Köld helgi

Þá er kaldasta helgi ársins að baki. Á föstudagskvöld blasti við í Mosfellsbænum sjaldgæf sjón á upplýsingaskilti Vegagerðarinnar: LOGN bæði undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Hins vegar var nokkuð kalt, eða tveggja stafa mínus tala á báðum veðurathugarstöðvum Vegagerðarinnar.

Í Skorradal var hitastigið hins vegar töluvert lægra eða -29 gráður! Hef aldrei séð lægri hitatölu og varð að kalla á allt heimilisfólkið til að bera viðundrið augum. Þessi hitamælir er í nær 2ja metra hæð og festur á millivegg milli tveggja húsa. Þannig að nokkuð er nálægt staðalviðmiðunum en því miður of nálægt húsum sem hefðu fremur átt að hafa hækkandi áhrif á hitamælinguna. Á öðrum hitamæli utan á kofanum var hitastigið nálægt -24C þannig að það gæti gengið upp þar sem einhver áhrifa er af upphitaða húsinu.

Um kvöldið var eitt það fegursta vetrarkvöld sem hægt er að óska sér. Bragandi norðurljósin tylltu sér á ofan á Skessuhornið og fóru síðan hamförum í landnorður ofan við Skorradalsvatn sem var frosið. Stjörnuskinið er mjög fagurt enda var hvorki ljósmengun frá byggðum né tunglskin til að  draga úr stjörnudýrðinni. Uppi yfir mátti greina Karlsvagninn með þeirri leyndardómsfullu stjörnu Mizar. Þar skammt frá mátti sjá Casseopea eins og risastórt W í laginu. Og í landsuðri mátti sjá skæra Oríon sem Íslendingar nefndu Fjósakonurnar. Hvar skyldu Venus og Júpítér hafa haldið sig nema einhvers staðar í Ljónsmerkinu. Þá þarf að finna Regúlus sem er aðalstjarnan í því merki. Mikið væri gaman að þekkja fleiri stjörnur og stjörnumerki.

Daginn eftir var unnt að ganga á vatninu þvert yfir og eftir því endilöngu svo langt sem hugurinn vildi. Því miður voru nokkrir mótorhjólagemlingar sem rufu náttúrukyrrðina en svo voru þeir horfnir út í buskann ásamt vélsleðamönnum sem ekki kunna að njóta þeirrar kyrrðar sem kannski er lang mest eftirsóknarverðustu gæðin í heiminum í dag. Að vera einn á ferð meðsjálfum sér eð með góðum göngufélaga er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér. Síðdegis hitti Mosi granna sinn sem var að koma heim í hús sitt með hundi sínum eftir langa gönguskíðaferð.

Er unnt að komast lengra að njóta náttúrunnar? Við þurfum ekki að njóta hennar með látum og hávaða.

Mosi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bæði Kvöldstund og morgunstund,gefa gull i mund,við þessar aðstæður/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.2.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 243035

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband