24.4.2008 | 17:04
Oft er reiði undanfari ofbeldis
Það er dapurlegt hvernig sumir missa sig alveg í hita leiksins.
Jón byskup Vídalín segir í einni af frægustu prédikunum sínum: Sá sem reiður er, hann er vitlaus! Ljóst er að þegar reiði rennur á menn þá lokast gjörsamlega fyrir skilningsvitin og menn grípa þá til einhvers sem þeim er alls ekki sómi að. Oftast er reiði undanfari ofbeldisverka sem er þeim sem beitir til mikils vansa og jafnvel ámælis.
Þessi mótmæli eiga ábyggilega eftir að draga dilk á eftir sér.
Eitt er þó sem lögreglan missteig sig í: Ekki átti að beita þessum piparúða því hann virðist hafa espað þá sem aðgerð lögreglunnar beindist að. Viðurkennd aðferð víðast hvar til að brjóta aftur óeirðir, upphlaup og ofbeldi er að beita háþrýstidælum slökkvibíla. Þó verður að fara mjög varlega af stað. Kannski hefði verið nóg að senda eina góða bunu upp í loftið og leyfa vatninu að falla yfir þá sem lögreglan vildi gjarnan yfirbuga. Hæfileg kæling hefði verið mjög æskileg undir þessum kringumstæðum.
Mosi
![]() |
Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2008 | 10:22
Verkfallið 1955
Verkfallið sem hófst um mið'jan mars og stóð nánast út apríl 1955 voru einhver hörðustu verkfallsátök Íslandssögunnar. Því miður er þess ekki getið í yfirlitinu.
Í þessu verkfalli drógust ótrúlegustu aðilar inn í deiluna t.d. skólastrákar í MR sem voru að koma úr skíðaferð. Einn friðsamasti kennarinn þar Einar Magnússon guðfræðingur að mennt átti að hafa hvatt nemendur sínar að sögn Þjóðviljans að berja verkamenn á verkfallsvakt með skíðunum. Þá voru ýmsar kostulegar sögur úr þessu verkfalli en þá þrutu birgðir af bensíni í Reykjavík mjög skjótt og var margsinnis reynt að smygla því í bæinn. Ógrynni sagna er til af þessu verkfalli og væri rétt að Morgunblaðið taki saman fróðleik um það.
Af svona átökum sem áttu sér stað í gærmorgun er sitthvað sem þarf að læra af. Líklegt er að lögreglan hafi gert afdrifarík mistök með því að beita þessum piparúða sem á að sjálfsögðu aðeins að nota í sjálfsvörn. Hyggilegra og betra hefði verið að kalla til slökkvibíl með góðri dælu til að kæla niður aðeins reiðina í mönnum. Svona bílar eru víðast hvar notaðir til að bæla niður alvarlegar óeirðir yfirleitt með mjög góðum árangri en sýna þarf mikla varkárni enda getur buna úr háþrýstidælu verið lífshættuleg. Piparúðalögreglumennirnir voru auk þess settir í óþarfa hættu þegar þeir ganga fram fyrir skjöldu æpandi eins og ljón með piparúðann á lofti.
Uppákoma nemenda úr framhaldsskóla nokkrum úppáklæddum í einhverjar gamlar hermannadruslur frá þriðja ríkinu var þeim til mikils vansa. Og eggjakast á ekki að vera sæmandi heilbrigðu og skynsömu fólki.
Mosi
![]() |
Óeirðir ekki einsdæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 24. apríl 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar