27.5.2008 | 12:32
Skelfilegir tímar
Kalda stríðið var skelfilegur tími. Tortryggni var sáð á alla bóga og víða ólgaði allt að því gegndarlaust hatur milli manna. Fyrir barn og síðar ungling var þetta skelfilegur tími að alast upp við. Faðir minn lét ekki deigan síga, sýndi ótrúlega framsýni að láta lítið í skyn annað en að vilja kynna sér allar hliðar málsins. Hann keypti í lausasölu bæði Morgunblaðið og Þjóðviljann, stundum einnig Alþýðublaðið og Tímann þegar mikið var um að vera. Þetta var á þeim árum þegar dagblöðin voru uppfull af pólitískum upphlaupum. Stundum voru órökstudd svigurmæli til þess fram sett að gera lítið úr andstæðingum sínum.
Þegar Kúbudeilan kom upp á sínum tíma var Kalda stríðið í allri sinni dýrð. Herstöðvar Bandaríkjamanna voru í deiglunni, Íslendingar skiptust í tvo hópa þá sem vildu fylgja Sjálfstæðisflokknum og hina sem voru á móti hernum. Ógnarkraftur vetnissprengjunnar var mikið á vörum fólks og áhyggjur flestra á Íslandi gekk eiginlega út á það hvort væri verra hlutskipti í lífinu, að deyja úr bandarískri eða rússneskri geislavirkni! Svona gat þessi umræða verið barnaleg í alla staði og vitræn var hún alls ekki.
Nú má lesa þessi kaldastríðsár með því að fletta gegnum dagblöðin Morgunblaðið og Þjóðviljann. Vonandi verður ekki um langt að líða að Alþýðublaðið og Tíminn bætist við.
Vonandi koma þessir viðsjárverðu tímar aldrei aftur.
Mosi
![]() |
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2008 | 12:05
Í upphafi skal endinn skoða
Furðulegt má það teljast að fólk sem vonandi er þokkalega skynsamt, þyki gaman að svona nokkru. Á þessu eru fjölmargar hliðar: ein er sú að slysatíðni hlýtur að vera nokkuð há. Þó svo að afleiðing slyss komi ekki alltaf strax fram, þá má reikna með ýmsum kvillum sem e.t.v. síðar koma í ljós.
Álagið á heilbrigðiskerfið er þegar nokkuð mikið. Á að neita eldra fólki um nauðsynlega þjónustu ef koma þarf til hjálpar þeim yngri sem sýnt hafa af sér glannaskap og léttúð? Siðferðislega séð er þetta ekki aðeins á gráu svæði heldur kolsvörtu. Enginn á að gera sér lífið að leik með því að setja líkama sinn í hættu. Við eigum bara eitt líf.
Mosi
![]() |
Keppt í bílveltum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 11:58
Hefndargjöf
Fátækt fólk í þróunarlöndunum væntir sjálfsagt einhvers betra af hjálparliði Sameinuðu þjóðanna en að liðsmenn þeirra leggist svo lágt að misnota börnin. Svona þokkapilta ætti að gera ábyrga gerða sinna og skylda að vinna kauplaust um einhvern tiltekinn tíma í þágu samfélagsábyrgðar, ef þeir þá gera sér minnstu grein fyrir því illvirki sem þeir hafa framið. Kannski að iðrun þeirra sé engin og þá brennur sú spurning á vörum margra hvort þeir ættu nokkuð gott skilið.
Þetta er mjög stór blettur á því mikilvæga hjálparstarfi sem liðsmenn Sameinuðu þjóðanna eiga annars að veita. Þeir sem í hlut eiga að máli eru e.t.v. siðferðislega séð kannski hin verstu úrhrök. Hvernig skyldu SÞ taka á agamálum sem þessu öðrum illum skálkum til alvarlegrar áminningar? Í Róm keisaratímans hefðu þeim verið fleygt fyrir óargadýr. Hvaða refsingu eiga svona úrhrök skilið?
Mosi
![]() |
Börn kynferðislega misnotuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 11:46
Aðgát skal höfð
Fyllsta ástæða er til að gefa þessum nýjustu talningum gaum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera ef hrefnum og öðrum hvölum fækkar hér á landi?
Ástæðan er augljós: sjávarbotninn er mjög laskaður eftir linnulausar botnvörpuveiðar í heila öld. Allt lífkerfið er meira og minna úr lagi fært. Nú í dag erum við að veiða álíka mikið af þorski og Bretar veiddu árlega fyrir þorskastríðið 1972. Þetta er skelfileg þróun sem óhófleg notkun botnvörpu hefur sök á. Fyrrum voru það skammtímasjónarmiðin um mikinn gróða sem nú er að koma okkur í koll.
Áður fyrr var nóg af fiski og hval, nóg af öllu fyrir bæði þá og okkur mannfólkið. Núna sjáum við ofsjónum yfir þann fisk sem hvalir eta enda sitjum við uppi með ótrúlega eigingirni og skammsýni.
Hvenær kemur að því að við verðum að kannast við gömlu syndirnar og reyna að snúa þróuninni við, að svo miklu sem það er okkur unnt?
Mosi
![]() |
Hrefnu fækkar á landgrunninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.5.2008 | 11:39
Stríðið minnir á sig
Öskjuhlíðin var vinsælt athafnasvæði barna og unglinga sem slitu barnsskónum í Hlíðunum. Margir leiðangrar voru farnir þangað og hápunktinum var líklega náð þegar við lásum okkur niður snarbrattan stig og í neðanjarðarbyrgi sem seinna kom í ljós að var notað sem stjórnstöð! Í einu herberginu niðri mátti skríða út úr þessu gegnum þröngt rör sem lá nokkra tugi metra í átt að Loftleiðum. Hjá syðri innganginum var hátt mastur sem notað hefur verið til fjarskipta. Til beggja handa voru gömul byssuhreiður enda voru Bretar við öllu búnir að verja flugvöllinn fyrir öllum mögulegum árásum. Við komum heim með rifnar buxur og skítugir upp fyrir haus. Hvað var það þó foreldranir voru brúnaþungir, þessi ævintýri voru á við bestu ævintýramyndir í stíl við Indiana Jones og áþekka kappa. Kannski að Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Vernes hafi einnig ýtt undir fjörugt hugmyndaflug okkar.
Nú er það skógurinn sem vex og dafnar vel í Öskjuhlíðum, prýði Reykjavíkur, vettvangur fjörugs fuglalífs og mannlífs hvort sem er að sumri eða vetri. Þessum gömlu hernaðarmannvirkjum mætti sýna meiri sóma og gera kannski upp, hreinsa grjót og annan skít og hafa þar sýningu á vegum Árbæjarsafns enda er þessi staður einn best ákjósanlegasti vettvangur fyrir sýningu tengda hernámi landsins.
Mosi
![]() |
Skotfæri fundust í Öskjuhlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 27. maí 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar