26.7.2008 | 23:45
Hlé í bloggi Mosa
Þar eð Mosi er að fara í fyrramálið í hringferð um landið með þýskumælandi ferðamenn biður hann alla aðra góða bloggara að sýna þolinmæði næstu tvær vikurnar.
Góðar stundir
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.7.2008 | 23:37
Að leika sér að hættunni
Mikill hraði virðist vera mjög vinsæll hjá allt of mörgum. Skyldu allir gera sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum, kannski örkumlum og jafnvel dauða? Eru allir tilbúnir að taka áhættuna af glæfraakstri? Heilbrigðiskerfið er undir gríðarlegu álagi að glæfraakstur bætist ekki við. Hvað skyldu margir sjúklingar sem bíða eftir bráðnauðsynlegri bæklunaraðgerð þurfa að líða fyrir kæruleysi annarra borgara samfélagsins? Margir þurfa að bíða árum saman og eru jafnvel dauðir áður en röðin kemur að þeim! Við þurfum að fækka slysum enn sem um munar og kæruleysi í þessum efnum verður ekki liðið. Hvernig skyldu tryggingafélög taka á þessum málum? Ætli þau reyni ekki að vera stikkfrí eins og alltaf þegar skyldurnar snúa a þeim?
Enginn getur tryggt sig fyrir slysum af völdum kæruleysis og léttúðar.
Mosi
![]() |
Óhapp á kvartmílubrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
26.7.2008 | 23:30
Óhöpp vegna glæfraaksturs
Vonandi læra hraðakstursmenn að glæfraakstur borgar sig aldrei. Af hverju þurfa þeir bæði seint og snemma að auka álagið á heilbrigðiskerfið meira en orðið er?
Fyrir nokkrum dögum stórslasaðist unglingur vegna glæfraaksturs og brotnaði á báðum fótum. Ekki °er gott að vita hversu margir sjúklingar á biðlista eftir bæklunaraðgerðum þurfa að líða fyrir það. Rétt væri að þeir sem haga sér eins og verstu ökufantar þyrftu að greiða sjálfir fyrir allar læknisaðgerðir vegna slysa af völdum óskynsamlegs glæfraaksturs.
Mosi
![]() |
Kappakstur endaði illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 08:30
Dularfullt mannshvarf í Esjunni
Dularfullur aðdragandi virðist vera að þessu mannshvarfi í Esjunni á dögunum. Að maðurinn skuli hafa farið úr fötunum og gengið allsber upp í ískalda þokuna til þess að því virðist vera að svipta sig lífi, er ekki sérlega líklegt. Sá sem hyggst svipta sig lífi gerir það yfirleitt á auðveldari, fyrirferðaminni, sársaukalausari og sem fljótlegastan hátt. Þeir sem eiga við depurð og svartsýni að stríða, svipta sig lífi fremur með því að fleygja sér í sjóinn eða jafnvel í foss eins og komið hefur fyrir. Mjög margir nota svefnlyf eða jafnvel skotvopn sem er sem betur fer sjaldgæft. Að verða úti eins og í þessu tilfelli, getur tekið allangan tíma. Meðan líkaminn er á hreyfingu, þá myndar hann allmikinn innri hita. Flestir hafa slíkan lífsneista að slokknar ekki fyrr en engin von er eftir.
Er sá möguleiki fyrir hendi að einhver annar, einn eða fleiri, hafi átt hlut að máli og neytt manninn til þess að afklæðast og láta hann hverfa síðan upp á fjallið? Það gæti verið sá möguleiki fyrir hendi að einhver eða einhverjir hafi gert sér þann ljóta leik, neytt manninn til að afklæðast úti á víðavangi og hrætt hann með vopni eða jafnvel grjótkasti og hrakið í burtu. Sá nakti hefur þá auðvitað viljað koma sér sem fyrst í burtu þegar hann hefur gert sér grein fyrir alvöru málsins og þeirri alvarlegu stöðu sem hann var þá kominn í. Því miður eru til menn sem gaman hafa af að sjá skelfingu annarra ljóslifandi fyrir sér. Þeir hafa síðan komið fötum mannsins og skilríkjum þar sem þeir sáu hann hverfa upp í þokuna í þeirri von að hann finndi fötin sín aftur og skilaði sér niður.
Sjálfsagt verður lögreglan okkar að rannsaka þetta mál í þaula, jafnvel þó svo að á þeim bæ séu mörg og umfangsmikil verkefni og lögreglumenn ekki of margir. Rétt væri að kanna vandlega það vinnuumhverfi sem hinn ungi ógæfusami erlendi verkamaður tengdist og hvort þar sé allt með felldu. Konurnar tvær sem mættu manninum eru síðustu vitnin sem sjá hann lifandi og eru því aðalvitni í þessu máli. Spurning er hvort fleiri hafi verið í hlíðum Esjunnar um þetta leyti sem hafa séð eða heyrt eitthvað sem máli kann að skipta eða orðið varir við eitthvað óvenjulegt? Kannski einhver/einhverjir eigi eftir að gefa sig fram sem varpað gæti ljósi á þetta dularfulla mál.
Og sjálfsagt er að votta öllum aðstandendum þessa unga ógæfusama manns innilegustu samúð. Þetta er hryllilegur atburður sem óskandi er að komi ekki fyrir aftur.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 07:54
Dragnætur og botnvörpur
Veiðar með dragnótum og botnvörpum eiga það sameiginlegt að þessi veiðarfæri eru ákaflega umdeild sérstaklega þó botnvarpan. Bæði eru dregin eftir sjávarbotninum af skipum, botnvörpurnar af togurum en dragnæturnar eru töluvert minni og því notaðar af minni veiðiskipum, einkum á sandbotni.
Þegar botnvörpuveiðar voru enn stundaðar í Faxaflóa kom það alloft fyrir að netin festust í botninum og rifnuðu illa einkum úti á svonefndu Hrauni. Þetta gaf togaraskipsstjórum tilefni að draga eftir botninum heilmikla járnhlunka festum neðan í og framan við opið á botnvörpunni. Þessi búnaður bókstaflega muldi allt sem fyrir varð. Árangurinn af þessu er því miður sá að mjög hefur dregið úr nýliðun nytjafisks á þessu svæði enda voru Hraunin sérlega góðar uppeldisstöðvar smáfisks fyrr á árum. Langt fram eftir síðustu öld voru umfangsmiklar fiskveiðar stundaðar á Faxaflóa og þurfti oft ekki að fara langt eftir fullfermi. Nú er öldin önnur enda hefur mikið af þessum upprunalega botni verið gjörbreytt til þess að togaranir gátu veitt meira og netin rifnuðu síður. Þetta er okkur Íslendingum til mikils vansa enda tekur náttúruna oft mjög langan tíma að aðlagast á nýjan leik og þessar hagstæðu aðstæður eru því miður gjörbreyttar.
Sjávarbotninn þarf að rannsaka betur og kanna hversu raskið á sjávarbotninum er umfangsmikið.
Mosi
![]() |
Ráðlegt að takmarka dragnótaveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 07:25
Sannleikurinn er sagna bestur
Eitthvað virðist hafa skolast til í huga borgarstjórnans í Reykjavík eins og Árni Þór Sigurðsson og Svandís Svavarsdóttir benda á varðandi afskipti R-listans af Bitruvirkjun.
Í vor réð Ólafur borgarstjóri gamlan skólabróður, Jakob Magnússon tónlistarmann sem n.k. aðstoðarborgarstjóra með séráherslu á gamla miðbæinn í Reykjavík. Kannski að hann ætti einnig að ráða sérstakan upplýsingafræðing til að hafa allt á hreinu hvað satt og rétt er en ekki núa röngum skoðunum og viðhorfum á aðila sem alsaklausir eru af slíku.
Því miður mætti afskipti Sjálfstæðisflokksins á málefnum Orkuveitu Reykjavíkur vera betri. Þar hefur mörgum fjármunum og tækifærum verið bókstaflega á glæ kastað. Allt of mikið fór í að rannsaka og undirbúa Bitruvirkjun jafnvel þó svo að vitað væri að þar er töluvert byggt meira á óskhyggju en raunveruleika.
Og REI málið er Sjálfstæðisflokknum til mikils vansa. Hugmyndin um stofnun REI var góð á sínum tíma en betra hefði verið heima setið en af stað farið miðað við allt það klúður og öll þau vonbrigði sem þær góðu viðskiptahugmyndir eru.
Mosi
![]() |
Segja borgarstjóra fara með rangt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 26. júlí 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar