18.4.2008 | 12:09
Hirtum götustrákana!
Spurning hvort ekki sé rétt að svæla þessa götustráka út úr greninu eins og hverja aðra melrakka og láta þá standa frammi fyrir gerðum sínum? Að grafa undan fjárhag heillrar þjóðar nær ekki nokkurri átt og hefði einhver fengið rasskellingu af minna tilefni. Þessar athafnir þarf að rannsaka gaumgæfilega.
Mosi
![]() |
Vogunarsjóðir á flótta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2008 | 12:04
Ummæli páfa
Páfi hefur lög að mæla þegar hann minnist á meðferð hvíta mannsins á frumbyggjum Ameríku. Þau eru til háborinnar skammar enda var glórulaus gróðahyggja sem þar réð för.
Íslendingarnir Bjarni Herjólfsson og Leifur Eiríksson höfðu enga burði að leggja undir sig Ameríku enda fámennir og tóku þá viturlegu ákvörðun að gleyma henni aftur.
Mosi
![]() |
Páfi minnir á dökkar hliðar bandarískrar sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2008 | 10:47
Skynsamleg tillaga
Lundinn er langvinsælasti fuglategund meðal flestra erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim. Það er því miður sem það kemur fyrir, að veiðimenn eru að aðhafast þegar ferðamenn sjá til. Einhverju sinni var Mosi í hvalaskoðunarferð með þýskum ferðamönnum á Skjálfanda. Einhverra hluta vegna var hvali hvergi að finna utan örfáar hnísur sem eðlilega glöddu eftirvæntingarfull hjörtu. Til að bæta úr, ákváðu þeir hvalaskoðunarmenn að sigla áleiðis til Lundeyjar til að sýna þó ferðamönnunum lunda sem n.k. uppbót fyrir hvalaleysið. Jú það var mikið að gerast hjá fuglunum í Lundey en það var fyrst og fremst vegna ákafs veiðimanns sem háfaði hvern lundann á fætur öðrum. Mikil voru vonbrigðin.
Öðru sinni átti Mosi leið um Breiðafjörð með gamla Baldri, einnig með ferðahóp. Skammt frá Flatey var siglt gegnum stórar breiður af hömum af lunda. Þá höfðu veiðimenn fleygt hömunum í sjóinn eftir að hafa hamflett lundann. Ferðamenn tóku eðlilega eftir þessu og töldu fyrst að mikil sýki hefði lagt þessar þúsundir að velli.
Aðgát skal höfð í viðveru sálar
Ástæða er til að taka fyllsta tillit til ferðamanna sem leggja mikið á sig að ferðast til Íslands. Við megum aldrei grafa undan með ámælisverðu kæruleysi ferðaþjónustunni, hún er fyrir löngu orðin mikilvæg atvinnustarfsemi.
Hugmynd um að friða lundann er skynsamleg enda er talið að mikil fækkun hafi orðið á undanförnum árum sem talin er fyrst og fremst stafa af átuskorti fremur en veiðum. Veiðar taka auðvitað mjög drjúgan toll af stofninum þó ekki sé vitað með vissu hvaða áhrif þær kunna að valda.
Mosi
![]() |
Leggur til að lundinn verði friðaður í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2008 | 08:34
Erfið pólitísk ákvörðun
Í lýðræðissamfélagi skiptist fólk á mismunandi viðhorfum og skoðunum. Það er því mjög eðlilegt að fólk hafi mismunandi sjónarmið gagnvart ýmsum viðfangsefnum enda geta fletirnir og sjónarhornin verið æríð mörg. Hlutverk stjórnmálamanna er að taka skynsama og umfram allt heiðarlega ákvörðun sem hugnast meirihlutanum en ekki er alltaf sem slík ákvörðun falli í frjóan jarðveg hjá hinum. Umdeildar og skjótar ákvarðanir leiða yfirleitt alltaf til deilna sem geta dregið langan dilk á eftir sér.
Því er mjög mikilvægt að ákvörðun byggist á góðum og gildum rökum.
Annars er um þessi mál að segja, að við Íslendingar stöndum mjög framarlega í heiminum varðandi beislun jarðhitans og friðsamlegri nýtingu hans. Allir sem gjörla þekkja á þessu sviði gera sér ljóst að við erum með gríðarleg verðmæti í höndunum sem byggist á þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur á þessu fyrirbrigði. Eitt af því sem við höfum fram yfir aðrar þjóðir er, að hérlendis hefur verið starfræktur í áratugi Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna og rekinn er í húsakynnum Orkustofnunar. Ungum og efnilegum jarðfræðistúdentum úr öllum heiminum er beint hingað til að fræðast af einum færustu jarðfræðisérfræðingum ekki aðeins okkar Íslendinga heldur er talað um jafnvel í heiminum öllum. Það er því hvorki undur né stórmerki að miklar væntingar séu gerðar til okkar sérfræði um jarðhitann. Íslendingar eru auk þess fyrir löngu þekktir fyrir að vera bæði þolgóðir og úrræðagóðir þegar e-ð óvænt bjátar á og flestir vilja undir slíkum kringumstæðum leggja árar í bát.
Við skulum því vona að þeir stjórnmálamenn sem málið varðar, ígrundi vel allar staðreyndir málsins og taki góða og skynsamlega ákvörðun sem stuðli að auknum og betri hag okkar án þess að miklum hagsmunum sé fórnað. Það er ætíð sárt þegar ávinningur nánast gufar upp og verður ekki þeim til góða sem upphaflega höfðu kostnað af.
Mosi
![]() |
Tillaga um sölu á REI? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. apríl 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar