Köld helgi

Þá er kaldasta helgi ársins að baki. Á föstudagskvöld blasti við í Mosfellsbænum sjaldgæf sjón á upplýsingaskilti Vegagerðarinnar: LOGN bæði undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Hins vegar var nokkuð kalt, eða tveggja stafa mínus tala á báðum veðurathugarstöðvum Vegagerðarinnar.

Í Skorradal var hitastigið hins vegar töluvert lægra eða -29 gráður! Hef aldrei séð lægri hitatölu og varð að kalla á allt heimilisfólkið til að bera viðundrið augum. Þessi hitamælir er í nær 2ja metra hæð og festur á millivegg milli tveggja húsa. Þannig að nokkuð er nálægt staðalviðmiðunum en því miður of nálægt húsum sem hefðu fremur átt að hafa hækkandi áhrif á hitamælinguna. Á öðrum hitamæli utan á kofanum var hitastigið nálægt -24C þannig að það gæti gengið upp þar sem einhver áhrifa er af upphitaða húsinu.

Um kvöldið var eitt það fegursta vetrarkvöld sem hægt er að óska sér. Bragandi norðurljósin tylltu sér á ofan á Skessuhornið og fóru síðan hamförum í landnorður ofan við Skorradalsvatn sem var frosið. Stjörnuskinið er mjög fagurt enda var hvorki ljósmengun frá byggðum né tunglskin til að  draga úr stjörnudýrðinni. Uppi yfir mátti greina Karlsvagninn með þeirri leyndardómsfullu stjörnu Mizar. Þar skammt frá mátti sjá Casseopea eins og risastórt W í laginu. Og í landsuðri mátti sjá skæra Oríon sem Íslendingar nefndu Fjósakonurnar. Hvar skyldu Venus og Júpítér hafa haldið sig nema einhvers staðar í Ljónsmerkinu. Þá þarf að finna Regúlus sem er aðalstjarnan í því merki. Mikið væri gaman að þekkja fleiri stjörnur og stjörnumerki.

Daginn eftir var unnt að ganga á vatninu þvert yfir og eftir því endilöngu svo langt sem hugurinn vildi. Því miður voru nokkrir mótorhjólagemlingar sem rufu náttúrukyrrðina en svo voru þeir horfnir út í buskann ásamt vélsleðamönnum sem ekki kunna að njóta þeirrar kyrrðar sem kannski er lang mest eftirsóknarverðustu gæðin í heiminum í dag. Að vera einn á ferð meðsjálfum sér eð með góðum göngufélaga er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér. Síðdegis hitti Mosi granna sinn sem var að koma heim í hús sitt með hundi sínum eftir langa gönguskíðaferð.

Er unnt að komast lengra að njóta náttúrunnar? Við þurfum ekki að njóta hennar með látum og hávaða.

Mosi 


Ótrúlegt að frægt fólk fái ekki að vera í friði

Fjölmiðlar hafa á sér mjög neikvæða hlið þegar þeir velta sér upp úr ógæfu og vandræðum fræga fólksins sem einu sinni var kallað „fína“ fólkið. Af hverju má það ekki vera í friði? Ætli áreitið í garð þessa fólks sem eru manneskjur eins og við hin, með tilfinningar, gleði og sorg, hafi ekki orðið til þess að það hafi tortýmt sér, óvart eða viljandi? Hvaernig var þetta hérna um árið þegar blindfullur bílsstjóri sem hugðist læðast með fyrrum prinsessu Breta heim á hótel og einhver vandræða ljósmyndari var á hælunum til að ná bestu myndum? Dauði prinsessunnar var þessum sjúklega fréttasnáp ekki nóg því hann hélt áfram myndatöku af þessari ógæfusömu deyjandi prinsessu. Til hvers? Jú til að græða sem mesta peninga.

Mosa þykir miður hvernig margir í fréttaþjónustunni ganga allt of langt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar! Því miður kunna ekki allir sér hófs.

Mosi 


mbl.is Sakaði mömmu sína um að sænga hjá kærastanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umdeildur flugvöllur

Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni í Reykjavík hefur lengi verið umdeildur. Þegar 1957 urðu deilur í borgarstjórn Reykjavíkur um framtíð flugvallarins og um margt eru þær líkar þeim sem nú eru uppi.

Á þessum langa tíma, hálfri öld, hefur umræðan breyst eðlilega mjög mikið. Fyrir 50 árum var flugið fyrst og fremst áætlunarflug og kennsluflug, smávegis sjúkraflug og millilandaflug með litlum fluvélum, t.d. DC4 Skymaster. Þá var ekki svo mikið rætt um flugöryggi eins og nú, ef vel á að vera þarf að vera mjög rúmt um flugvelli, engin fjöll og helst engar byggingar sem truflað geta aðflug né flugtak. Reykjavíkurflugvöllur er e.t.v. notaður innan við 1% tilvika sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll og spurning hvort það út af fyrir sig sé nægjanlegur rökstuðningur að halda í flugvöllinn í Reykjavík. Víða má byggja flugvöll, á Suðurlandi og Vesturlandi sem vissulega gætu orðið mikilvægir flugvellir framtíðarinnar. Þeim mætti velja stað við aðrar aðstæður en eru í Keflavík.

Annars er ótrúlegt hve þeir sem búa nálægt flugvellinum í Vatnsmýrinni eru umburðarlyndir gagnvart þessum mikla hávaða sem fylgir þessum rekstri. 

En óskandi er að leit að nýjum varaflugvelli haldi áfram. Hólmsheiðin býður sennilega ekki upp á réttu aðstæðurnar.

Mosi 


mbl.is Er allt á niðurleið á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennilegar andstæður

Chad er eitt af fátækustu ríkjum heims. Þó virðist vera nóg af alls konar vopnum í því landi þó svo landsmenn séu mjög snauðir af veraldlegum gæðum. Valdamenn hafa lagt ofurkapp á að nota fjármuni þá sem í landið streymir til vopnakaupa. Ekki er nóg að landið sé komið á ystu nöf blóðugrar borgarastyrjaldar heldur er landið mjög skuldum vafið. Vopnasalar hafa fengið að vaða þarna um og afhent vopn en fá að öllum líkindum loforð stjórnvalda að ráðstafa verðmætum sem finnast kunna í landinu, málma og þ.h. Chad er 12-13 sinnum stærra en Ísland, fyrrum frönsk nýlenda, íbúar um 2 milljónir og lifa að mestu á landbúnaði.

Mikil hætta er á að alþjóðasamtök á borð við Sameinuðu þjóðirnar seú mjög vanbúnar að grípa í taumana og koma í veg fyrir að átökin verði alvarlegri. Stórveldin hafa yfirleitt engan áhuga fyrir löndum þar sem lítil sem engin verðmæti eru.En vopnasalarnir hafa alltaf náð ótrúlegum árangri að telja fávísum stjórnvöldum trú um að vopnvæða sig sem mest, hvað sem það kostar. En þarna er menntun og heilbrigðisþjónusta ábyggilega mjög skammt á veg komin.

Mosi 


mbl.is Hörð orrusta um höfuðborg Chad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband