Af ávöxtunum skulum við þekkja þá!

Fullyrðing krónprins Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar um „að ríkisstjórnin væri ekki starfi sínu vaxin“ er eldgömul lumma. Ræða hans boðaði ekkert nýtt. Sérkennilegt er að snupra mann sem ekki er viðstaddur og senda honum tóninn. Það hefur yfirleitt ekki verið sérlega drengilegt.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins beið afdrifaríkt skipbrot. Eftir nær 18 ára samfellda þrásetu hennar skilur hún Íslendinga eftir nánast á byrjanareit. Enginn ráðamanna í Sjálfstæðisflokknum hefur beðist opinberlega afsökunar. Skildu þeir vera hafnir yfir allan grun um græsku?

Nei ætli að svo sé. Á þessum bæ virðist enginn kunna að skammast sín. Allt virðist vera öðrum að kenna. Það verður kannski málflutningur krónprinsa Sjálfstæðisflokksins að ábyrgðin á hruni bankanna sé flestum öðrum að kenna en ALLS EKKI þeim ósnertanlegu í Valhöllu.

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá! Þetta eru erfingjar valdsins sem komu okkur Íslendingum í þá miklu klípu sem við nú erum í. Glæpnum verður ekki stolið af þeim!

Mosi


mbl.is Stjórnarkreppa í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 242940

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband