Er ritskoðun næst á dagskrá?

Í morgun var gefin út af ritstjórn Morgunblaðsins eftirfarandi tilkynning:

„Að gefnu tilefni er skráðum notendum blog.is bent á eftirfarandi atriði sem finna má í skilmálum blog.is:

"Notkun á texta, skjölum, hugbúnaði, myndböndum, tónlist og öðru höfundaréttarvörðu efni á síðunni er óheimil nema með samþykki rétthafa. Slíkt efni verður fjarlægt að beiðni rétthafa. Ef notandi bloggsíðu gerist ítrekað sekur um að setja höfundaréttarvarið efni inn á síðu áskilur Morgunblaðið sér rétt til þess að loka viðkomandi síðu."

Notendum er bent á að fara yfir vefi sína og athuga hvort þessir skilmálar hafi hugsanlega verið brotnir.

Umsjónarmönnum hafa borist ábendingar um að einhverjir notendur blog.is hafa virkjað tónlistarspilara og sett þar inn tónlist án tilskilinna leyfa. Samkvæmt lögum er óheimilt að setja þar inn tónlist sem er höfundarréttarvarin nema með leyfi rétthafa. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um höfundarréttarmál á vef STEFs, http://www.stef.is/STEF/Hofundarrettur/Log/

Hér með er óskað er eftir að allt efni sem brýtur í bága við höfundarrétt verði fjarlægt af notendum blog.is fyrir 1. desember nk. Vinsamlega hafið samband ef óskað er frekari upplýsinga. Þeir notendur sem ætla sér að nota tónlist á síðum sínum áfram, eru hvattir til að leita leyfis hjá STEFi og öðrum rétthöfum.

Umsjónarmenn blog.is“

Svo mörg voru þau orð.

Hugur minn segir að þessi tilkynning sé til þess fallin að hræða okkur bloggara sem höfum verið þátttakendur í mótmælum síðastliðinn vetur, krafist aukins lýðræðis og þar með betra samfélags. Einn af vinsælustu bloggurum á Morgunblaðsvefnum er Lára Hanna Einarsdóttir. Hún hefur verið mjög iðin og látið heimildir tala sínu máli. Vel má það vera, að með því að rifja sitt hvað upp, þá hafi hún valdið tortryggni þeirra sem telja valdið vera sitt.

Auðvitað ber að virða eignarrétt hugverka. En þar gildir ólíku hvort verið sé að hafa tekjur af eða að verið sé að nota slíkt eins og um einkaafnot sé að ræða. Þekkt er hins vegar hver viðhorf Kínverja til hugverka er. Þeir virða almennt ekki þennan sjálfsagða rétt og hafa komist upp með það jafnvel að hafa verslunarhagsmuni af.

Þegar höfundur texta styðst við tiltekna heimild og jafnvel höfundarvarið efni, þá er ólíkt farið hvort viðkomandi geti heimildar annars vegar eða hins vegar geri eldri hugmyndir að sínum. Fyrri aðferðin er viðurkennd en hin alls ekki. Það þykir vera sjálfsögð kurteysi að geta heimildar og hvaðan hún er komin, hvers hún og hvar megi finna hana. Oft er svonefndur sæmdarréttur upphaflegum höfundi fyllilega samboðinn enda sé ekki um nema brot verks að ræða. Full útgáfa verks er auðvitað háð höfundarrétti einkum þegar um hugsanlegan ávinning er að ræða.

Það er óskandi að þeir Morgunblaðsmenn fari varlega í þessum málum enda er andrúmsloft ærið blandið um þessar mundir. Við erum þúsundir fyrrum áskrifendur Morgunblaðsins sem tókum það mjög illa upp þegar einn umdeildasti maður landsins er ráðinn ritstjóri og sögðum upp blaðinu. Á sama tíma var 40 blaðamönnum sagt upp við blaðið. Þetta er vægast sagt mjög óvenjulegt ástand að ekki sé dýpra tekið í árina.

Mosi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Já DAO & co. Þetta er gráðug skepna og fær aldrey nóg.

Gestur Pálsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég fékk svona bréf líka. Þar sem ég er rétt að slíta barnsskónum í blogginu leitaði ég uppl. hjá nokkrum bloggvinum. Fékk góðar leiðbeiningar og þær fréttir  að þau höfðu líka fengið bréf.

"Að gefnu tilefni..." Hehe. kannski ætti ritstjórnin að byrja að taka til í eigin ranni.

Þráinn Jökull Elísson, 6.10.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242941

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband