Eitruðu eplin

Stýrivextir hafa svo sannarlega reynst okkur Íslendingum sem „eitruð epli“. Allt of háir stýrivextir hafa verið eins og hvert annað leikfang í höndum óvita. Orsakir bankahrunsins má rekja til óhóflegra stýrivaxta og er megin ástæða þess slæma ástands sem nú er ríkjandi.

Sjá nánar: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/796525

Mosi


mbl.is Lækkun stýrivaxta í 8% gæti tryggt 7000 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að berja í brestina

Ljóst er að til þess að Seðlabankinn verði virkilegur Seðlabanki, þá þarf lagabreytingu til að í stól bankans megi setjast velreyndur og velmetinn fagmaður á sviði efnahagsmála. Fram að þessu hefur bankinn verið eins og „helgur steinn“ fyrrum stjórnmálamanna sem oft hafa takmarkaða sérþekkingu á efnahagsmálum.

Vinahópur Daviðs Oddssonar virðist vera trúr fornum vini og samherja. Því miður var Davíð þannig forystumaður að ekki var liðið að neinn hefði uppi sjálfstæða skoðun á mönnum né málefnum. Þannig voru þeim sem höfðu uppi einhverja minnstu efasemdir, ýtt út í ystu myrkur svo ekki drægi skugga á dýrð formannsins.

Davíð Oddsson er ekki hafinn yfir gagnrýni. Hann er eins og hver annar dauðlegur maður. Vitjunartími hans er fyrir löngu runninn upp. 

Þekkt er í Njáls sögu þá Gunnar á Hlíðarenda dró á sig síðhött og dulbjóst sem Kaupa-Héðinn vestur í Dali. Þá einhver hafi efasemdir um gæði söluvarnings hans, barði hann í brestina og jafnvel flaug á viðkomandi. Nú berja vinir Davíðs í bresti Davíðs og fljúgast á við andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í þinginu.

Gyllingin á dýrð Davíðs er fyrir löngu fölnuð. Hann hefur hvorki englavængi né geislabaug en það þarf e.t.v. að aðstoða hann til að stíga ofan úr þeim gullstól sem hann hefur valið sér. Hann gerir sér kannski ekki grein fyrir þeim vanda sem við Íslendingar höfum ratað í og honum mátti vera ljóst að honum bar að gera e-ð í málunum en ekki sitja á gullinu með hendur í skauti.

Mosi

 


mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf er gott að vera vitur eftir á

Þegar ballið er að verða búið og margir hafa vaðið á súðum í algleymi frjálshyggjunar, kemur að timburmönnunum.

Nú hefði verið gott aðeiga aðgang að öflugum varasjóð til að hlaupa upp á rétt eins og gömlu bændurnir reyndu ætíð að eiga heyfyrningar til að grípa til þegar beðið var eftir að grasið færi að gróa á vorin.

Nú er komið að skuldadögunum og eitt er víst að ekki eru lengur neinir spennandi tímar framundan fyrir þá sem féllu fyrir öllum freistingunum. En verst er hve almenningur hefur almennt farið illa út úr kreppunni. Margir sitja uppi með himinhá lán þar sem lítil sem engin von er að greiða niður. Aðrir hafa tapað sparifénu sínu sem og lífeyrissjóðir.

Mosi


mbl.is Segir milljarða tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mengun getur orðið afdrifarík

Vaxandi mengun andrúmsloftsins á höfuðborgarsvæðinu er áhyggjuefni. Mengunin kemur einkum frá ökutækjum, skipum, álverum og nú á seinni árum frá orkuverinu á Hellisheiði. Við erum að sitja uppi með heilsuspillandi umhverfi og eitthverjar virkar mótaðgerðir verður að framkvæma.

Það er ekki aðeins áhrif á heilsu okkar heldur er vitað að zinkhúðin á húsþökunum eyðist fyrr nú en við upphaf mælinga. Vitað er að zinkhúðin eyðist tvöfalthraðar nú en fyrir 30 árum.

Þá veldur svifryksmengun áhyggjum. Notkun nagladekkja er nánast óþörf á höfuðborgarsvæðinu og mætti því skattleggja naglana. Gríðarlegur kostnaður vegna viðhalds gatna mætti spara ognýta fremur til að efla strætisvagnasamgöngur sem ekki veitir af.

Þessi tíðindi eiga að vekja sem flesta til umhugsunar. Margir eru mjög viðkvæmir fyrir mengun. Þannig fer tíðni ofnæmis af ýmsu tagi vaxandi og mengun hefur vissulega áhrif að auka álagið á heilbrigðiskerfinu okkar.

Mosi


mbl.is Brennisteinsvetnismengun við heilsuverndarmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunverulegar ástæður bankahrunsins

Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu um aðdraganda falls íslensku bankanna, sem birtist á vef Seðlabankans í dag. Yfirlýsingin er á 11 síðum en athygli vekur að hvorki er minnst á megin ástæðurnar sem ollu bankahruninu en Ragnar Önundarson hefur bent á:

1. Stjórnendur Glitnir, Kaupþings og Landsbanka gerðu engan greinarmun á fjárfestingarbönkum annars vegar og viðskiptabönkum hinsvegar. Á þessu er regin munur. Fjárfestingabankar áhættusamar fjárfestingar en viðskiptabankar taka lágmarksáhættu þar sem krafist er fyllstu trygginga fyrir lánum.

2. Stýrivextir Seðlabanka ollu því að á Íslandi varð til umhverfi þar sem erlent fé sótti til vegna hávaxta. Svonefnd „jöklabréf“ urðu vinsæll fjárfestingarkostur. Ice-safe reikningarnir verða til og verða vinsælir vegna loforða um háa vexti sem engin innistæða var fyrir.

Stjórnendur Glitnir, Kaupþings og Landsbanka reka bankana þannig að minnir á seglskútu sem siglt er þannig undan vindi að mest áhersla er að ná sem mestum hraða á kostnað öryggis. Og þegar skútan steytir á smáskeri sem auðveldlega hefði verið unnt aðsigla fram hjá, þá strandar skútan með tilheyrandi áföllum.

Sem leikmanni finnst mér bankastjóri Seðlabankans ekki útskýra nógu vel raunverulegar ástæður bankahrunsins. Hann víkur að efasemdum að bankarnir hefðu vaxið of hratt en svo virðist sem einhverjar ráðstafanir hafi ekki verið gerðar af neinu tagi. Við höfum horft upp á fálmkenndar tilraunir Davíðs Oddssonar að þvo hendur sínar. Hvað seðlabankastjórarnir vissu og hvers vegna þeir gerðu ekkert til , er kannski næg ástæða til að bankastjórarnir verði að víkja.

Höfum við e-ð að gera með bankastjóra sem sitja aðgerðalausir meðan skipið sekkur?

Mosi


mbl.is Mikil andstaða við innlánasöfnun bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband