Hvar eru bresku innistæður Landsbankans?

Veðmál eru algeng og vinsæl í Bretlandi. Þar eru sennilega einna flestir braskarar samankomnir ef marka má fréttir þaðan. Þessi groddalega yfirlýsing Gordon Brown gagnvart Íslendingum um að íslenski ríkiskassinn sé gjaldþrota á ábyggilega eftir að draga lengi dilk á eftir sér. Aumingja maðurinn hefur látið skapið hlaupa með sig í gönur og því er allt fjármálakerfi milli Grænlands og Skotlands í miklu uppnámi. Braskarar virðast hafa hópast hingað með troðfullar stresstöskur af erlendum gjaldeyri í trausti þess að komast yfir íslenska banka og fyrirtæki. Því miður hafa margir glapist að selja hlutabréf á tombóluverði og því hefur vísitala þeirra hrapað nmiður úr öllu valdi. Sennilega er hrapið orðiðmeira en í Wall Street Nýju Jórvík í okt. 1929. Nú hefur t.d. Eimskip fallið um nær 99% og er það mjög dapurlegt enda var það lengi vel eitt af styrkustu hlutafélögum landsins.

Hvar eru bresku innistæður Landsbankans?

Spurning er hvar eru allar þessar himinháu bankainnistæður í útibúum Landsbankans í Bretlandi niðurkomnar? Skyldi vera möguleiki að þær séu að einhverju leyti komnar í hendurnar á brasklýðnum sem nú hópast tugum ef ekki hundruðum saman til Íslands?

Fjármálaeftirlitið var því miður sofandi á verðinum. Spurning er hvort á þeim bæ séu ekki allir löngu sofnaðir af ofþreytu og geti því vart fylgst gjörla með hvað nú er á seyði?

Mosi


mbl.is Ríkisendurskoðun Breta átti fé á íslenskum reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég spyr líka. Hvar eru innistæðurnar (peningarnir)

Lánaðir einhverjum? Og þá hverjum?

Bretum?

Eða til einhvers annars lands. Ef svo er þá þarf að borga skuldir jafnvel þó um yfirtekinn banka er að ræða. allavega mun ég þurfa þess.

Svo Þessir peningar eru einhversstaðar.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:47

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Allar færslur ættu að vera tryggilega varðveittar á tölvutæku formi og ætti að vera unnt að rekja þær.

Sem ósköp venjulegur leikmaður á sviði efnhagsmála þá þætti mér einkennilegt ef stórar fúlgur hverfa úr bönkum án nokkurra skýringa. Innistæðurnar hljóta að liggja einhvers staðar nema þeim hafi verið komið undan.

Þessi tímafreka og torvelda vinna bíður sérfræðinga á sviði efnahagsbrotadeilda Scotland Yard og íslensku lögreglunnar. Vonandi fæst einhver botn í þetta einkennilega mál.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.10.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband