Frjálsleg túlkun breskra stjórnvalda

Þó Mosi hafi ekki alltaf verið sammála Geir Haarde þá er ekki unnt að dást að því hversu hann hefur sýnt góða hæfileika nú á ögurstundu undanfarna daga. Sjaldan hafa íslensk stjórnvöld átt í jafnmiklum erfiðleikum og nú. Auðveldlega hefði verið unnt með raunsæi að koma í veg fyrir svona uppákomu á sínum tíma með meiri varkárni í öllum þessum útrásarmálum.

Breska stjórnin skuldar okkur Íslendingum afsökun að bendla okkur við hryðjuverk. Engum heilvita Íslending hefði dottið í hug að fall banka og hugsanlegt gjaldþrot væri unnt að tengja við hermdarverk.

Mosi


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvennar fréttir

Einn af bestu kunningjum mínum var í heimsókn hjá mér í gærkveldi. Hann kvaðst hafa heyrt tvennar fréttir sem hefðu borist sér:

Sú verri hlóðaði upp á að við Íslendingar séum á góðri leið til helvítis með fjármálin okkar.

Betri fréttin kveður á um það að við séum ekki komin alla leið!

Eigum við því ekki að bíða og doka við? Kannski að unnt sé vænta umsnúnings eða alla vega mjúkrar lendingar þar í því neðra!

Mosi


Þriðji bankinn fallinn?

Þegar um fjármál er að ræða, taka Bretar greinilega enga áhættu. Þeir eru þekktir fyrir að hafa vaðið fyrir neðan sig og vilja að treysta megi öllu. Þó er nokkuð djúpt tekið í árina að jafna þrengingum íslenskra banka við hryðjuverk! Eru kannski einhverjir maðkar í mysunni hvort sem það er fleira alvarlegt á döfinni eða rangar þýðingar og misskilningur?

Samtal Árna dýralæknis við breska starfsbróður síns hefði mátt vera betur hugsað enda eru gríðarlegir fjármunir í veði. Geir forsætisráðherra er varkár í yfirlýsingum og vel inni í öllum málum. Betra hefði verið að dýralæknirinn hefði vísað á Geir fremur en að segja eitthvað sem betur hefði verið ósagt látið. Þar með er enn einn bankinn og sá síðasti fallinn í valinn.

Íslensk stjórnvöld hafa róið að feigðarósi undanfarin ár. Þar hefur einkavæðing bankanna með nánast enga eða mjög takmarkaða bindiskyldu verið sú ástæða að nú sé svo komið fyrir fjármálum Íslendinga eins og staðan er nú.

Sjálfsagt er að vorkenna stjórnvöldum en þeir hafa þetta að atvinnu sinni og ættu að vera starfi sínu vaxnir. Því er samúð okkar fremur hjá þeim sem sárast eiga að binda, skuldugum heimilum, eldra fólkinu sem sér núna fram á skerðingu lífeyris og þeim fjölda skynsömu Íslendinga sem vildu safna sér dálitlum varasjóði að kaupa litla hluti í hlutafélögum og bönkum sem nú virðast vera einskis virði.

Mosi


mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við væntum góðs af nýjum bankastjóra

Óskandi er betri tíð í vændum með ráðningu nýs bankastjóra Landsbankans. Og til lukku Elín Sigfúsdóttir!

Konur hugsa yfirleitt öðruvísi en við karlpeningurinn. Þær bera oft með sér mun meiri umhyggju fyrir velferð fjölskyldunnar, umhverfisins og þar með alls samfélagsins. Þær eru því af þessum ástæðum oft hæfari að fara með erfiða og vandmeðfarna málaflokka en við kallanir.

Við karlpeningurinn erum sennilega í mun meiri hættu að verða fyrir skyndifreistingum af ýmsu tagi. Við teljum okkur sjá skyndihagnað einhvers staðar og rjúkum þá upp milli handa og fóta og kaupa það sem okkur langar til. Konur eru sennilega öðru vísi þenkjandi og kunnugt er um hagsýnu húsmóðurina sem veltir hverri krónu áður en henni er varið í e-ð.

Að sjálfsögðu er engin regla til án undantekninga. Meðal kvenna eru mestu eyðsluklær sem gert hafa sig þekktar í heimsögunnar eins og kunnugt er. Stundum er einnig sagt að konur séu konum verstar og má þar benda á samskipti Bergþóru og Hallgerðar í Njáls sögu. En venjulegar vel menntaðar konur ættu að vera lausar við allar þessar meinsemdir.

Þá er mjög oft sem meiri kröfur séu gerðar til kvenna sem stjórnenda í samfélaginu. Stundum er það eðlilega mjög ósanngjarnt að setja konum slíkar skorður og ætti ekki að líðast hvergi nokkurs staðar. Oft hefur karl verið tekinn fram yfir konu þegar um starfsumsóknir er að ræða en þetta er auðvitað ekki algilt.

Kunnugt er þegar kona ein ágæt var ráðin forstjóri Flugleiða hér um árið. Hún varð örfáum mánuðum síðar að standa upp fyrir bjartsýnum athafnamanni sem kom fyrirtækinu út á hálan ís á met tíma. Nú er sá fugl einnig floginn á vit einhverra nýrra ævintýra. Konan sem varð að víkja úr starfi var þegar ráðin sem forstjóri annars fyrirtækis. Það fyrirtæki hefur á undanförnum árum verið í bullandi góðum rekstri sem gefur eigendum sínum góðan arð. Það var því lán í óláni að þetta fyrirtæki fékk góðan og farsælan stjórnenda.

Mosi


mbl.is Nýr bankastjóri Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni var...

Einu sinni voru bjartsýnir stjórnmálamenn. Þeir töldu þjóðina á að einkavæðing bankanna væri það sem mikilvægast væri og koma skyldi. Allt yrði að grænum og gullnum skógum. Bindiskylda var takmörkuð nánast afnumin og með sömu bjartsýni var rokið upp milli handa og fóta og farið út í umdeildustu og stærstu verklegu framkvæmd á Íslandi: Kárahnjúkavirkjun. Bjartsýnin var gríðarmikil og stjórnarherrunum yfirsást varnaðarorð annarra sem ekki voru sammála þeim. Skattamál gagnvart erlendum verkamönnum og starfsmannaleigum varð að hneyksli.

Svo hófst ísenska krónan upp í hæstu hæðir. Seðlabankinn reyndi að verjast og beitti sér fyrir gamaldags hagstjórnartækjum og hækkaði stýrivexti. Braskarar um allan heim með ýmsa banka fóru út í að kaupa þessar íslensku gervikrónur sem voru á gervigengi um nokkra hríð. Stjórnendur Sjálfstæðisflokksins litu á sig sem guði jafnvel þeim æðri og settu sér óvenjuleg góð lífeyrirkjör.

Fleira var einkennilegt á þessum árum: þar sem nánast engin bindiskylda banka var fyrir hendi og þar með þeir skyldugir að mynda varasjóði, þá fór sem fór. Svo skirrðist Seðlabankinn að lækka okurvextina með skelfilegum afleiðingum fyrir einstaklinga sem fyrirtæki landsins.

Einu sinni átti Mosi sparifé sem nam rúmlega einum slyddujeppa. Nú er allt hrunið sem hrunið getur. Hlutabréf og önnur veðbréf ásamt innistæðum nánast verðlaus. Og við megum auk þess áætla að væntanlegar lífeyrirsgreiðslur okkar í framtíðinni verði stífðar við trog vegna þessara sömu afdrifaríku afglapa. Nú er allt farið fjandans til, aðallega vegna léttúðar Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár í fjármálum íslensku þjóðarinnar. Ekkert mátti aðhafast, markaðurinn skyldi ráða hversu vitlausar þær ákvarðanir byggðust á.

Oft hafa ráðherrar og aðrir ráðamenn víð'ast hvar í heiminum sagt af sér vegna afglapa í starfi. Það virðist ekki vera til í huga ráðamanna Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa ákveðið að sitja sem fastast og er það miður til þess að vita enda þarfnast þjóðin umfram allt nú á þessari stundu skynsamari og ráðabetri stjórnendur landsins en ekki þessa rómantískra sjálfsþóttafullu ofurhuga sem telja að markaðurinn sé svo fullkominn að ekkert sé honum betra.

Mosi


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband