Að berja í brestina

Ljóst er að til þess að Seðlabankinn verði virkilegur Seðlabanki, þá þarf lagabreytingu til að í stól bankans megi setjast velreyndur og velmetinn fagmaður á sviði efnahagsmála. Fram að þessu hefur bankinn verið eins og „helgur steinn“ fyrrum stjórnmálamanna sem oft hafa takmarkaða sérþekkingu á efnahagsmálum.

Vinahópur Daviðs Oddssonar virðist vera trúr fornum vini og samherja. Því miður var Davíð þannig forystumaður að ekki var liðið að neinn hefði uppi sjálfstæða skoðun á mönnum né málefnum. Þannig voru þeim sem höfðu uppi einhverja minnstu efasemdir, ýtt út í ystu myrkur svo ekki drægi skugga á dýrð formannsins.

Davíð Oddsson er ekki hafinn yfir gagnrýni. Hann er eins og hver annar dauðlegur maður. Vitjunartími hans er fyrir löngu runninn upp. 

Þekkt er í Njáls sögu þá Gunnar á Hlíðarenda dró á sig síðhött og dulbjóst sem Kaupa-Héðinn vestur í Dali. Þá einhver hafi efasemdir um gæði söluvarnings hans, barði hann í brestina og jafnvel flaug á viðkomandi. Nú berja vinir Davíðs í bresti Davíðs og fljúgast á við andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í þinginu.

Gyllingin á dýrð Davíðs er fyrir löngu fölnuð. Hann hefur hvorki englavængi né geislabaug en það þarf e.t.v. að aðstoða hann til að stíga ofan úr þeim gullstól sem hann hefur valið sér. Hann gerir sér kannski ekki grein fyrir þeim vanda sem við Íslendingar höfum ratað í og honum mátti vera ljóst að honum bar að gera e-ð í málunum en ekki sitja á gullinu með hendur í skauti.

Mosi

 


mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband