild: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar). Skúli skaut máli sínu til Hæstaréttar sem þá var í Kaupmannahöfn. Þegar hann var loksins sýknaður, kvað hann mikinn kost að æðsti dómstóll þjóðarinnar væri ekki á Íslandi. Þeir gætu ekki litið á mál með hlutlægum hætti enda meira og minna bundnir af huglægum sjónarmiðum.

Því miður virðast valdatengsl vera stundum þeim sem hafa ákvörðunarvald, fjötur um fót að komast að sanngjarnri niðurstöðu.

Þegar ríkisstjórnin hefur fengið endurnýjað umboð sitt og styrkt sig í sessi hlýtur að vera kominn tími að hreinsað verði til í embættismannaflóru Sjálfstæðisflokksins í íslensku stjórnkerfi, Hæstarétti ekki undanskildum.

Mosi


mbl.is Ekki ráðist í rannsókn vegna Vikumálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband