Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
10.4.2014 | 23:01
Forræðishyggja forsetans
Ekki skil eg neitt í Ólafi Ragnari öllu lengur.
Sú var tíðin að hann var kosinn sem forseti af fólkinu. Nú er hann orðinn forseti valdsins og vill taka ákvarðanir án þess að þjóðin sé fyrst spurð.
Nú hafa hátt í 60.000 Íslendingar óskað eftir því með undirskrift sinni að kosið verði um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Í mínum hug er fáni Evrópusambandsins mikilvægt tákn um mannréttindi og frelsi einstaklingsins, samfélagslegt öryggi, samstöðu og vonar um betri framtíð, auk stöðugleika og betri fjármálastjórnunar.
Kannski Ólafur Ragnar sé á móti öllu þessu öllu en vilji fremur gera hosur sínar grænar fyrir Pútín, valdhafanum í Kreml sem vill stefna að auknum völdum og jafnvel kúgun nágrannaríkja Rússa.
Einu sinni var eg mikill aðdáandi ÓRG. Mér finnst hann hafa misstigið sig illa og orðið að hálfgerðum draug í íslenskum stjórnmálum. Hann gerði allt til að koma í veg fyrir að hér gæti þróast sósíaldemókratískt þjóðfélag eins og á hinum Norðurlöndunum með því að verða valdatæki afturhaldsaflanna í höndum SDG og hans fylgifiska.
Pútín vildi ekki ræða við Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.4.2014 | 19:51
Skynsamleg ákvörðun
Þegar Norðmenn hófu að senda okkur Íslendingum jólatré 1951 var Ísland nánast skóglaust land. Frá miðri síðustu öld hefur verið plantað trjáplöntum í hátt í 50.000 hektara lands eða um 500 km2. Og vöxtur grenitrjáa af erlendum uppruna hefur verið með ólíkindum, vöxtur hér á landi gefur vextinum í upprunalandinu lítið eftir.
Í dag eru víða tré komin í 25 metra hæð og dæmi um jafnvel meiri vöxt. Ísland er í barrskógabeltinu þar sem vöxturinn fer eftir ýmsum náttúrulegum aðstæðum, úrkomu, hita, vindum, birtu og jarðvegi. Og víða þarf að grisja, við eigum víða góð torgtré og það kostar ekki nema brot af kosnaðinum að koma jólatré alla leið frá Skandinavíu. Og ekki má gleyma að með óþarfa innflutningi jólatrjáa er alltaf mikil hætta af innflutningi óæskilegra fylgifiska skaðleg skordýr sem auka álag á varnarmátt ungskóganna okkar.
Norðmenn vilja breyta jólagjöfinni eða öllu heldur jólatrénu. Þeir vilja bæta okkur þetta með aukinni menningu og því ber að fagna.
Noðmenn hafa mjög góða og fjölbreytta menningu bæði á sviði bókmennta, tónlistar og fleiri lista. Eg fagna því að fá meira að heyra og sjá frá því góða og fagra landi Noregi.
Íslendingar fá ekki fleiri jólatré | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2014 | 19:25
Háll sem áll
Einn af þeim kynlegu kvistum sem hingað komu að afla fanga var braskarinn Róbert Tchenguiz. Þessi maður er gjörsamlega ómeðvitðaur um siðferði í viðskiptum. Í hans augum er gróðahyggjan það æðsta sem hver borgari á að temja sér.
Þessi karl féfletti hlutabréfaeigendur, blekkti stjórnendur Kaupþings banka og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið er hann skrifaður fyrir 46% af öllum útlánum bankans! Svo virðist sem allt það mikla fé innheimtist aldrei.
Vonandi hafa Íslendingar eitthvað lært af viðskitum sinum við siðlausa braskara.
Robert Tchenguiz hrellir kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2014 | 18:31
Hvað er að marka þessa æsingakonu?
Vigdís Hauksdóttir hefur gerst fræg með endemum fyrir glannalegar yfirlýsingar, upphlaup og að auglýsa hversu hún er grunnhyggin. Þegar kemur að grafalvarlegum málum setur hvern varkáran mann og konu hljóða þegar Vigdís þessi Haukgsdóttir tekur til máls. Fáir skilja sjónarmið hennar og enn færri eru samþykkir þeim. Þessi kona hefur með ruddalegri framkomu sinni gegnum árin komið því til að ekkert er að marka hana enda er hún alls ekki tilbúin að setjast niður og skoða mikilvæg mál með einhverri skynsemi og yfirvegun í huga.
Það er með öllu óskiljanlegt hve kjósendur Framsóknarflokksins velja sem þingmenn. Kannski þann versta fyrst sá næstbesti fékkst ekki?
Og við öll þjóðin sitjum uppi með skussana!
Skýrsla óþekkta embættismannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2014 | 01:01
Gott hjá Steingrími - fleiri mættu taka hann sem fyrirmynd
Eiginlega er ekkert fyrir Steingrím að skammast fyrir. Hann gerði ekkert rangt, kannski hefði mátt ganga lengra að inna núverandi forsætisráðherra hvernig hann ætli sér að efna kosningaloforðin!
Sigmundur kvað engan vanda að fjármagna kosningaloforðin. Leggja ætti ofurskatt á bankana og braskarana sem keyptu kröfurnar á lágmarksverði. Nú á að láta ríkissjóð borga og þá með almennu skattfé. Hvers vegna ekki að skattleggja braskarana? Eru þeir gegnir í Framsóknarflokkinn eða greitt fúlgur í kosningasjóð flokksins, eða Sigmundi prívat og persónulega?
Sigmundur virðist ekki vita neitt um siðleysi. Þegar hann talar um að matvælaskortur sé yfirvofandi í heiminum vegna loftslagsbreytinga fagnar hann því þar sem matvæli hækki í verði og þá verði hægt að framleiða meira hér á landi til að græða á ástandinu. Og um hvalveiðar vill hann steyta hnefanum framaní bandaríkjaforseta og náttúruverndarfólk. Þvílík hræsni! Og þetta er svonefndur forsætisráðherra.
Hann er ekki forsætisráðherra þjóðarinnar. Sigmundur Davíð er forsætisráðherra þröngsýnnar valdaklíku braskara og gróðamanna!
Steingrímur baðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2014 | 08:47
Á að storka BNA og umheiminum?
Hvalveiðar hafa lengi þótt umdeildar. Helsta ástæðan er sú að dráp þeirra er mjög tímafrekt og veldur sláturdýrunum miklum og langvarandi sársauka. Í dag þykir vera af siðferðislegum ástæðum nauðsynlegt að stytta kvalir sláturdýra á dauðastund þeirra sem allra mest þannig að dauði dýrsins taki sem stystan tíma, helst að sé einungis örskotsstund. Dauðastríð hvala getur varið jafnvel klukkustundum saman þrátt fyrir sprengiskutul og áþekkra drápstækja.
Önnur ástæða er að margar tegundir hvala eru í mikillri útrýmingarhættu eins og sléttbaks sem var nánast gjöreyddur fyrir ströndum Íslands um aldamótin 1900.
Það var ekki mikil fyrirhyggja Einars Guðfinnssonar sem sjávarútvegsráðherra í janúar 2009 að veita á eigin spýtur leyfi fyrir hvalveiðum. Hann bar þessa ákvörðun sína ekki undir neina hagsmunaaðila nema eins manns sem hefur haft óslökkvandi áhuga fyrir áframhaldandi hvalveiðum, Kristjáns Loftssonar. Sá maður er mjög fastur fyrir á skoðunum sínum og telur sig hafa meira vit á þessum málum en flestir aðrir. Sjálfsagt er Kristján einn mesti fróðskaparmaður um hvalveiðar sem í dag þykja gamaldags og allt að því fyrirlitlegar. Sumir vilja jafnvel réttlæta hvalveiðar með þeirri röksemd, að þeir eti fiskinn frá okkur sem við með sjálfelsku okkar teljum okkur ein að njóta. Þetta eru eins og hver önnur falsrök enda eru sumar hvalategundir eins og langreyður sem lifa á átu og smádýrum í sjónum en hvorki djúpsjávar fiskum eða uppsjárfiskum.
Hvalveiðar hafa enga þýðingu lengur fyrir efnahag okkar eins og áður var. Þegar ákveðið var að leggja hvalveiðar af fyrir um aldafjórðung voru landstekjur af hvalveiðum innan við 1% af landsframleiðslu Íslendinga.
Hvalaskoðun hefur verið mjög vaxandi atvinnugrein hér á landi og er einn stærsti vaxtabroddurinn í ferðaþjónustu hér á landi. Gömlu hvalveiðiskipin gætu orðið vinsæl í því skyni væri þeim breytt. Þau eru knúin af gömlum gufuvélum sem eru í dag mjög sjaldgæfar og þykja vera gersemi í ferðaþjónustu. Fyrir nokkrum árum sigldi eg með ferðafélögum mínum í Skógræktarfélagi Íslands á einu slíku um stöðuvatn eitt í Skotlandi. Gufuvél skipsins var sérstakt aðdráttarafl og vakti gíðarlega athygli. Á það hefur verið bent að gömlu hvalveiðiskipin hafi viðskiptatækifæri, ekki til áframhaldandi umdeildra hvalveiða , heldur sem hvalaskoðunarskip.
Mjög líklegt er að slík útgerð geti fært eiganda sínum meiri arð en þrjóskufulur vilji að halda áfram hvalveiðum sem enginn vill.
Sjálfsagt er að hafa sem besta samvinnu við allar þjóðir heims en ekki að storka þeim og valda reiði og tortryggni. Við eigum að vera friðsöm menningarþjóð sem stendur með réttarríkjum heims.
Obama vill aðgerðir vegna hvalveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar