Að leika sér með lífið í lúkunum

Alltaf er dapurlegt að lesa um bíæfna ökumenn sem aka allt of hratt, oft við erfiðar aðstæður. Vegir á Íslandi eru almennt ekki hannaðir fyrir meiri hraða en 90 km á klukkutíma og er það vegna þess að ef vegir eru hannaðir fyrir meiri hraða verði þeir margfalt dýrari. Fyrir vikið eru þjóðvegirnir á íslandi margir hverjir mjög illa farnir einkum vegna fjöldann allan af þungaflutningabifreiðum eftir að strandsiglingar lögðust af.

Þegar ökumenn eru staðnir að ofsaakstri eru þeir umsvifalaust sviptir ökuleyfi. En það er eiginlega ekki nóg. Þeir þyrftu að fá innsýn í þá nöturlegu staðreynd hvaða afleiðingu ofsaakstur kann að hafa í för með sér. Árlega deyja 20-30 manns á vegunum og það er allt of mikið. Ástæðan fyrir öllum þessum slysum er ekki að vegirnir séu nógu breiðir og beinir, heldur vegna þess að oft er Bakkus með í för, eiturlyf og ökumenn illa fyrirkallaðir m.a. vegna allt of mikillar vinnu eða vöku. Oft er kæruleysið fylgifiskur þessa og þá má ekki gleyma allt of miklum hraða í umferðinni. 

Er ekki betra að fara hægar en komast þó á áfangastað? 

Mosi 

 


mbl.is Ók á 150 km hraða í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of langt gengið

Sendiráð erlendra ríkja eru friðhelg. Ekki má ráðast á þau á neinn hátt og íraun eru þau hluti af viðkomandi ríki.

Að mótmæla er auðvitað í samræmi eftir heimildum stjórnarskrár um tjáningarfrelsi en um leið og friðsamleg mótmæli eru farin að snúast um e-ð sem er meiðand og niðurlægjani þá er of langt gengið.

Við eigum að sýna Kínverjum sem hér eru búsettir fulla virðingu og þeir í sendiráðinu eru aðeins að vinna sín störf. Með því að sýna þeim einhverja móðgun af einhverju tagi erum við að gefa tilefni til að okkar eigin sendiráð erlendis verði fyrir áþekkri meðferð sem enginn heilvita Íslendingur vill.

Sýnum þeim fyllstu virðingu þó við séum að öðru leiti ekki sammála þeim.

Mosi 


mbl.is „Murderers" málað á kínverska sendiráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband