Endurreisn gamla bæjarhlutans

Á undanförnum árum og jafnvel áratugum hefur mikil endurnýjun orðið í miðbæ Reykjavíkur og víðar. Allt vestan úr Grandahverfi og Örfirisey og langt inn með norðurströndinni allt að Sundahöfn og jafnvel lengra, hafa eldri borgarhlutar verið endurbyggðir. Eldri hús hafa ýmist verið rifin eða flutt, stundum með mikilli fyrirhöfn og kosta mikið. Sjálfsagt er að skilja milli nýbyggðar þar sem arkitektar og byggingafyrirtæki hafi frjálsar hendur á borð við gamla Skuggahverfið og allt inn í Laugarnes. Þar eru mjög róttækar breytingar að ekki sé dýpra tekið í árina. Þar er enn töluvert svigrúm vegna þess hve byggðin er strjálli og fasteignir (lóðir) tiltölulega stórar. Í gamla miðbænum, Þingholtunum og Grjótaþorpi gildir öðru máli. Þar eru fasteignirnar, lóðirnar mjög smáar, kannski örfáir hundruð fermetrar og götur þröngar og litlar. Þar á ekki að auka byggingamagn mikið umfram það sem fyrir er. Að reisa hótel í húsasundi er mikil skammsýni, jafnvel þó svo að fasteignin (ákveðinn fermetrafjöldi af yfirborði jarðar) nái yfir tvö lóðanúmer, t.d. Laugavegur 4 og 6. Af hverju er svo kotungslega hugsað? Mosa þætti ekki ólíklegt að Einari Benediktssyni brygði bros á vör yfir slíkri heimsku. Af hverju ekki að hugsa stærra ef nóg væri af fjármunum, fá viðtal hjá fjármálaráðherra Íslands og spyrja einfaldlega hvort húsnæði Iðnskólans í Reykjavík væri ekki falt? Það hús er mjög vel í sveit sett með feiknagott útsýni yfir borgina og langt yfir Faxaflóann til fjalla Snæfellsness, Akrafjalls, Skarðheiðarinnar og Esju. Í austri blasa fellin í Mosfellsbæ við, Hengillinn, Vífilfell, Bláfjöll og öll stærri fjöllin á Reykjanesskaganum. Þar væri unnt að breyta gömlu en vel byggðu skólahúsnæði í stórt hótel sem vegna útsýnisins yrði ábyggilega mjög vinsæll gististaður. Þar ætti að vera nægt rými fyrir hópferðabíla til að koma með farþega og sækja. Einnig vegna hinna ýmsu aðfanga og þjónustu sem fylgir hótelrekstri en í húsasundi við þröngan Laugaveg er vægast sagt mjög erfitt. Og þarna er stöðugt ónæði frá umferð og öskrandi drykkju- og eiturlyfalýð.

Gamla Iðnskólahúsið hefur að prýða 3 útilistaverk eftir einn frægasta listamann þjóðarinnar, Erró. Fyrir hálfri öld var hann með vinnustofu á efstu hæð og galt húsaleigu með þessum stórkostlegu listaverkum sem eru við tvo innganga. Við Vitastíg eru tvö listaverk sitt til hvorrar handar og þriðja listaverkið blasir við aðalinngang. Ekki eru mörg listaverk sem prýða skólahúsnæði á Íslandi.

Eldri borgarhlutinn með þröngu götunum og gömlu húsunum ber að varðveita eftir því sem tök eru á. Löng vanræksla í skipulagi þarf að fleygja fyrir róða og setja þarf kvöð fyrir því að ekki sé byggt stærra né í öðrum stíl en fyrir er. Auðmagnið á ekki að geta stjórnað för og ný hús sem minna á skrýmsli byggð í staðinn fyrir þau gömlu.

Eftir heimsstyrjöldina síðari voru borgir Þýskalands og annarra landa endurbyggðar. Sérstaklega er eftirtektarvert að í Þýskalandi var lögð sérstök áhersla að endurgera gömlu húsin eftir efnum og ástæðum. Einu sinni kom Mosi í Goethe húsið í Frankfurt. Það eyðilagðist gjrösamlega í stríðinu. Þjóðverjar gerðu sér grein fyrir því í tíma og komu öllu því undan sem unnt var að taka niður og komu fyrir á herragörðum utan við borgina. Meira að segja sýnishorn af betrekkinu var varðveitt til þess að unnt væri að endurgera húsið eftir að þessi hörmulegi hildarleikur, stríðið var afstaðið. Endurgerð þessa húss gæti verið íslenskum arkitektum góð fyrirmynd. Svo nákvæmt var eftirgerðarstarfið að meira að segja marrið í tröppum hússins er á sínum stað, rétt eins og á dögum Goethes.

Mosi


mbl.is Vill nota ágóða af sölu uppgerðra húsa til viðhalds öðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig frið?

Bush bandaríkjaforseti er sennilega einn sá stórtækasti uppvakningamaður ýmissa drauga. Ekki hefur tekist nema að litlu leyti að kveða þann draugagang niður sem þessi ólánsmaður hefur því miður vakið upp. Með stuðning bandarísku hernaðarmaskínunnar hefur hann á mjög hæpnum forsendum hafið eitt umdeildasta stríð sem háð hefur verið og ekki sér fyrir endann á. Nú boðar forseti Bandaríkjanna frið í Írak og því er eðlilegt að spyrja hvernig frið hyggst Bush koma á?

Friðarhöfðingi Hvíta hússins sér eðlilega fyrir sér frið þar sem bandarískir hagsmunir séu sem mestir. Því miður er allmikil hætta á að þetta sé eins og hver önnur óskhyggja einfeldningsins í Washington því öll vestur Asía er meira og minna risastór púðurtunna sem getur sprungið hvenær sem er. Í norður Írak eru Kúrdar sem hafa verið niðurlægðir og svívirtir í áratugi og ekki hafa þeir Bush feðgar bætt úr því. Spurning er hvort sjálfstæði Kúrda sé ekki lykillinn að varanlegum friði í þessum heimshluta, alla vega varanlegri en sá sem Bush ætlast til. Kúrdar hafa orðið fyrir loftárásum síðustu vikur og mánuði af Tyrkjum sem viðurkenna að í austur Tyrklandi séu Kúrdar einfaldlega ekki til! En þeir búa í 3 öðrum löndum og ekki eru þeir af þeim ástæðum til Tyrkja taldir!

Að koma á friði í Írak er mjög flókið og torvelt ferli sem hernaðarhagsmunir Bandaríkjamanna má ekki undir neinum kringumstæðum flækja. Þarna þarf fyrst og fremst að afvopna þá sem hafa vopn undir höndum og koma þeim aðilum sem málið varða að samningaborðinu að frumkvæði og undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Þessi mál tengjast eðlilega vandræðunum fyrir botni Miðjarðarhafsins í Ísrael og Palestínu. Þar eru gríðarlegir hagsmunir bandarísku hernaðarmaskínunnar og ekki er vitað annað en að morðtólasalar frá öðrum löndum komi þar einnig við sögu.

Því miður hefur heimurinn oft setið uppi með einfeldninga sem telja sér allar leiðir færar. Áttin til friðar er mikið torleiði og kostar mikinn tíma og fyrirhöfn. En friður til dýrðar sér sjálfum er dæmigert fyrir þann sem ekki ber vitið með sér. Slíkur friður er einskis virði, sá friður er sannkallaður gervifriður.

Mosi 


mbl.is Bush: Von vaknar á ný í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um frelsið?

Ein grundvallarstoð núverandi fjármálastefnu þess opinbera er að fyrirtækin fái sem mest frelsi og ekki megi leggja neina steina í götu þeirra. Kaupþing er fyrirtæki hvers tekjur eru h.u.b. 70% erlendar en einungis 30% af rekstri hér á landi. Eignir fyrirtækisins eru einnig að verulegu leyti erlendis. Það ber því nokkuð skökku við að aðaldriffjöður Laissez-faire efnahagsstefnunnar á Íslandi sá þrándur í götu sem verður til að fyrirtæki þetta fær eigi að haga sínum fjármálum nema dansa eftir pípu þessara meistara.

Nú hafa íslensk fyrirtæki fengið heimild Davíðs bankastjóra að skrá bókhald sitt í hvaða mynt sem er. Því er eðlilegt að eftirfarandi spurning brenni á vörum margra: Er verið að mismuna fyrirtækjunum eftir einhverjum forskriftum eða öðrum hvötum? Ef svo er þá þarf að rökstyðja betur þessa afstöðu.

Ef sú efnahagsstefna sem kennd hefur verið við Laissez-faire á að vera áfram það leiðarljós á Íslandi, þá á ekki undir neinum ástæðum að leggja hömlur á fyrirtæki hvort þau vilja færa og skrá bókhald sitt í íslenskum, dönskum, norskum eða sænskum krónum, enskum pundum, evrópskum evrum, áströlskum, bandarískum eða kanadískum dollurum, yenum eða rússneskum rúblum. Á það ekki markaðurinn sem á að ráða fremur en einhver bankamaður sem ekki hefur alltaf haft rétt fyrir sér? Seðlabankinn á ekki að hafa forræðishyggju í efnahagsmálum meira en nauðsynlegt er og hollt fyrir Íslendinga.

Mosi 


mbl.is Seðlabanki andvígur evrubókhaldi fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að gera við slagsmálaskrílinn?

Fyrir mörgum var það visst sport hjá sumum að abbast upp á lögregluna. Það var á þeim tíma sem á lögregluna var litið fremur sem valdtæki í höndum framkvæmdavaldsins. Þetta var e.t.v. áhrif vegna átakanna t.d. í Hvítastríðinu milli Ólafs Friðrikssonar ritstjóra Alþýðublaðsins og valdsmanna, Gúttóslagsins í nóv. 1932 og hasarinn við inngöngu í Nató 30. mars 1949.

Þessir tímar eru löngu liðnir og eiga vonandi aldrei aftur að koma upp. Fámennir hópar ungra manna eru með uppivöðslu og grípa til slagsmála. Hvers vegna? Lögreglan er í dag fyrst og fremst þjónustustofnun sem veitir alþýðu aðstoð auk þess að halda uppi lögum og reglu. Hún er einnig öryggistæki að verja borgarana gegn ólögmætum aðgerðum hvernig svo sem þær kunna að vera. En ef út af bregður þá ber yfirmaður lögreglunnar ábyrgð ef um það er að ræða.

Fyrir um 60 árum lagði velkunnugur vel menntaður borgari það til að komið yrði upp búrí á Lækjartorgi í Reykjavík. Í búrið skyldu settir uppivöðsluseggir, „óargadýr götunnar“ og hafa þá til sýnis eins og apaketti í búrum stórborganna. Þangað ætti að stinga inn alla rúðubrjóta, þá sem rífa upp blóm og tré, slagsmálahunda og alla þá sem sýna konum ofbeldi. 

Mosi vill eindregið hvetja sem flesta að lesa sér til fróðleiks þessar hugmyndir sem lesa má í ritinu: Í gróandanum eftir Kristján Albertsson sem kom út að forlagi Helgafells sama ár og Halldór Laxness fékk Nóbelinn. Þessa ágætu velrituðu bók má fá léða á öllum betri bókasöfnum landsins sem og í fornbókaverslunum. 

Kannski mætti draga þessa hugmynd aftur fram í dagsljósið og e.t.v. mætti útfæra hana e-ð öðruvísi þannig að þeim ofstopafullu „öðrum óguðlegum skálkum til viðvörunar“ eins og gjarnan dómar fyrri tíma voru rökstuddir.

Mosi 


mbl.is Veittust að lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 244241

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband