Færsluflokkur: Bloggar
17.10.2008 | 12:13
Svona fara peningarnir okkar
Skelfilegt er að horfa upp á þetta hverning eignir okkar í útlöndum nánast gufa upp. Þegar aðeins SEK 60 milljónir fást fyrir fjárfestingu sem var SEK 425 milljónir fyrir nokkrum sér hver heilvita maður hvert stefnir. Þetta eru um 13-14% af upphaflegu fjárfestingunni og eru vextir á tímanum ekki reiknaðir með. Flestum íslenskum bændum hefði þetta þótt mjög lélegar heimtur af fjalli.
Auðvelt er fyrir sænska skattgreiðendur og sænsk fyrirtæki að efna til einhvers hjálparstarfs til handa Íslendingum vegna efnahagslegra hamfara Gordons Brown hér á landi með því að senda hluta af þessum skyndigróða.
Mosi
Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 19:00
Gordon Brown brýtur gegn þjóðarrétti og sjálfstæði smáþjóðar
Lögleysa forsætisráðherra Breta virðist ganga út á það að nú ætlar Gordon Brown að svelta Íslendinga til hlýðni. Kúgun hans á hendur okkur á sér fá fordæmi og verður sennilega að líta á tilburði einræðisherra fyrri tíma að finna einhverjar hliðstæður.
Brambolt Gordons Brown er gjörsamlega úr takti við alla skynsemi og brýtur gegn þjóðarrétti og sjálfstæði smáþjóðar. Kæra þarf forsætisráðherra Breta fyrir þessa lögleysu!
Nú eigum við Íslendingar að leggjast á að kynna málstað okkar en þó svo að nokkrir íslenskir mislukkaðir athafnamenn hafi látið vaða á súðum í fjárglæfrum, þá skulum við minnast þess að eftirlit Breta sjálfra á fjármálaumsvifum erlendra banka á Bretlandi hefur greinilega einnig mistekist og þeir glutrað niður samningsstöðu sinni.
Fiskútflytjendur og aðrir hagsmunaaðilar þurfa greinilega að beina greiðslum sínum framhjá þessu voðalega landi Bretlandi meðan þetta umdeilda og með öllu siðlausa ástand varir.
Baráttukveðjur
Mosi
Greiðslur stöðvaðar á leið til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2008 | 18:43
Hryðjuverkahnútur Gordons Brown
Eldri drengurinn okkar er að hefja framhaldsnám í Þýskalandi. Eftir BS nám við Verkfræðideild Háskóla Íslands starfaði hann t ár á verkfræðistofu til að afla tekna fyrir nám sitt. Hann útvegaði sér herbergi skammt frá háskólanum í Karlsruhe. Þegar sá sem hafði íbúðina til ráðstöfunar frétti að Íslendingur ætti hlut að máli var honum úthýst. Viðkomandi var nefnilega í Bretlandi uppfullur af nýja sannleikanum Gordons Brown. Það er virkilega ámæliosvert að missa herbergi vegna þjóðernis síns. Hann hefur útvegað sér annað herbergi sem kostar hann tæplega 100 evrum meira á mánuði.
Minn betri partur hefur einig ritað um þetta: http://ursula.blog.is/blog/ursula/entry/674924/
Dýr verður Gordon Brown okkur Íslendingum og óskandi ná góðir lögfræðingar einhverjum ásættanlegum árangri gegn siðlausum lögleysum þessa voðalega forsætisráðherra Breta sem bitna harðast á saklausu fólki.
Mosi
Hryðjuverkalögin skemma fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 14:19
Hvar eru bresku innistæður Landsbankans?
Veðmál eru algeng og vinsæl í Bretlandi. Þar eru sennilega einna flestir braskarar samankomnir ef marka má fréttir þaðan. Þessi groddalega yfirlýsing Gordon Brown gagnvart Íslendingum um að íslenski ríkiskassinn sé gjaldþrota á ábyggilega eftir að draga lengi dilk á eftir sér. Aumingja maðurinn hefur látið skapið hlaupa með sig í gönur og því er allt fjármálakerfi milli Grænlands og Skotlands í miklu uppnámi. Braskarar virðast hafa hópast hingað með troðfullar stresstöskur af erlendum gjaldeyri í trausti þess að komast yfir íslenska banka og fyrirtæki. Því miður hafa margir glapist að selja hlutabréf á tombóluverði og því hefur vísitala þeirra hrapað nmiður úr öllu valdi. Sennilega er hrapið orðiðmeira en í Wall Street Nýju Jórvík í okt. 1929. Nú hefur t.d. Eimskip fallið um nær 99% og er það mjög dapurlegt enda var það lengi vel eitt af styrkustu hlutafélögum landsins.
Hvar eru bresku innistæður Landsbankans?
Spurning er hvar eru allar þessar himinháu bankainnistæður í útibúum Landsbankans í Bretlandi niðurkomnar? Skyldi vera möguleiki að þær séu að einhverju leyti komnar í hendurnar á brasklýðnum sem nú hópast tugum ef ekki hundruðum saman til Íslands?
Fjármálaeftirlitið var því miður sofandi á verðinum. Spurning er hvort á þeim bæ séu ekki allir löngu sofnaðir af ofþreytu og geti því vart fylgst gjörla með hvað nú er á seyði?
Mosi
Ríkisendurskoðun Breta átti fé á íslenskum reikningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2008 | 14:05
Gamla merki Eimskipafélagsins Þórshamarinn upp!
Þegar Eimskipafélagið var stofnað var ákveðið að leita langt aftur í aldir að finn táknrænt merki fyrir félagið. Fyrir valinu var ævafornt tákn, Swastika, sem rekja má aftur í aldir til forn Indverja. Norræna heitið var Þórshamar og var tákn germanskrar menningararfleifðar og táknaði bjarta og góða framtíð. Þetta tákn var til í ýmsum myndum en sennilega átti þjóðernisflokkurinn þýski meginþáttinn í að gera tákn þetta óalandi og óferjandi meðal þjóða heims. Þýsku nasistunum yfirsást að útfærsla þeirra hafði enga táknræna merkingu nema þeirra eigin enda breyttu þeir tákninu á nokkuð róttækan hátt. Hið forna tákn er kross láréttur og lóðréttur með stuttum örmum. Nasistarnir framlengdu örmunum og hölluðu tákninu um 45 gráður. Það merki hafði enga merkingu efir hinni gömlu indversku speki og því varð þeim ekki kápan úr því klæðinu.
Er ekki kominn tími kominn að leiðrétta miskilninginn?
Meðan Eimskipafélagið flaggaði gamla Þórshamrinum gekk því mjög vel. Eftir að nýja stílfærða E merkið var tekið upp hefur gengið á ýmsu hjá félaginu. Fyrir ári var gengið meira en fertugfalt nafnvirði en nú er það einungis lítið brot úr nafnverði.
Það er því spurning hvort ekki ætti að taka upp gamla góða merkið og flagga því jafnhliða íslenska fánanum til að sýna samstöðu okkar og að við íslendingar erum ekki tilbúnir að gefast upp þrátt fyrir að braskaralýður vilji komast ódýrt yfir eignir bankana okkar eftir að breskur misvitur forsætisráðherra hefur valdið okkur meira tjóni á ögurstund en við öfum setið uppi með á einni öld! Við höfum engu að tapa en allt að vinna og við eigum ekki að láta hugfallast þó í augnablikinu blási kröftuglega á móti frá Downingstræti 10 í Lúndúnum.
Mosi
Eimskip flaggar íslenska fánanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2008 | 23:24
Napóléon og Davíð Oddsson
Þegar Napóléon missti völd í Frakklandi eftir stormasama stjórnartíð var hann sendur til eyjarinnar Elbu. Þangað fóru nánustu vinir hans. Þegar sigurvegurunum kom ekki almennilega saman, lét Napóléon húskarla sína róa með sig í land. Brátt safnaðist að honum leifarnar af franska stjórnarhernum og hyllti fornan foringja sinn. Svo fór að Napóléon varð undan að síga og var handtekinn af Bretum. Ekki tóku Bretar neina áhættu að eiga von á að Napóleon hæfist enn á ný til valda. Tóku þeir til ráðs eins og kunnugt er að senda herskip með hann til einnar þeirrar einangruðustu eyju sem fyrir finnst á jörðinni, St. Helena á suður Atlantshafi.
Nú höfum við Íslendingar setið uppi með nokkurs konar Napóléon. Hann hefur ráðið nánast öllu sem lífsanda dregur á Íslandi og þykir mörgum orðið valdagleði hans enn vera nokkur.
Spurning er hvort ekki verði að gera hann sem næst valdalausan með því að koma honum fyrir á einhverri eyju. Spurning er hvort einhver eyja innan íslensku landhelginnar myndi ekki duga? Á Breiðafirði eru hátt í 3.000 eyjar og sker. Þar mætti koma kappanum fyrir þar sem hann gæti dundað sér við ásamt tryggustu vinum sínum að kljúfa rekavið á vetrum en sinna hrognkelsaveiðum og æðarvarpi á vorin? Varla gæti hann orðið samfélaginu meira að tjóni þar en í Seðlabankanum. Og sjálfsagt gætu nánustu og dyggustu vinir hans fylgt honum í útlegðina, Hannes Hólmsteinn og Kjartan Gunnarsson. Hvort eyjan heitir Hrappsey, Stagley eða Svefneyjar ætti einu að gilda. Þá má einnig huga að Rauðasandi þar sem Kjartan hefur lagt undir veraldlegt veldi sitt og væri það ágætur kostur ef um semst. En ekki væri vænlegt að setja hann niður í Flatey enda myndi byggð þar sennilega að mestu leyti leggjast af við nálægð slíks stórveldis sem Davíð er. Það má ekki verða.
Mosi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2008 | 23:02
Oft hafa Bretar farið í umdeildar herferðir
Öll mannkynssagan greinir frá umdeildum herferðum sem margar hverjar hafa endað með skelfingu. Bresk heimsvaldastefna er þar engin undantekning og er víða greint frá herferðum sem Bretar hafa tekið þá í og átt frumkvæði að sumum þeirra. Sumar þessara herferða hafa endað með hræðilegum afleiðingum. Þekkt er þegar þeir hugðust kúga gömlu nýlendurnar sínar 13 sem síðar varð stofninn að Bandaríkjum Norður Ameríku. Þá gripu Ameríkumenn til þess að lýsa yfir sjálfstæði sínu. Þjóðfáni þeirra um tíma var mynd af snák og á fánanum voru skýr skilaboð til Breta: Don´t tread on me!
Öll 19. öldin ber Bretum ekki sérstaklega vel söguna þó svo þeir hafi að jafnaði haft betur. Opíumstríðið svonefnda gegn Kínverjum 1840 var þeim t.d. ekki sérstaklega til framdráttar. Það var mikil hneysa að þjóð sem annars telur sig vera siðmenntaða hafi kappkostað að gera aðra þjóð háða eiturlyfjum. Rétt upp úr miðri öldinni fengu þeir Frakka til liðs við sig og hófu nú árásarstríð á hendur Rússum. Það stríð var kennt við Krím og átti að koma í veg fyrir að Rússar hefðu almennilegan aðgang að sjó! Ekki var aðeins barist á Svartahafi við Krím heldur var sameiginleg flotadeild einnig send suður fyrir Afríku og austur til Kamtsjatka. Þar hugðust Bretar og Frakkar ná Petropavlosk, höfuðstað Kamtsjatka með áhlaupi. Rússum vegnaði betur í þessu stríði og varð hlutur Breta í þessari grafalvarlegu deilu allt að því broslegur.
Kunnugt er hvernig Bretar komu fram við Indverja þegar þeir voru kúgaðir með harðri hendi. Uppreisnarmenn voru bundnir framan við fallstykkin og síðan var hleypt af! Sennilega einhverjar ógeðslegustu aftökur sem unnt er að láta sér detta í hug. Einnig brugðust þeir einkennilega við Búum í Suður Afríku, hollenskum innflytjendum undir lok 19. aldar. Stefán G. Stefánsson skagfirskt skáld orkti mikið og gott kvæði vestur í Klettafjöllum þar sem hann lýsti samúð með Búum. Það olli mikilli tortryggni gagnvart skáldinu sem var fyrst og fremst skáld sem þráði frið og vildi leggja öðrum liðsinni. Og það var frá dögum þessarar styrjaldar sem fallstykkin voru flutt til Íslands og komið fyrir á örsmáu varðskipunum okkar. Þessar fallbyssur dugðu þó okkur alveg prýðilega þangað til hvergi í veröldinni fékkst skotfæri í þessar fornu byssur. Vonandi þurfa Íslendingar aldrei að þurfa að beita nokkru vopni gegn annarri þjóð enda er betra að hafa slík varhugaverð tól og tæki ekki fyrir framan óvita.
Við Íslendingar höfum yfirleitt átt mjög góð samskipti við breska valdsmenn. Þeir börðu þó niður eina innlenda kónginn sem hafði gert friðsamlega byltingu gegn dönskum yfirráðum. Fyrir Bretum vakti, að verslunarhagsmunir á Eystrasalti voru þeim verðmætari en að halda Íslandi og því vildu þeir viðhalda dönsku valdi yfir Íslandi. Við nutum góðra verslunartenglsa við Breta eftir að verslun var gefin frjáls 1854. Þá voru tekin upp vöruskipti þar sem við fluttum út fisk og landbúnaðarvörur einkum lifandi hesta og sauðfé. Hestarnir voru látnir erfiða í breskum kolanámum eftir að þeir höfðu verið augnstungnir. Sjaldan áttu þeir von á að komast lifandi úr þessum skelfilegu dimmu og skítugu námum enda voru þeir útjaskaðir af erfiði uns þeir duttu dauðir niður. Við íslendingar fengum einkum ýmsar þungavörur frá Bretum, iðnaðarvörur einkum járnvörur, kol og salt. T.d. fengum við bárujárn til húsbygginga upp úr 1860. Það varð eitt mikilvægasta byggingarefnið ásamt timbri og síðar sementi.
Nú er sú staða að samband Breta við Ísland hefur kólnað allhrikalega vegna alltof harkalegra aðgerða breska forsætisráðherrans fyrir nokkru. Íslendingar eiga inni afsökunarbeiðni hjá honum og bætur fyrir allt það mikla tjón sem hann hefur valdið. Gordon Brown er sennilega einn sá fljótfærnasti forsætisráðherra sögunnar sem lýsir yfir gjaldþroti heillrar þjóðar án þess að hafa kynnt sér málin almennilega.
Hvers eiga þeir að gjalda sem ekkert eiga með bankana að gera? Af hverju þurfa íslenskir námsmenn erlendis að gjalda fyrir að vera Íslendingar? Eldri sonur minn sem hafði fengið herbergi skammt frá háskólanum í Karlsruhe í Suður Þýskalandi var allt í einu úthýst af því að einhver sem var aðalleigjandi íbúðarinnar hafði brugðið sér til Englands í vikunni þegar þessi óskögp gengu yfir. Sonur minn varð að gjalda fyrir þjóðerni sitt: við getum ekki leigt Íslending og Ísland er gjaldþrota! Miklar umræður urðu og þær harðar. Strákur varð að fara öðru sinni af stað og finna sér annað herbergi í stað þess sem hann missti vegna þessara atvika. Hann fékk loksins eitt laust herbergi eftir að hafa farið bónveg en það kostar nær 100 evrum á mánuði meira en það sem hann hafði áður fengið. Svona getur þessi herferð Mister Gordons Brown á hendur Íslendingum reynst okkur Íslendingum dýrkeypt víða um heim.
Þá er mjög einkennilegt að friðsamir fiskútflytjendur fái ekki greiðslur sínar til skila. Allt er þetta gert með tilvísun í einhver bresk hermdarverkalög eins og sjálfsagt sé að beita þeim hvursdags. Ef til vill þessi lög séu vel samin og því góðra gjalda verð. En góðir embættismenn eru betri en góð lög. Á Bretlandi eru margir góðir embættismenn en auðvitað verða limirnir að dansa eftir höfðinu. Óhætt má segja að verri forsætisráðherra en Gordon Brown er vart unnt að hugsa sér með hliðsjón af þessu alvarlega axarskafti. Sjálfsagt er að vorkenna Bretum fyrir að sitja uppi með annan eins skussa og hann reynist vera.
Herferð Gordons Brown gegn Íslendingum er eins og hver annar vanhugsaður hrekkur. Hefði hann beint reiði sinni fyrst og fremst gegn íslenskum fjárglæframönnum þá hefði hann verið fyllilega í fullum rétti. En að láta heila þjóð gjalda fyrir vanhugsaðar fjárfestingar nokkurra manna, það er ekki réttlætanlegt.
Vonandi verður Gordon Brown látinn gjalda rækilega fyrir alvarleg afglöp sín.
Mosi
Ummæli FT borin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.10.2008 | 10:26
Saga Íslands 2008 og 1808
Þó Gordon Brown sé með óvinsælli mönnum á Íslandi um þessar mundir þá eru viðbrögð hans að mörgu leyti skiljanleg. Okkar forystumenn í fjármálum geystust af stað án þess að hafa vaðið fyrir neðan sig. Varkárni er mikilvæg hvort sem er verið að aka bíl eða stjórna bankastarfsemi. Að reka banka erlendis kostar auk þess aukinnar aðgæslu og þar sem þess var ekki gætt þá fór sem fór.
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur metur tjón hvers Íslendings á 10 milljónir. Fyrir vísitölufjölskylduna er um að ræða þokkalega íbúð. Þetta er gríðarlegt tjón.
Nú þarf að fá Breta til að létta á þessum hreðjatökum sem þeir hafa á fjármálum Íslendinga. Hvar eru allar þessar himinháu innistæður? Þær hljóta að liggja einhvers staðar.
Mikilsverðast er að fá greiðslur heim fyrir seldan fisk og aðrar vörur og þjónustu. Þessar greiðslur eru ekki í eigu hinna föllnu banka heldur einungis í vörslum þeirra. Við þurfum að hefja þegar eðlileg viðskipti við aðrar þjóðir og til þess þurfum við að endurheimta fjárforræði.
Þess má geta að 1808 var ríkiskassinn íslenski rændur af breskum víkingum. Átti sir Josep Banks meginþáttinn í að leysa þessi mál. Nú er spurningin hver skyldi eiga meiginþáttinn að þessu sinni meðal breskra ráðamanna að leysa þann hnút sem nú hefur verið bundinn?
Mosi
Staða Brown styrkist mjög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 15:21
Er tölvupóstur og faxtæki óvirk í Stjórnarráðinu?
Dapurlegt er að heyra að tónlistin er farin á líða fyrir fjármálaóreiðuna á Íslandi. Skiljanlegt er að japanskir aðilar sem hlut eiga að þessari heimsókn íslensku sinfóníhljómsveitarinnar hafi efasemdir um að fjárhagslega gangi ferðalag þetta upp.
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ríkisstjórnin íslenska hefur lítt haft sig í frammi á undanförnum vikum að útskýra betur málstað Íslendinga á erlendri grund. Telja má fullvíst að breski forsætisráðherrann hafi valdið Íslendingum meira tjóni vegna þess að íslenska ríkisstjórnin gerði nánast ekki nokkurn skapaðan hlut að gæta íslenskra hagsmuna. Nánast öllu hefur verið glutrað niður af handvömm og sinnuleysi.
Þegar þorskastríðið sem hófst 1. september 1972, var mikil starfsemi á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar til að skýra íslensk sjónarmið. Gerður var út sérstakur blaðafulltrúi sem var mjög ötull að halda blaðamannafundi að útskýra og fylgja eftir sjónarmiðum Íslendinga. Hugur Íslendinga gagnvart breska ofbeldinu varð sögufrægt. Erlendir blaðamenn, ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn voru um borð í varðskipunum og mátti sjá hvernig þessi friðelskandi þjóð Bretar komu fram gagnvart smáríki. Eftir að bresk freigáta hafð siglt á íslenskt varðskip var gríðarfjölmennur mótmælafundur á Lækjartorgi. Í framhaldi af fundinum fóru fjölmargir að bústað breska sendiherrans og var nánast hver einasta rúða mölvuð í spað. Það var að vísu ekki til eftirbreytni né fyrirmyndar en sýndi hversu hugurinn var þungur gagnvart ofbeldisverkum Breta.
Nú virðast vera sá háttur á í Stjórnarráðinu að þar séu hálfgerðar gungur og bleyður sem eiga að verja íslenska hagsmuni og stjórna þessum upplýsingamálum. Gjaldið er fall stærsta bankans okkar með skelfilegum afleiðingum sem ekki var á bætandi. Og núna virðast vera óyfirstíganlegir erfiðleikar að sinfóníuhljómsveitin okkar fari í dálítið ferðalag.
Í dag er mun auðveldara og ódýrara að koma fréttum á framfæri hjá fréttaveitum heimsins en var 1972. Nú dugar að senda tölvupóst eða fax til viðkomandi sem málið varðar.
Kannski tæknin að senda tölvupóst og fax sé óvirk í Stjórnarráðinu.
Mosi
Vilja ekki íslensku sinfóníuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 14:34
Eru þetta traustvekjandi vinnubrögð hr. Davíð Oddsson?
Því miður voru þeir sem stýrðu bankanum af þessari dæmalausu braskara kynslóð sem valdiðhafa gríðarlegu tjóni með ævintýramennsku. Aðferð þeirra var þessi: Fengið var lán í banka og keypt fyrir lánsféð hlutabréf sem aftur var veðsett fyrir öðru hærra láni. Þannig gekk þetta koll af kolli uns braskarinn hafði tugi, hundruði milljóna og jafnvel milljarða umleikis án þess að eiga nokkurn hlut sjálfur. Þessir menn smeygðu sér inn í stjórnir fjölmargra fyrirtækja með atkvæðamagni því sem gervihlutafé þeirra stóð að baki. Þessir karlar skrúfuðu upp bankakerfið þannig að tekin voru erlend skammtímalán á mjög lágum vöxtum t.d. frá Japan og endurlánuð á háum vöxtum til íbúða- og neyslulána á Íslandi, ekki aðeins til að kaupa stærri og betri íbúðir heldur einnig dýrindis jeppa og annan lúxusvarning. En á bak við öll þessi veð voru nær eingöngu hlutabréf í fyrirtækjum sem hríðfalla eins og snjóflóð niður bratta fjallshlíð. Engin verðmæti, haldbær veð né sjálfskuldaábyrgðir voru að baki þessum hrikalegu lánum. Ekkert, nákvæmlega ekkert kemur til baka. Bankakerfið hins vegar lagði okurvexti á þá sem voru að fá lán til kaupa á íðbúðahúsnæðis.
Til að bæta gráu ofan á svart var bindiskylda bankanna nánast strikuð út um það leyti sem Búnaðarbankinn og Landsbankinn voru einkavæddir. Það var eins og Sjálfstæðisflokkurinn teldi það vera þessum nýja braskarahóp til trafala að vera með svona hégóma. Eftirlit með bönkunum og fjármálum þeirra hefur einnig verið í skötulíki. Þess má geta, að Fjármálaeftirlitið birti 14.ágúst s.l. á heimasíðu sinni http://www.fme.is/ niðurstöðu um álagsprófun á þeim bönkum sem 6 vikum síðar eða um mánaðarmótin september-október eru komnir í þrot. Eru þetta traustvekjandi vinnubrögð hr. Davíð Oddsson?
Í rekstri fyrirtækis er ekki það mikilvægasta að sýna fram á skjótfenginn gróða sem er nokkrum mánuðum seinna gjörsamlega horfinn og margt meira umfram það. Fyrir eigendur fyrirtækja og þ. á m. íslensku bankanna er mikilvægt að vita nokkurn veginn hvernig fyrirtækið sé rekið næstu áratugina en ekki frá degi til dags.
Endurreisn Kaupþings er mikilvæg
Mjög æskilegt er að takist að finna hagkvæma leið að endurreisa Kaupþing banka. Hagsmunir okkar allra sem eru aðilar að þeim lífeyrissjóðum sem áttu umtalsverðan hlut í banka þessum eru umtalsverðir. Þeir fjármunir sem lagðir voru til kaupa á hlutabréfum eru beinharðir peningar rétt eins okkar sem vörðu sparifé okkar einnig að kaupa örfá hlutabréf og að eignast hlut í bankanum á undanförnum misserum og jafnvel áratugum.
Einnig er mikilvægt að þeir braskarar sem valdið hafa okkur svo miklum erfiðleikum, komi ekki að þessu endurreisnarstarfi. Rannsaka þarf þátt þeirra í hverju hugsanleg efnahagsbrot þeirra er fólgin m.a. hvernig þeir hafa komist upp með afla sér mjög mikils umtalsverðs fjár með vísvitandi blekkingum og hvernig þeir hafa arðrænt starfsemina sem þeim hefur verið treyst fyrir.
Mosi
Vill lífeyrissjóði í Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243413
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar