Ríkisstjórnin verður að leggja spilin á borðið!

Afglöp sumra íslenskra athafnamanna vinda stöðugt upp á sig. Íslenska ríkisstjórnin hefur því miður ekki staðið sig nógu vel og ætti sóma síns vegna að segja af sér en boða fyrst til nýrra þingkosninga.

Ljóst er af framkomnum staðreyndum málsins að ríkisstjórnin vissi eða mátti vita ekki síðar en í mars eða byrjun apríl að ekki væri allt í felldu með starfsemi bankanna einkum Landsbankans. Í stað þess að grípa þá þegar til viðhlítandi ráðstafana þá var valin sú leið að gera okkur nokkurn skapaðan hlut og drapa lappirnar. Meira að segja Fjármálaeftirlitinu er beitt til að halda uppi blekkingunni að allt sé í himna lagi, íslenskum sparifjáreigendum og hluthöfum í bönkunum til gríðarlegs tjóns. Að ekki sé minnst á allar skuldirnar sem landsmenn sitja uppi með, allt vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar.

Því er ólga meðal erlendra sparifjáreigenda skiljanleg. Þeir mættu leggjast á sveif með okkur og krefja ríkisstjórnaina um að leggja spilin þegar á borðið.

Íslenska ríkisstjórnin er reikul og ráðalítil í mestu fjárhagsvandræðum íslensku þjóðarinnar síðan fyrir stríð. Ríkisstjórnin á sem stendur því lítilla annarra úrkosta en að hrökklast frá völdum með skömm leggi hún ekki þegar fram skýringar sem duga í þessu erfiða máli.

Mosi


mbl.is Vaxandi reiði í garð Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á forseti lýðveldisins að sæta ritskoðun?

Það væri mjög óeðlilegt í alla staði ef forseti lýðveldins væri settur undir ritskoðun. Þó er rétt að forseti þurfi að gæta hófs enda verður að gera svipaðar kröfur til og annarra æðstu embættismanna þjóðarinnar. Við verðum að skoða að ekki hafa allar ákvarðanir ríkisstjórnar verið til þess fallnar að allir séu ánægðir. Þannig voru teknar mjög umdeildar ákvarðanir fyrir 5-6 árum af örfáum mönnum án þess að það væri borið undir þjóðina. Við erum að súpa seyðið af þeim afglöpum.

Hvað Ólafur Ragnar sagði á fundi í danska sendiráðinu þarf auðvitað að staðfesta,hvað hann raunverulega sagði en ekki hvað hann kunni að hafa sagt. Auðvitað er hernaðarlega aðstaða á Keflavíkurflugvelli mjög viðkvæmt mál á Vesturlöndum og að bjóða Rússum slíka aðstöðu á Íslandi.

En hvaða önnur meðul höfum við gagnvart óheyrilegri framkomu Breta gagnvart Íslendingum að stimpla okkur sem hermdarverkamenn? Kannski við höfum engu að tapa: Bretar hafa séð fyrir því að grafa undan fjárhagslegri tilveru okkar. Kannski að þeirra framkoma gagnvart okkur verði til að stórveldin grípi til sinna ráða en þau verða sjálfsagt dýrari en að þessi uppgjörsmál hefðu sætt diplómatískri lausn en ekki ofbeldi.

Óskandi er að Ísland sæti ekki sömu örlögum og Kúba, nóg er af því góða.

Mosi


mbl.is Ræða ekki borin undir ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband