17.1.2008 | 16:28
Gamli miðbærinn
Margir hafa tjáð sig um húsafriðun að undanförnu og sitt sýnst hverjum.
Ekki er lýsingin fögur á þessum gömlu húsum sem styrinn stendur nú um, neðst á Laugaveginum. Auðvitað voru þau börn síns tíma. En hvað á að koma í staðinn? Braskarinn sem kaupir einhverja fasteign til að rífa fylgifé hennar, gömul hús, vildi helst af öllu byggja 50 hæða hús til að fá sem mest fyrir fjárfestingu sína. Sú hugmynd nær auðvitað ekki nokkurri átt sökum grenndarsjónarmiða.
Lögfræðilega hugtakið fasteign er tiltekinn flötur af yfirborði jarðar og inn að miðju hennar. Mannvirki sem eru á fasteigninni er talið fylgifé hennar eins og við höfum orðið vitni að: unnt er að rífa, flytja og jafnvel brenna þetta fylgifé fyrir hunda og manna fótum og ekkert er gert meira í því.
Vandræðin vegna þessara gömlu húsa nú er að á sínum tíma gleymdist að setja dálitla kvöð af Reykjavíkurborg um það að hús í miðbæ Reykjavíkur mætti aðeins endurgera jafnstór og þau sem fyrir eru á fasteigunum. Fyrir vikið eigum við engan ekta miðbæ þar sem húsagerð er svipuð og frá eldri tíma. Við horfum upp á gamaldags eldri virðulegar byggingar frá 18. öld við hliðina á einhverju risastóru gler og steinstepuskrímsli. Er það sem við viljum?
Um endurgerð miðbæjar Reykjavíkur þyrfti sem fyrst að hefjast umræða á hærra plani en verið hefur. Við eigum að stuðla að sem mestri varðveislu eldri húsa - þar sem það á við og að þau falli sem best inn í það umhverfi sem fyrir er.
Mosi
17.1.2008 | 16:03
Hænufet í rétta átt
Þegar Sundabrautin komst fyrst í umræðuna fyrir um aldarfjórðungi eða jafnvel fyrr, var strax rætt um að framkvæmdin væri mjög nauðsynleg en jafnframt bæði vandasöm og dýr. Miðað við þáverandi hugmyndir var rætt um að Sundabrautin yrði tilbúin ekki seinna en 2006. Nú er árið 2008 runnið upp og enn geta ekki bifreiðar né önnur ökutæki ekið eftir ekki einu sinni smákafla hennar! Svona getur blessuð pólitíkin verið, stjórnmálamenn uppteknir upp fyrir haus að lofa öðrum kjósendum hinum megin á landshorninu að byggja brú, leggja veg, grafa göng og það sem ekki má gleyma: byggja gríðarlega stíflu í óþökk tugþúsunda þjóðarinnar. Fyrir brot þeirrar miklu fjárhæð hefði verið unnt að byggja Sundabraut fyrir langt löngu.
Með samþykki borgarstjórnar um mál varðandi Sundabraut hefur málið þokast eitt hænufet, vonandi í rétta átt. Nú á eftir að rífast um það hvort eigi að grafa göng, byggja brú og kanski litlar eyjar í leiðinni. Og svo þarf allt klabbið að fara í umhverfismat og útboð. Þá er Mosi kannski dauður loksins þegar brautin er komin breið og greið. Ferli sem hefði undir venjulegum kringumstæðum tekið 2 - 3 ár í framkvæmd fyrir 20 árum, tekur kannski hálfa öld í viðbót - hið minnsta - ef fram horfir eins og fram að þessu og allri þeirri handarbaksvinnu sem við höfum verið vitni að.
Mosi
![]() |
Samþykkir Sundabraut í göngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 14:01
Forgangsverkefni?
Er forgangsverkefni íslensku ríkisstjórnarinnar að fleygja hálfum miljarði króna til að halda uppi áhöfnum erlendra stríðsflugvéla á dýrustu gistihúsum landsins meðan þeir dveljast hér fram yfir að bæta heilbrigðiskerfið og skólakerfið á Íslandi?
Við skattborgar þessa lands viljum fá betri heilbrigðisþjónustu og betri skóla. Og við viljum Sundabraut. Hernaðarþjóðirnar eiga að bera uppi sinn kostnað fyrst þeir vilja vera með þessi hlægilegu en rándýru mannalæti.
Framlög til hernaðarmála: NEI TAKK!
Mosi
![]() |
Ísland axli ábyrgð á eigin öryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 12:14
Kennarar eiga gott skilið!
Þessi frétt kemur ekki á óvart.
Kennarar á Íslandi eiga sérstakan heiður skilinn fyrir óeigingjarnt og fremur illa launað starf.
Stjórnmálamenn mættu skoða fræðslumálin betur og sama má segja um heilbrigðismálin, íslenska ríkisstjórnin sérstaklega. Meðan hálfum milljarði er fleygt vegna einhverra varnarmála sem gengur út á að halda uppi áhöfnum herflugvéla sem hingað eru að flækjast. Ríkið tekur að sér að greiða háar fjárhæðir fyrir gistingu og uppihald á bestu og dýrustu gistihúsum landsins, - minna má það ekki vera fyrir þessa herramenn! Flott forgangsmál finnst ykkur ekki? Margt væri unnt að gera fyrir þetta mikla fé í þágu fræðslu og heilbrigðismála.
Mosi
![]() |
Kennurum treyst best á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 10:17
Handvömm eða ásetningur?
Nú hlýtur að vera til öryggisafrit af þessum gögnum. Ef þeim hefur einnig verið eytt þá vaknar grunsemdir um að þetta sé ekki venjuleg handvömm og mistök, heldur ásetningur.
Bush stjórnin hefur fremur haft slæman málstað að verja þegar þetta dæmalausa stríð í Írak ber á góma. Tilefnið var ærið þokukennt svo ekki sé dýpra í árina tekið. Markmið árásarinnar voru í raun önnur en sú lögregluaðgerð sem sögð var vera ástæðan: að koma lögum yfir hermdarverkamenn. Í ljós hefur komið að það voru fyrst og fremst að tryggja hagsmuni tengdum olíu og hernaðarstefnu Bandaríkjanna. Spenna í þessum heimshluta er mjög mikil og þetta á eftir að kosta sitt.
Nánast allt hefur gengið brösulega og þetta stríð sannar enn að oft er betra heima setið en að heiman farið. Nú hafa fleiri bandarískir hermenn fallið en í þessum hræðilegu árásum haustið 2001. Og enn fleiri hafa komið til baka helsárir á sál og líkama. Þá eiga hundruð þúsunda ef ekki milljónir um sárt að binda í Írak.
Mætti þá ekki betur lesa Sturlungu sér til fróðleiks og upplýsingar. Sturla Þórðarson og fleiri rithöfundar lýsa þar hversu valdagræðgi, vopnaburður og vígaferli eru einskis virði. Betra hefði verið að Bush og félagar hans hefðu eitthvað velt fyrir sér afleiðingunum sem þeir hafa verið að ana út í.
Þeim verður ekki fyrirgefið því þeir vissu eða máttu vita hvað þeir voru að gera!
Mosi
![]() |
Tölvugögnum Hvíta hússins líklega eytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 17. janúar 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 244241
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar