Brot á hegningarlögum?

 Spurning hvort athæfi flutningabílsstjóra í dag þegar þeir mótmæltu með því að stöðva stóra flutningabíla í Ártúnsbrekku í dag. Spurning hvort þeir hafa gerst brotlegir gegn eftirtöldum lagaákvæðum almennra hegningarlaga með athæfi sínu:

XVIII. kafli. Brot, sem hafa í för með sér almannahættu.

168. gr. Ef maður raskar öryggi járnbrautarvagna, skipa, loftfara, bifreiða eða annarra slíkra farar- eða flutningatækja, eða umferðaröryggi á alfaraleiðum, án þess að verknaður hans varði við 165. gr.[flugrán], þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum …1) [Sama gildir ef raskað er öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu.]
Ef brot er framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].

 

XIX. kafli. Ýmis brot á hagsmunum almennings.

176. gr. Ef maður veldur með ólögmætum verknaði verulegri truflun á rekstri almennra samgöngutækja, opinberum póst-, síma- eða útvarpsrekstri eða rekstri stöðva eða virkjana, sem almenningur fær frá vatn, gas, rafmagn, hita eða aðrar nauðsynjar, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi] allt að 6 mánuðum.

Ljóst er að þetta er grafalvarlegur verknaður sem engar málsbætur eru fyrir þó svo að almennur skilningur sé fyrir hvers vegna flutningabílsstjórar tóku sig saman að mótmæla háu olíuverði. Ekki má undir neinum kringumstæðum hindra og valda slysahættu í Ártúnsbrekku. Þetta er slæmt fordæmi og helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins eiga ekki að vera vettvangur mótmæla enda þær stórhættulegur vettvangur.

Hins vegar mættu flutningabílsstjórar alvarlega athuga hvort ekki væri réttara að beita sér fyrir málstað sínum gegn þeim aðilum sem málið varðar og geta haft áhrif á að skattheimtu sé breytt. Hvers vegna ekki að mótmæla fyrir utan Stjórnarráðið, Alþingishúsið eða þar sem ráðamenn eru. Kannski mætti leggja flutningabílum fyrir utan Stjórnarráðið enda yrðu landsfeðurnir fremur varir við lýðræðisleg og friðsamleg mótmæli þar.

Svo er auðvitað söfnun undirskrifta og skrif í blöð og fjölmiðla mjög áhrifarík í samfélaginu.

Sjálfur telur Mosi að ríkisvaldið eigi að gjörbreyta þessari skattheimtu með það í huga að hvetja alla sem mest til aukinnar hagkvæmni. Hvers vegna ekki að taka upp umhverfisgjald á alla mengandi starfsemi og þá væri gott svigrúm að lækka stórlega þessi gömlu gjöld á bensíni og brennsluolíum?

Mosi 

 

 


mbl.is Lokun vegarins háalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágengi ríkisvaldsins

Mosfellsheiði er kennt við kirkjustaðinn Mosfell í Mosfellssveit, nú Mosfellsbæ, sem er gamalt kirkjulén frá því fljótlega eftir siðaskipti. Mosfellsbringur og síðar Seljabrekka byggðust út úr Mosfellslandinu en þar voru áður víðlendir birkiskógar. Skömmu eftir miðja 17. öld kemur Brynjólfur Sveinsson byskup í Skálholti að vísitéra Mosfell. Þá sat kirkjulénið sr. Einar Ólafsson sem hefur sjálfsagt verið ósköp vingjarnlegur og góðsamur prestur. Brynjólfur fann mjög að við klerkinn að hann léti afskiptalaust að bændur nytjuðu kirkjulandið á heiðinni án þess að gjald (tollar) væru greiddir. Bændur nytjuðu heiðina bæði til beitar og einnig var selstaða víða. Var þá farið að ganga nokkuð á skóginn þegar þarna var komið sögu. Því miður hvarf skógurinn algjörlega og er hann víðast hvar horfinn um norðanverða heiðina í byrjun 18. aldar þá Árni Magnússon og Páll Vídalín tóku saman jarðabók yfir Kjósarsýslu. Voru þá einungis skógarleifar í landi Elliðakots (Helliskots) sem kóngurinn átti.

Í fréttinni er rætt um Stóra-Mosfellslands. Stóra-Mosfell er mér einungis kunnugt í heimild frá 19. öld en Mosfellsjörðinni er skipt undir lok 17. aldar er sr. Einar er fyrr er nefndur tók sér kapélán (aðstoðarprest) sem hét Pétur Ármannsson. Pétur þessi þótti nokkuð drykkfelldur og fóru ýmsar sögur af honum. Líklega hefur gamla prestinum þótt ami af nærveru Péturs og ekki er ósennilegt að hann hafi látið undan að sr. Pétur fékk Minna-Mosfell í ábúð.

Um miðja 19. öld hófst byggð í Mosfellsbringum rétt ofan við Helgufoss í Köldukvísl, mjög snotur staður að sumri til. Í hvamminum neðan við fossinn eru rústir af mjög gömlu seli sem nefnt hefur verið Helgusel.

Seljabrekka var undanskilin frá Mosfellslandi á 3ja áratugnum. Stóð til að sá bær yrði nefndur Heiðarhvammur en það þótti hreppsstjóranum sem þá var Björn Bjarnarson, afi Sigurðar Heiðars blaðamanns of kuldalegt nafn. Átti hann frumkvæði að nafninu Seljabrekka enda er gamalt sel, Jónssel, skammt innan við bæinn og mun vera mjög fornt.

Skömmu eftir 1930 seldi Ríkissjóður f.h. Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og Mosfellskirkju Mosfellshreppi heiðarlandið. Það er því nokkuð einkennilegt að þetta sama ríkisvald vilji endurheimta með yfirgangi þetta sama land.

Það er góð frétt að héraðsdómur Reykjavíkur skuli hafi dæmt Mosfellsbæ og Seljabrekkubónda sýkna og rétta eigendur að þeim löndum sem krafin voru enda eru engin rök hvorki sanngjörn né lagaleg sem styðja þessar óvægu kröfur ríkisvaldsins. Annars er undarlegt að svo virðist vera til nægt fé að hafa lönd af bændum og sveitarfélögum. Þetta mikla fé þyrfti fremur að nýta betur í þágu samfélagsins en ekki í endalaust lögfræðistappsem skilar engum árangri en skilur eftir því meiri réttaróvissu og óánægju.

Mosi


mbl.is Mosfellsheiðarland ekki þjóðlenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkafjöruhöfn er raunhæf!

Ljóst er að jarðgöng út í Heimaey er bæði mjög dýr og erfið framkvæmd m.a. vegna jarðlaga og auk þess er ekki nein reynsla með gerð jarðganga í námunda við virk eldsumbrotasvæði. Lausnin með Bakkafjöruhöfn er því einn vænlegasti kosturinn og undirbúningurinn er kominn það langt að það væri eins og að kasta peningunum í sjóinn ef framkvæmdir hefjast ekki. Vegagerðin telur að bæði gott og nægjanlegt grjót sé í fjöllunum vestan við Eyjafjallajökul og þessi framkvæmd er gott svo vel komin á áætlun. Eftir er að sjá hvort athugasemdir verði gerðar vegna umhverfismats en ekki er vitað um neina umtalsverða annmarka að svo stöddu og almennt er ánægja með þessar fyrirhugðuðu framkvæmdir.

Sjálfsagt er að hafa aðrar skoðanir á þessu sem öðrum málum en við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda að velja hagkvæmustu leiðina. Bakkafjöruhöfn er raunhæf!

Mosi


mbl.is Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurleg lesning

Ósköp er dapurlegt að renna yfir það langa svar Árna M. Mathiesens setts dómsmálaráðherra við spurningum Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns Alþingis. Sérstaklega ber að staldra við þessa fullyrðingu:

„Athygli vekur að spurningar yðar eru mjög ítarlegar í framsetningu og með því yfirbragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar úrlausnarefnisins kunni að vera mótað fyrirfram.“

Hvernig á að skilja þetta öðru vísi en að ráðherran telur sig vera hafinn yfir allan efa? Hann lítur niður á umboðsmann Alþingis. Ráðherrann er ráðherra allrar þjóðarinnar, ekki aðeins hluta þjóðarinnar eins og hann kannski telur sig vera kjörinn til. Með því að taka að sér ákveðið hlutverk í trúnaaðrstöðu ber honum að gæta þessa. Margir líta á þetta sem hroka og valdagleði gagnvart þjóðinni þar sem verið var að draga einn umsækjanda að dómaraembætti fram yfir aðra sem höfðu þó bæði lengri og víðtækari reynslu en sá sem naut hylli ráðherrans. Bréf ráðherrans er staðfesting þessa að hann er fastur fyrir á þessari skoðun sem vægast sagt er eins og blaut tuska framan í alþjóð.

Þegar Mússólíni var gagnrýndur á sínum tíma í ítalska þinginu, átti hann til að ausa ótæpt úr skálum reiði sinnar og hellti sér yfir andstæðinga sína. Því miður virðist þessi háttur verða síalgengari í íslenskum stjórnmálum. Í stað þess að sína smávegis iðrun, sjá að sér og biðjast afsökunar: „mér varð á í messunni og bið forláts“ o.s.frv., þá virðast landsfeðurnir hins vegar forherðast rétt eins og þeir séu í einhverju vonlausu stríði þar sem barist er til hinsta blóðdropa. Mússólíni er vond fyrirmynd!

Óskandi væri að við sitjum ekki lengi úr þessu uppi með landsfeður uppfulla af einhverjum gikkshætti og dramssemi. Ráðherra á að vera vel menntaður, réttlátur, réttsýnn og víðsýnn en umfram allt þeim mannlegu eiginleikum búinn að þora að játa sig hafa tekið ranga ákvörðun.

Mosi


mbl.is Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt of mikil hækkun

Um 50% er allt of mikil hækkun, úr um 70 kr í 100 kr! Hver eru skilaboðin til þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu?


mbl.is Mjólkin hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband