Þriðji bankinn fallinn?

Þegar um fjármál er að ræða, taka Bretar greinilega enga áhættu. Þeir eru þekktir fyrir að hafa vaðið fyrir neðan sig og vilja að treysta megi öllu. Þó er nokkuð djúpt tekið í árina að jafna þrengingum íslenskra banka við hryðjuverk! Eru kannski einhverjir maðkar í mysunni hvort sem það er fleira alvarlegt á döfinni eða rangar þýðingar og misskilningur?

Samtal Árna dýralæknis við breska starfsbróður síns hefði mátt vera betur hugsað enda eru gríðarlegir fjármunir í veði. Geir forsætisráðherra er varkár í yfirlýsingum og vel inni í öllum málum. Betra hefði verið að dýralæknirinn hefði vísað á Geir fremur en að segja eitthvað sem betur hefði verið ósagt látið. Þar með er enn einn bankinn og sá síðasti fallinn í valinn.

Íslensk stjórnvöld hafa róið að feigðarósi undanfarin ár. Þar hefur einkavæðing bankanna með nánast enga eða mjög takmarkaða bindiskyldu verið sú ástæða að nú sé svo komið fyrir fjármálum Íslendinga eins og staðan er nú.

Sjálfsagt er að vorkenna stjórnvöldum en þeir hafa þetta að atvinnu sinni og ættu að vera starfi sínu vaxnir. Því er samúð okkar fremur hjá þeim sem sárast eiga að binda, skuldugum heimilum, eldra fólkinu sem sér núna fram á skerðingu lífeyris og þeim fjölda skynsömu Íslendinga sem vildu safna sér dálitlum varasjóði að kaupa litla hluti í hlutafélögum og bönkum sem nú virðast vera einskis virði.

Mosi


mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hvernig er kunnátta hans Árna í ensku? Ef þetta á að vera allt bara misskilningur.

Úrsúla Jünemann, 9.10.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband