Oft er reiði undanfari ofbeldis

Það er dapurlegt hvernig sumir missa sig alveg í hita leiksins.

Jón byskup Vídalín segir í einni af frægustu prédikunum sínum: Sá sem reiður er, hann er vitlaus! Ljóst er að þegar reiði rennur á menn þá lokast gjörsamlega fyrir skilningsvitin og menn grípa þá til einhvers sem þeim er alls ekki sómi að. Oftast er reiði undanfari ofbeldisverka sem er þeim sem beitir til mikils vansa og jafnvel ámælis.

Þessi mótmæli eiga ábyggilega eftir að draga dilk á eftir sér.

Eitt er þó sem lögreglan missteig sig í: Ekki átti að beita þessum piparúða því hann virðist hafa espað þá sem aðgerð lögreglunnar beindist að. Viðurkennd aðferð víðast hvar til að brjóta aftur óeirðir, upphlaup og ofbeldi er að beita háþrýstidælum slökkvibíla. Þó verður að fara mjög varlega af stað. Kannski hefði verið nóg að senda eina góða bunu upp í loftið og leyfa vatninu að falla yfir þá sem lögreglan vildi gjarnan yfirbuga. Hæfileg kæling hefði verið mjög æskileg undir þessum kringumstæðum.

Mosi


mbl.is „Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkfallið 1955

Verkfallið sem hófst um mið'jan mars og stóð nánast út apríl 1955 voru einhver hörðustu verkfallsátök Íslandssögunnar. Því miður er þess ekki getið í yfirlitinu.

Í þessu verkfalli drógust ótrúlegustu aðilar inn í deiluna t.d. skólastrákar í MR sem voru að koma úr skíðaferð. Einn friðsamasti kennarinn þar Einar Magnússon guðfræðingur að mennt átti að hafa hvatt nemendur sínar að sögn Þjóðviljans að berja verkamenn á verkfallsvakt með skíðunum. Þá voru ýmsar kostulegar sögur úr þessu verkfalli en þá þrutu birgðir af bensíni í Reykjavík mjög skjótt og var margsinnis reynt að smygla því í bæinn. Ógrynni sagna er til af þessu verkfalli og væri rétt að Morgunblaðið taki saman fróðleik um það.

Af svona átökum sem áttu sér stað í gærmorgun er sitthvað sem þarf að læra af. Líklegt er að lögreglan hafi gert afdrifarík mistök með því að beita þessum piparúða sem á að sjálfsögðu aðeins að nota í sjálfsvörn. Hyggilegra og betra hefði verið að kalla til slökkvibíl með góðri dælu til að kæla niður aðeins reiðina í mönnum. Svona bílar eru víðast hvar notaðir til að bæla niður alvarlegar óeirðir yfirleitt með mjög góðum árangri en sýna þarf mikla varkárni enda getur buna úr háþrýstidælu verið lífshættuleg. Piparúðalögreglumennirnir voru auk þess settir í óþarfa hættu þegar þeir ganga fram fyrir skjöldu æpandi eins og ljón með piparúðann á lofti.

Uppákoma nemenda úr framhaldsskóla nokkrum úppáklæddum í einhverjar gamlar hermannadruslur frá þriðja ríkinu var þeim til mikils vansa. Og eggjakast á ekki að vera sæmandi heilbrigðu og skynsömu fólki.

Mosi 

 


mbl.is Óeirðir ekki einsdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband