11.4.2008 | 19:01
Útrás á krossgötum
Margir reka upp stór augu að lesa þessa frétt og átta sig ekki alveg á samhenginu. Það er skiljanlegt þegar venjulegt fólk á í hlut.
Þegar grein Ragnars Önundarsonar fyrrum bankastjóra Íslandsbanka í Morgunblaðinu s.l. föstudag (4.4.) er lesin gaumgæfilega þá er mun auðveldara að skilja þetta samhengi:
Bankastarfsemi má greina í þrennt skv. grein Ragnars: Þjóðbanka eða seðlabanka, viðskiptabanka og fjárfestingabanka. Þessir þrjár tegundir banka hafa mismunandi markmið og hlutverk þeirra er eðlilega mismunandi. Þegar Bjarni Ármannsson sem hafði verið bankastjóri Framkvæmdabankans (sem var dæmigerður fjárfestingabanki, stofnaður úr ýmsum opinberum sjóðum), verður bankastjóri Íslandsbanka eftir sameiningu þessara banka, heldur Bjarni áfram starfi sínu fyrst og fremst sem bankastjóri fjárfestingabanka. Ragnar varar alvarlega við í greininni að aldrei megi blanda þessum mismunandi hlutverkum og markmiðum bankanna saman. Það kann að hafa verið meginástæðan fyrir því að Ragnar hætti í bankanum á sínum tíma að þar hafi orðið alvarlegur skoðanamunur, jafnvel ágreiningur milli bankastjóranna. Bankanum var stýrt með töluverðri ævintýramennsku eftir að Ragnar hætti: Það voru tekin endalaus lán á erlendum lánamörkuðum til skamms tíma og endurlánað á hærri vöxtum til allt að 40 ára með veði í íbúðahúsnæði. Man nokkur eftir 100% lánunum?
Svo þegar alþjóðlegi lánamarkaðurinn verður fyrir fjárþröng um mitt ár í fyrra, þá kom í ljós alvarlegur lánsfjárskortur sem virðast hafa orðið langvarandi um víða veröld. Ekki dugar þó veð virðast vera góð, þau geta fallið í verði og þá getur gripið um sig óðafár og allt of margir reyna að losa fjármagn með því selja eignir sem aftur hefur áhrif til lækkunar. Það höfum við horft upp á undanförnu með fallandi verði hlutabréfa. Vonandi sjáum við fyrir endann á þessu áður en langt um líður en vandi fjármálamarkaðarins, fyrirtækja og einstaklinga eykst yfirleitt eftir því sem stýrivextirnir eru hækkaðir. Og svo er krónugarmurinn hans Davíðs til að flækja málið sem auðvitað ekki er til bóta.
Mosi
![]() |
Glitnir Privatøkonomi svipt réttindum af norska fjármálaeftirlitinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 18:28
Frumleg aðferð
Óhætt má segja að tarna er frumleg aðferð.
Kannski mætti athuga að setja sams konar skírlífislás á Seðlabankann til að koma í veg fyrir að stýrivextir verði ekki hækkaðir meira en nú er.
Okurvextirnir eru því miður að leiða þvílíka ógæfu yfir stóran hlut þjóðarinnar. Þeim verður ekki fyrirgefið sem stýra vöxtunum því þeir vita hvaða órétt þeir eru að gera!
Mosi
![]() |
Lás á buxurnar til að draga úr vændi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 18:23
Óskiljanleg handvömm eða kæruleysi?
Hvernig má það vera að um þúsund lítrar fara í sjóinn í Sundahöfn?
Svona handvömm er með öllu óskiljanleg. Á höfuðborgarsvæðinu og víðast hvar um allt landið er hægviðri, sjór kjurr og aðstæður mjög góðar. Hvernig getur svona verið annað en vegna óskiljanlegs kæruleysis?
Nú er fyllsta ástæða að krefjast opinberrar rannsóknar á því hvað fór úrskeiðis og láta þá sem ábyrgð bera á þessu atviki svara til saka.
Kæruleysi er ekki aðeins ámælisvert, það kann að vera refsivert!
Mosi
![]() |
1000 lítrar af díselolíu fóru í sjóinn við Sundahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2008 | 18:08
Hagræðing í rekstri fyrirtækja
Um mitt ár í fyrra hugðist stjórn HBGranda að flytja fiskvinnslu sína á Akranes. Því miður brást yfirhafnastjórn Reykjavíkur illa við þessum fregnum og bentu á eldgamla kvöð fyrir lóðaúthlutun að fyrirtækið hefði fengið lóðaúthlutunina til að tryggja fátækum reykvískum alþýðuheimilum nægjanlegt framboð á ódýrum fiski.
Nú eftir innleiðingu kvótakerfisins er allt þetta viðskiptaumhverfi gjörbreytt. Mörg fyrirtæki róa lífróðri að bjarga því sem bjargað verður. Þetta kannast allir við sem komið hafa nálægt útgerð. Auðvitað hefði verið mjög mikilvægt að HBGrandi hefði fengið að flytja fiskvinnslu til Akraness og stofna e.t.v. dótturfyrirtæki um rekstur fasteigna fyrirtækisins í Reykjavík þar sem nú er fiskiðjuver þess.
Þessi mál eru ekki einföld og ákvörðun stjórnar fyrirtækis kann að ráða af skynsamlegri leið að komast yfir vissa erfiðleika sem óskandi eru tímabundnir. Mosi vill taka fram að hann þekkir þessi mál ekki til hlýtar en hefur fullan skilning á sjónarmiðum Akurnesinga sem og hagsmunum fyrirtækisins.
Mosi
![]() |
Óska skýringa frá HB Granda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 12:33
Mannvit : Stærsta verkfræðistofan
Með sameiningu tveggja stórra verkfræðistofa er þessi nýja verkfræðistofa sú stærsta á Íslandi.
Mosi skoðaði heimasíðuna http://www.mannvit.is og er þar mörg nýmæli.
Samgöngustefna fyrirtækisins er mjög framsýn: í stað þess að hafa fjöldann allan af bílastæðum þá greiðir verkfræðistofan strætókort fyrir starfsmenn sem vilja nota strætó en andvirði kortsins ef starfsmenn koma gangandi eða hjólandi í vinnuna. Fyrir þá sem þurfa vinnu sinnar vegna að fara á milli eru vistvænir bílar merktir fyrirtækinu.
Með þessu er verkfræðistofan að ganga á undan með mjög lofsverðu framtaki. óskandi er að sem flest fyrirtæki og stofnanir taki sér verkfræðistofuna Mannvit sér til fyrirmyndar.
Til hamingju Mannvitsmenn!
Mosi
![]() |
Verkfræðistofur sameinaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. apríl 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar