6.10.2009 | 12:17
Af ávöxtunum skulum við þekkja þá!
Fullyrðing krónprins Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar um að ríkisstjórnin væri ekki starfi sínu vaxin er eldgömul lumma. Ræða hans boðaði ekkert nýtt. Sérkennilegt er að snupra mann sem ekki er viðstaddur og senda honum tóninn. Það hefur yfirleitt ekki verið sérlega drengilegt.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins beið afdrifaríkt skipbrot. Eftir nær 18 ára samfellda þrásetu hennar skilur hún Íslendinga eftir nánast á byrjanareit. Enginn ráðamanna í Sjálfstæðisflokknum hefur beðist opinberlega afsökunar. Skildu þeir vera hafnir yfir allan grun um græsku?
Nei ætli að svo sé. Á þessum bæ virðist enginn kunna að skammast sín. Allt virðist vera öðrum að kenna. Það verður kannski málflutningur krónprinsa Sjálfstæðisflokksins að ábyrgðin á hruni bankanna sé flestum öðrum að kenna en ALLS EKKI þeim ósnertanlegu í Valhöllu.
Af ávöxtunum skulum við þekkja þá! Þetta eru erfingjar valdsins sem komu okkur Íslendingum í þá miklu klípu sem við nú erum í. Glæpnum verður ekki stolið af þeim!
Mosi
![]() |
Stjórnarkreppa í landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2009 | 11:41
Góðar fréttir
Frétt um góða kornuppskeru er okkur hvatning að rækta meira. Við Íslendingar höfum á undanförnum árum framleitt um 10% af því korni sem notað er til manneldis og skepnufóðurs. Á þessu sviði er enn óplægður akur og við ættum að geta auðveldlega framleitt meira.
Landið okkar er víða mjög vannýtt og má sjá t.d. á Suðurlandi stór svæði sem nýta mætti til kornræktar.
Kornrækt hefur verið reynd í öllum landsfjórðungum og aukinni reynslu og þekkingu getum við gert meira.
Mosi
![]() |
Met kornuppskera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2009 | 11:19
Er ritskoðun næst á dagskrá?
Í morgun var gefin út af ritstjórn Morgunblaðsins eftirfarandi tilkynning:
Að gefnu tilefni er skráðum notendum blog.is bent á eftirfarandi atriði sem finna má í skilmálum blog.is:
"Notkun á texta, skjölum, hugbúnaði, myndböndum, tónlist og öðru höfundaréttarvörðu efni á síðunni er óheimil nema með samþykki rétthafa. Slíkt efni verður fjarlægt að beiðni rétthafa. Ef notandi bloggsíðu gerist ítrekað sekur um að setja höfundaréttarvarið efni inn á síðu áskilur Morgunblaðið sér rétt til þess að loka viðkomandi síðu."
Notendum er bent á að fara yfir vefi sína og athuga hvort þessir skilmálar hafi hugsanlega verið brotnir.
Umsjónarmönnum hafa borist ábendingar um að einhverjir notendur blog.is hafa virkjað tónlistarspilara og sett þar inn tónlist án tilskilinna leyfa. Samkvæmt lögum er óheimilt að setja þar inn tónlist sem er höfundarréttarvarin nema með leyfi rétthafa. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um höfundarréttarmál á vef STEFs, http://www.stef.is/STEF/Hofundarrettur/Log/
Hér með er óskað er eftir að allt efni sem brýtur í bága við höfundarrétt verði fjarlægt af notendum blog.is fyrir 1. desember nk. Vinsamlega hafið samband ef óskað er frekari upplýsinga. Þeir notendur sem ætla sér að nota tónlist á síðum sínum áfram, eru hvattir til að leita leyfis hjá STEFi og öðrum rétthöfum.
Umsjónarmenn blog.is
Svo mörg voru þau orð.
Hugur minn segir að þessi tilkynning sé til þess fallin að hræða okkur bloggara sem höfum verið þátttakendur í mótmælum síðastliðinn vetur, krafist aukins lýðræðis og þar með betra samfélags. Einn af vinsælustu bloggurum á Morgunblaðsvefnum er Lára Hanna Einarsdóttir. Hún hefur verið mjög iðin og látið heimildir tala sínu máli. Vel má það vera, að með því að rifja sitt hvað upp, þá hafi hún valdið tortryggni þeirra sem telja valdið vera sitt.
Auðvitað ber að virða eignarrétt hugverka. En þar gildir ólíku hvort verið sé að hafa tekjur af eða að verið sé að nota slíkt eins og um einkaafnot sé að ræða. Þekkt er hins vegar hver viðhorf Kínverja til hugverka er. Þeir virða almennt ekki þennan sjálfsagða rétt og hafa komist upp með það jafnvel að hafa verslunarhagsmuni af.
Þegar höfundur texta styðst við tiltekna heimild og jafnvel höfundarvarið efni, þá er ólíkt farið hvort viðkomandi geti heimildar annars vegar eða hins vegar geri eldri hugmyndir að sínum. Fyrri aðferðin er viðurkennd en hin alls ekki. Það þykir vera sjálfsögð kurteysi að geta heimildar og hvaðan hún er komin, hvers hún og hvar megi finna hana. Oft er svonefndur sæmdarréttur upphaflegum höfundi fyllilega samboðinn enda sé ekki um nema brot verks að ræða. Full útgáfa verks er auðvitað háð höfundarrétti einkum þegar um hugsanlegan ávinning er að ræða.
Það er óskandi að þeir Morgunblaðsmenn fari varlega í þessum málum enda er andrúmsloft ærið blandið um þessar mundir. Við erum þúsundir fyrrum áskrifendur Morgunblaðsins sem tókum það mjög illa upp þegar einn umdeildasti maður landsins er ráðinn ritstjóri og sögðum upp blaðinu. Á sama tíma var 40 blaðamönnum sagt upp við blaðið. Þetta er vægast sagt mjög óvenjulegt ástand að ekki sé dýpra tekið í árina.
Mosi
6.10.2009 | 10:42
Hver á tölvupósta?
Ljóst er að tölvupóstar eru með viðkvæmasta efni á ljósvakanum.
Spurning er hver á tölvupósta og hvort þeir séu undir eigarrétti einhvers? Á fyrirtæki t.d. tölupósta starfsmanna sinna? Á þessu er mikill vafi.
Með tölvupóstunum geta allir þ. á m. starfsmenn fyrirtækja haft mun betri samskipti en gegnum síma. En tölvupóstarnir geta verið eðlis síns vegna, kjörinn vettvangur fyrir njósnir um starfsmenn sem síminn hafði ekki nema með sérstökum hlerunarbúnaði.
Það er mjög góð og farsæl regla að vanda vel til tölvupósta. Efni þeirra getur lent í höndum þeirra sem þeim ekki er ætlað og geta komið fólki í vandræði, jafnvel þó það viti ekki um það. Netstjórar og umsjónarmenn tölvukerfa geta lesið nánast allt sem fer um tölvusamskipti umsjónarsviðs viðkomandi. Yfirmenn geta hugsanlega gefið skipun um að fá að skyggnast í þessi mál án þess að að nokkur verði var við slíkt.
Á stríðsárunum komust Englendingar að því hvernig lesa bæri úr dulmálslyklum þýska sjóhersins. Átti að vara skipalestirnar við fyrirhugaðri árás? Ef það hefði verið gert hefðu Þjóðverjar staðfestingu á því að Englendingum hefði tekist að ráða dulmálslykilinn.
Það er því æskilegt að hafa allt þetta í huga.
Þá er spurning um meint trúnaðarbrot starfsmanns. Er stætt á því að atvinnurekandi rannsaki sjálfur slíkt eða ber viðkomandi að kalla til lögreglu? Það liggur ekki á hreinu hvað þetta varðar.
Það geta verið mörg vafamál í þessu og ekki alltaf ljóst hver t.d. hefur hugverkarétt á ákveðnum upplýsingum. Á t.d. atvinnurekandi upplýsingar sem starfsmaður hefur unnið að í frístundum sínum og eykur við þær í sínu starfi? Eða fyrrverandi starfsmaður sem vinnur áfram að tilteknu verkefni áfram eftir að hafa látið af starfi? Á þetta reyndi í dómsmáli fyrir um 20 árum en ekki var að öllu leyti leyst úr ágreinignsmáli því sem vafi kann að leika á.
Mosi
![]() |
Meint trúnaðarbrot til athugunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 6. október 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar