13.12.2008 | 12:26
Hverju má treysta í dag?
Í frjálsu samfélagi ríkir samningsfrelsi. Allir geta ráðstafað fé sínu án þess að einhver skipi honum að að hafast.
Margir eiga um sárt að binda. Sparnaður þúsunda Íslendinga í formi hlutabréfa í Glitni, Kaupþingi og Landsbanka er nú gjörsamlega glatað fé. Annar sparnaður í formi ýmissa sjóða er mjög skertur. Lífeyrissjóðir landsmanna hafa tapað hundrðum milljóna. Tugir þúsunda viðskiptamanna bankanna verða að taka á sig mjög mikla hækkun á höfuðstól skulda sem og vöxtum vegna íbúðahúsnæðis. Þrengt er að lífskjörum þeirra sem minna mega sín, elli- og annara lífeyrisþega.
Þessum hremmingum sparifjáreigenda í Lúxembourgh getum við íslenskir skattborgarar því miður ekki bætt á okkur. Við höfum tapað miklu og horfum upp á vaxandi skattheimtu vegna léttúðar og afglapa íslenskra fjármála- og ráðamanna á undanförnum misserum.
En þessi hópur innlánseigenda eru væntanlega ekki á flæðiskeri staddur. Því er miður ekki sama að heilsa hjá langflestum þeirra sem nú verða að taka á sig meiri álögur.
Alltaf er mikil áhætta að hafa mikið fé inni á bankareikning þegar svona hremmingar eiga sér stað. Margir Íslendingar tóku sparifé sitt út úr bönkunum þegar þeir féllu. Það hefur ekki treyst þeim.
Mosi
![]() |
Viðskiptavinir í Lúx telja sér mismunað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2008 | 12:07
Gömlu tímaritin: Frjáls verslun
Lengi hefur Mosi flett gömlum tímaritum. Á námsárum hans í menntaskóla, fór hann mjög oft að lesa á Landsbókasafni og stundum í Borgarbókasafninu en það var þá í glæsilegri villu við Þingholtsstræti. Þessi bæði söfn voru í einum fegurstu húsum landsins og er gamla Safnahúsið við Hverfisgötu eitt glæsilegast hús á Norðurlöndunum.
Í báðum þessum húsum kynntist eg gömlu tímaritunum. Þar mátti fá lánuð á lestrarsal rit sem uppluku gömlum tímum. Í þessum gömlu bókum margar hverjar með gulnuð og upplituð blöð, má skynja gamla tímann jafnvel fornan.
Nú málesa flest þessara tímarita heima hjá sér gegnum tölvuna sína og fletta í á heimasíðunni: http://www.timarit.is
Fyrir nokkru keypti Mosi nokkra fyrstu árgangana af Frjálsri verslun sem byrjaði að koma 1939. Á gulnuðum blöðum má lesa efnahagsfréttir gegnum stríðsárin, hremmingar þeirra og þær breytingar sem urðu eftir stríðið. Gríðarlegur skortur var á ýmsum vörum eftir stríðið enda tók drjúgan tíma að byggja upp hrundar borgir Evrópu. Þá voru töluverð vandræði vegna gjaldeyris og öflunar markaða fyrir framleiðsluvörur okkar auk þess að upphaf Kalda stríðsins olli nokkrum vandræðum og skekktu meira og minna eðlileg og skynsamleg samskipti milli þjóða.
Í þessum fyrst árgöngum Frjálsrar versluna voru fastir dálkar. Ágætir pennar rituðu um verslunarsögu og um ástand líðandi stundar.
Höftin voru einkennandi þessi ár. Í fyrsta hefti Frjálsrar verslunar 1949 ritar Aron Guðbrandsson kaupsýslumaður stórskemmtilega grein: Reynslan er ólýgnust sem lýsir ástandinu eins og það hefur verið. Þar greinir hann frá reynslu sinni erlendis að kaupa og flytja heim tvær hurðarskrár. Þá var hann heim kominn stoppaður af lögregluþjóni sökum þess að hann ók bíl sem annað ljósið var óvirkt. Lofar hann lögregluþjóninum að kaupa nýja peru daginn eftir. Allan þann dag var Aron áþönum út um allan bæ í viðleytni sinni að kaupa peruna en án árangurs. Það hefur verið bæði tafsamt og lýjandi að fara á hvern kontórinn á fætur öðrum. Þessi grein ætti í samráði við hlutaðeigandi að vera endurbirt sem fyrst öllum þeim til varnaðar sem vilja koma á hvers kyns höftum. Í eðli sínu eru höftin nánast gagnslaus þegar fram er litið enda þó þeim sé ætlað að gilda einungis tímabundið.
Í þessum árgöngum birtust grínmyndir ungs listamanns af þekktum persónum meðal verslunarmanna. Teiknarinn átti eftir að verða þjóðkunnur af verkum sínum fyrir afburða hæfileika. Hann hét Halldór Pétursson.
Rúsínur var uppfyllingaefni blaðsins og þar var blanda af ýmsum smásögum, glensi og vísdómsorðum. Í 11. árgangi árið 1949 sama ár og grein Arons birtist, er eftirfarandi haft eftir Manning kardínála: Fáir menn eru bæði auðugir og örlátir; þó eru færri bæði auðugir og lítillátir.
Og eftir þýska skáldinu Goethe: Fljótfenginn auður er gjarn að týnast, en fé , sem aflað er smám saman með ærinni fyrirhöfn, mun vaxast og margfaldast. (Frjáls verslun, 1949, bls.88).
Þessar setningar eiga vel við í dag enda tímarnir þannig að sjaldan hafa orðið jafnmiklir fjármagnsflutningar milli ýmissa en fárra aðila. Nú verðum við venjulegt íslenskt alþýðufólk að súpa seyðið af þessari glæframennsku og nú verður á kostnað okkar mistök fjárglæframanna bætt erlendum aðilum.
Meira seinna.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. desember 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar