Sterkir lífeyrirssjóðir

Fagna ber að lífeyrirssjóðir landsmanna standa jafn sterkir og fréttir herma. En lagaumhverfi þeirra þarf endurskoðunar við með það í huga að tryggja þessi sömu lífeyrirkjör. Alli launþegar sem greiða í lífeyrissjóði hafa greitt bæði tekjuskatt og útsvar gegnum tíðina og þess vegna er mikið ranglæti að lífeyrirþegar þurfi að greiða öðru sinni sömu skatta af greiðslum úr lífeyrissjóðum. Þetta ertil háborinnar skammar og ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í að breyta þessu. Eðlilegt væri að 10% skattur væri greiddur af þessum greiðslum rétt eins og af fjármagnstekjum.

Leggur Mosi eindregið til að allir góðir þingmenn leggi þessu mikilvæga máli lið.

Mosi 


mbl.is Lífeyrissparnaðurinn sá mesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegt fyrirbæri

Eitt furðulegasta fyrirbæri er þegar ungt fólk tekur sjálft líf sitt. Oft er tilefnið sára ómerkilegt, kannski einelti eða ástarsorg. Kannski aðeins ómerkileg frunsa í andliti sem er fylgifiskur hórmónabreytinga unglingsáranna.

Sjálfsagt verður seint unnt að fá fullnægjandi skýringu á þessu einkennilega fyrirbrigði sem sjálfsmorðið er. Um er að ræða félagslegt og sálfræðilegt viðfangsefni þar sem mótlæti af einhverju tagi kemur við sögu. En hvernig má koma í veg fyrir að svona gerist? Ætli svarið við því sé ekki fyrst og fremst fólgið í því, að jarðvegurinn sem einstaklingurinn vex upp í sé eins góður og unnt er. Þar skiptir miklu máli að mikil ástúð foreldra og umhyggja sé mikil, skilningur og sá góði eiginleiki að sýna skilning á öllu sem máli skiptir. Allt mótlæti í lífinu þarf að taka með stillingu og að oft er það aðeins til að efla okkur og styrkja. Þannig varr skoðun og skilningur þeirra sem eg ólst upp hjá en síðan er auðvitað nokkuð langt um liðið.

Mosi 


mbl.is Sjálfsvíg ungmenna í Wales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttumál VG skilar árangri

Um allmörg ár hefur Jón Bjarnason þingmaður Vinstri Grænna flutt á Alþingi bæði fyrirspurnir og þingsályktunartillögur varðandi framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Núna er loksins kominn skriður á þetta gamla baráttumál. Á fjárlögum þessa árs er fjárveiting til undirbúnings stofnunar framhaldsskóla og nú hafa menntamálaráðherra og bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritað samning um skóla þennan. Nú er að spýta í lófana og fylgja þessu máli eftir!

Til lukku með merkan áfanga Sveitungar!

Mosi


mbl.is Framhaldsskóli í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband