9.11.2009 | 17:08
Dapurlegt
Mörgum hefur fundist Hugo Chavez mjög litríkur sem forseti Venezúela. Hann flutti eftirminnilega ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem frægt er rétt eins og þegar Kruschew dró skó af fótum sér til að berja í ræðupúltið orðum sínum til aukinnar áherslu.
Nú hafa orðið einhverjar landamæraerjur milli Kolumbíu og Venezúela. Það kann að vera vegna bófahasara sem kókaínbarónarnir kunna að hafa aðild að.
Stríðsátök hafa oft orðið af litlu tilefni. Fyrir um aldarfjórðungi braust út stríð í Mið Ameríku og ekki var tilefnið neitt sérstakt: fótboltaleikur milli ríkjanna!
Að vera þjóðhöfðingi og vera í þeirri aðstöðu að stýra her fylgir eðlilega mikil siðferðisleg ábyrgð. Sagan hefur margsinnis sýnt það og sannað að þeir sem ekki geta hamið skap sitt eiga ekki að hafa stjórn á öðrum. Þeir ættu síst af öllu að vera falin yfirstjórn herafla.
Stríð í norðanverðri Suður Ameríku getur orðið Bandaríkjastjórn tilefni til íhlutunar sem því miður hefur oft endað með skelfingu. Má þar nefna Kóreu deiluna og Víetnam stríðið. BNA beið afhroð fyrir tæpum 50 árum í tilraun að brjóta aftur uppreisn Castró á Kúbu, innrás sem kennd var við Svínaflóa.
Við verðumað vona það besta. Stríð boðar aldrei neitt gott.
Mosi
![]() |
Kólumbía leitar til SÞ vegna stríðshættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 11:02
Betra er seint en aldrei
Við verðum að átta okkur á því að algjört stjórnleysi peningamála virðist hafa verið í landinu á þessum tíma. Ríkisstjórn Geirs Haarde vissi eða mátti vita ekki seinna en í febrúar 2008 að framundan væri algjör kollsteypa í efnahagsmálum ef ekkert yrði að gert!
Þessar aðvaranir voru gjörsamlega hundsaðar, bæði í Stjórnarráðinu sem Seðlabanka. Forstjóri Fjármálaeftirlitisins virðist hafa verið steinsofandi í vinnunni upp á hvern einasta dag ársins 2008 og frá þessum dæmalausa forstjóra er send 14. ágúst 2008 n.k. heilbrigðisvottorð um að allt væri í besta lagi í bankakerfinu!
Það liðu einungis 6-7 vikur að allir bankarnir voru rjúkandi rústir!
Fjármálaeftirlitið var opinber stofnun til að beita almenningi á Íslandi vísvitandi blekkingum. Allt árið 2008 fram að hruni bankanna hafði þeim verið breytt í ræningjabæli. Einn bankaræninginn gekk út t.d. með 280 miljarða með bros á vör 3 vikum fyrir fall Kaupþings. Engin veð, engar tryggingar! Hvert skyldi það mikla fé hafa farið? Þessi braskari er breskur þegn og sjálfsagt gæti Scotland Yard verið okkur innan handar að hafa upp á þessum gríðarlegu fjármunum og skilað í okkar hendur.
Er von að maðkar séu í mysunni?
Mosi
![]() |
Kroll rannsakar Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 09:59
Mikilhæfur leiðtogi
Eftir kínverska spekinginn Lao Tse er haft að stýra ríki er eins og að sjóða marga mismunandi stóra fiska í sama potti.
Óhætt má segja að Rússlandi hefur ætíð verið erfitt að stýra, ríki sem nær yfir 10 tímabelti jarðar. Gildir þá engu þó land þetta hafi gengið undir öðrum heitum um tíma Ráðstjórnarríki eða Sovétríki.
Mikhaíl Gorbatsjof var rétti maðurinn á réttum stað og á réttum tíma að koma í veg fyrir gerræðisákvörðun sem flestir valdamenn hefðu gripið til, þegar allt var að bresta. Austur Þjóðverjar höfðu krafist aukinna mannréttinda þegar komið var fram á haust 1989 og í öðrum löndum Austur Evrópu var sama uppi á teningnum. Í Austur Berlín um hálfrar stundar gang í norðurátt frá Alexandersplatz er kirkja ein, kennd við garðinn Getsemane, þar sem Kristur átti hinstu samverustundir sínar með lærisveinum sínum. Í kirkju þessari þjónaði prestur einn sem hvatti fólk í Berlín eindregið til að krefjast aukinna mannréttinda, en bætti við: Farið varlega, farið með friði og styggið ekki yfirvöldin með ósæmilegri framgöngu. Þessi prestur mun hafa haft gríðarleg áhrif endu voru messurnar í kirkjunni hans mjög vel sóttar. Kirkjunnar menn eru svo sannarlega miklir mannvinir en vilja ekki fara óðslega.
Gorbatsjof átti ekki auðvelt með að sigla milli skers og báru við stjórnun Ráðstjórnarríkjanna. Sjálfsagt hefur aldrei verið neitt sældarbrauð fyrir mannvin að vera í þessari erfiðu stöðu. Hann var ætíð varkár, rétt eins og klerkurinn góði í Berlín, og forðaðist að beita valdi þó nóg hefði verið af liðsafla og vopnum. Kommúnisminn var alltaf alvarleg blindgata í mannkynssögunni þó svo kapítalisminn hafi sýnt mjög margar varhugaverðar hliðar og margar þær eru skuggalegar að ekki sé dýpra tekið í árina.
Síðastliðið sumar var Mosi ásamt fjölskyldu sinni nokkra daga í Berlín. Þessi borg sem var nánast gjöreydd í stríðinu er mikið ævintýri. Hún á sér fjölda margar hliðar, sumar fagrar, aðrar verri. Við sigldum klukkutímum saman um árnar Spree og Havel og gegnum gamla Landvarnarskurðinn sunnan við miðborgina. Við gengum víða um borgina, gegnum Unter der Linden, virtum fyrir okkur minnismerkið um bókabrennuna miklu á gamla háskólatorginu þaðan gengum gegnum Brandenburger hliðið og út á Potzdamer torg. Þaðan var stutt í Hohle Zahn en svo nefna Berlínarbúar leifarnar af minningarkirkju Vilhjálms keisara sem hefur verið n.k. minnismerki um þessa gríðarlegu eyðileggingu sem hlaust af í þessu tilgangslausa stríði, sem skildi mörg lönd Evrópu og Asíu sem sviðna jörð. Ættu kirkjurústir þessar að vera öllum leiðtogum ævarandi áminning um að fara sér hægt og alls ekki óðslega við að taka afdrifaríkar ákvarðanir sem síðar kunna að reynast rangar.
Heimurinn stendur í mikillri þakkarskuld við Mikhaíl Gorbatsjof. Og Þjóðverjar meta þennan merka þjóðarleiðtoga mjög mikils. Sennilegt er að mannkynssagan eigi eftir að skrifa hann sem einn af mikilhæfustu einstaklingum sögunnar sem farið hafa með gríðarleg völd og farið varfærnislega með þau. Á meðan Gorbatsjof var ráðamaður í Ráðstjórnarríkjunum átti hann t.d. aldrei þátt í að beitt væri hervaldi og hann vildi ætíð leysa erfið mál með lipurð og samningum.
Mosi
![]() |
Íhlutun hefði getað leitt til kjarnorkustríðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 9. nóvember 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar