Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
25.9.2013 | 18:15
Ráðning án auglýsingar?
Hjá því opinbera á að auglýsa öll laus störf. Líka þau sem eru búin til. Þessi ráðning ber með sér pólitísk fingraför.
Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn er byrjaður að hamast eins og Framsóknarflokkurinn að koma sínum mönnum að. Og sjálfsagt notaðar gamalkunnar aðferðir við að hygla sínum mönnum.
Hefði Samfylkingin eða VG viðhaft sömu aðferð að koma sínum málpípum að í fjölmiðla rekna af opinberu fé, hefði heyrst hljóð í horni. Nú á greinilega að ná árangri með einum af besta borgarfulltrúanum. Í skákinni er talað um mannfórnir, nú er riddara fórnað fyrir peð í borgarmálunum til að reyna að ná betri stöðu í landsmálunum.
Sjálfstæðisflokkurinn á rétt eins og Framsóknarflokkurinn að finna fyrri stöðu sína. Allt er reynt og öllu fórnað. Hvort sú aðferð dugar, verður sagan að meta síðar.
Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2013 | 16:50
Lof lyginnar
Er ríkisstjórnin á móti öllum skynsömum málum
Svo virðist sem við Íslendingar sitjum uppi með ríkisstjórn sem er yfirleitt á móti öllum skynsömum málum. Við höfum þurft að horfa upp á margt furðulegt en þessi ríkisstjórn virðist smám saman vera komin í andstöðu við þjóðina.
Langsamlega flestir Íslendingar vildu fá að vita hvað samningar við Evrópusambandið byðu upp á. Sívaxandi er sá skilningur gagnvart Íslendingum að okkur hefur tekist að nýta fiskistofna við landið mjög skynsamlega ef við tökum makrílinn út. Og innan Evrópusambandsins er vaxandi skilningur fyrir sérstöðu landbúnaðar á Íslandi sem bæði er viðkvæmur og mjög heilbrigður. Landbúnaðarframleiðsla okkar stenst mjög háar kröfur til gæða enda er íslenskt búfé laust að mestu við ýmsa þá búfjársjúkdóma sem reynst hafa erfiðastir.
Íslenski markaðurinn er aðeins um þriðjungur milljóna manns auk þeirra erlendu ferðamanna sem hingað sækja. Framleiðsluaukning okkar miðar því fyrst og fremst við fjölgun ferðamanna en forystusauðir landbúnaðar á íslandi ættu sem minnst hugsa um útflutning íslenskra landbúnaðarvara nema þá helst skyrs sem hvergi er eins og á Íslandi.
Nú hefur ríkisstjórnin skorið herör gegn náttúruverndarlögunum. Þó svo annmarkar væru á þeim lögum er nauðsynlegt að hverfa aftur til fyrra ástands? Hvað er það sem ríkisstjórnin er á móti og af hverju ekki að leggja fram frumvarp til breytinga?
Einu sinni greip kóngur fram fyrir hendurnar á Alþingi og innleiddi önnur lög en áður hafði gilt. Voru þessi lög eða öllu fremur ólög nefnd réttarspillir.
Sigmundur Davíð er auðugasti þingmaðurinn sem nú situr á Alþingi Íslendinga. Hann beitir sér hvern einasta dag að hygla þeim sem þegar hafa nóg en þess á milli reynir hann með loðnu orðagljáfri að varpa fram einhverjum vonum hinna um betri tíð. Þetta þótti ætíð á Íslandi vera merki um óviturlega meðferð valds.
Sigmundur Davíð hefur hagað sér eins og kafbátur. Hann var alltaf á móti Icesave samningunum og mun vera einn af helstu hugmyndafræðingum þeirra sem vildu grafa sem hraðast undan ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms. Sú hrifning sem hann hratt af stað var byggð á tilfinningarökum en engir skynsemi. Nú hefur komið í ljós að alltaf hafði verið til nægir fjármunir í þrotabúi gamla Landsbankans að dygði fyrir skuldbindingunum.
Tilgangur Sigmundar Davíðs var alltaf sá að grafa undan trausti ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms sem var mjög í anda Marðar Valgarðssonar. Sá hefði verið stoltur af þessum lærisveini sínum sem getur komist upp með allt, jafnvel komið fram á sundurlausum skóm frammi fyrir alþjóð með bandaríkjaforseta sem vitni!
Lög um náttúruvernd afturkölluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2013 | 18:07
Geta íslenskir kirkjugarðar komið í staðinn?
Á Íslandi verður seint kvartað undan landleysi. Víða hér á landi er gríðarmikið land sem er vannýtt en kann að vera mun verðmætara sé hugað að nýjum möguleikum. Við getum t.d. stóreflt skókrækt og jafnvel kornrækt.
Eitt sérkennilegasta fyrirbærið sem kemur útlendingum nokkuð spánskt fyrir sjónir eru kirkjugarðarnir. Mjög margir eru með prýðisgóðu útsýni og mætti nefna kirkjugarðana í Hafnarfirði, Akureyri, Sauðárkróki, við Lágafell í Mosfellsbæ, Kotströnd í Ölfusi og eru einungis örfáir nefndir.
Ekki er vitað til þess að við leiðum í kirkjugörðum á Íslandi sé hróflað eins og sagt er frá í fréttinni frá Ítalíu. Það mætti hugsa sér sem viðbót við vaxandi ferðaþjónustu að gefa ættingjum möguleika á að grafa látna ættingja sína hér á landi og þar með yrði Evrópuvæðing landsins gerð að möguleika hvað látið fólk varðar fyrst ekki má tengjast Evrópusambandinu meðal þeirra lifandi. Hér gætu framliðnir átt griðastað um aldur og ævi en hér er engin ástæða til að spara land. Nægir eru afdalir með fögru útsýni hátt til heiða og fjalla yfir vötn og fagrar ár sem út á sjóinn. Og jafnvel fögur jöklasýn eins og víða á Snæfellsnesi væri ekkert slor eins og tekið var til orða í mínu ungdæmi.
Útlendingum þykir fyrirbærið kirkjugarður með fögru útsýni vera eitthvað sérkennilegt. Ekki þarf maður gott útsýni eftir dauðann en getur það verið að vegna nokkuð sterkra tengsla við forfeður okkar þá vildu landnámsmenn gjarna vera jarðaðir þaðan sem þeir máttu líta yfir land sitt. Þannig átti Ingólfur Arnarsson að vera huslaður í Inghól efst á Ingólfsfjalli í Ölfusi. En mér finnst ekki ólíklegt að þarna kunni að vera önnur ástæða: Mjög margir Íslendingar eru mjög þunglyndir sérstaklega í skammdeginu. Og þegar við vitjum leiði góðs og eftirminnilegs látins ættingja eða náins vinar er þá ekki einmitt gott útsýni kirkjugarðsins sem hjálpar okkur til að komast frá þungbærum þönkum? Fátt er Íslendingum jafnkært og góðu útsýni og skýrir það t.d. skoðunum ótal margra sem vilja ekki efla skógrækt á Íslandi. En skjólið er mikið og mikilvægt af skóginum.
Grófu upp lík ömmu án leyfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2013 | 17:43
Rándýr sýndarmennska
Einn furðulegasti arfur frá fornöld eru konungdæmin. Áður fyrr voru kóngar einvaldsherrar og fóru í stríð bæði við þegna sína og aðra þegar þeim fannst ástæða til. Danskir kóngar voru einstaklega áhugasamir um stríðshald og töpuðu yfirleitt hverju einasta stríði sem þeir tóku þátt í, því síðasta 1864 gegn Prússum. Með Kristjáni 9. báru kóngar þessir þá gæfu að halda þjóðum sínum utan við stríðsbrölt.
Karl Gústaf er vonandi síðasti kóngurinn í Svíþjóð. Hann er að öllum líkindum sá umdeildasti fyrir pukurslega framkomu þegar hann sýndi af sér óafsakanlega og vægast sagt mjög ófína framkomu. Og nú eru liðin 40 ár frá því hann tók við konungdómi. Er hann borubrattur og vill halda áfram að sitja í konungssessi meðan heilsa leyfir. Sennilega er að vera kóngur eitt leiðinlegasta og löðurmannslegasta starf sem hugsast getur.
Þó svo við íslendingar séum lausir við konungdóm, þá sitjum við uppi með forseta sem er hálfgerður kóngur með sinni framkomu. Hann hefur átt mikinn þátt í að móta stjórnmálin á síðustu árum og hefur gert embætti sitt að einu harðsvíraðsta valdagreni landsins. Og hann gengst fyrir því. Tvívegis greip hann fram fyrir hendurnar á ríkisstjórn landsins sem vildi leysa deilumál við Breta og Hollendinga með samningum. Upp var blásinn einhver furðulegasti belgingur sem var verri en nokkurt óveður sem gengið hefur um landið fyrr og síðar. Og þetta mál var dregið niður í einhvern tilfinningaríkan táradal svo sem flestir mættu gangast blekkingunni á hönd.
Nú hefur komið í ljós að allar Icesaveskuldirnar hafa verið greiddar upp og bæði þjóð og þing er laust undan okinu. En þetta reyndist okkur afardýrt spaug og hefur verið reiknað að við hefðum getað sparað okkur tugi milljarða ef ekki hundruði hefði þessi ranga ákvörðun ekki verið tekin. Og við hefðum getað komið þessum frægu atvinnulífshjólum fyrr af stað, unnið fyrr á atvinnuleysinu og þar fram eftir götunum. En það mátti ekki vegna samkomulags forseta og núverandi forsætisráðherra.
Rétt eins og Karl Gústaf þá er Bessastaðabóndinn íslenskum þjóðarbúskap dýr. Hann er meira að segja okkur rándýr.
Vigdís Finnbogadóttir var farsæl í störfum sínum sem forseti íslenska lýðveldisins. Hún forðaðist öll óþarfa útgjöld og bruðl í rekstir embættisins sem og að taka skynsamlegar ákvarðanir sem ekki voru þess eðlis að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar.
Konungur í fjörutíu ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2013 | 09:29
Er viðgerð raunhæf?
Gömul hús þarfnast mikils viðhalds. Mörgum er eftirsjá að gömlum húsum og er það skiljanlegt. Hins vegar getur viðhald og viðgerðir verið bæði kostnaðarsöm og fyrirhafnarmikil, m.a. vegna lélegra byggingarefna í upphafi. Gömlu steinhúsin voru oft byggð af vanefnum og farin ódýrasta og hagkvæmasta leiðin.
Þó svo að gömul hús kunni að vera viðgerðarhæf er alltaf spurning hversu raunhæft það er. Fúaspýtum er unnt að skipta út en hvernig er ástand sökkuls og fleira sem máli skiptir? Hús sem ekki er talið hafa verið íbúðarhæft fyrir 20 árum getur varla talist í betra ástandi núna.
Þó svo að hús standi uppi, þá er spurning um innra burðarvirki þess og álitamál hvort geti borið uppi nýtt og efnismeira byggingarefni.
Oftast er hagkvæmasta leiðin að mæla allt upp, taka myndir, rífa allt sem ekki verður notað og endurgera mannvirkið sem líkast því sem upphaflega var. Þetta hefur víða verið gert með góðum árangri.
Austur í Suðursveit á þeim fyrirmyndarbæ Smyrlabjörgum var gamla húsið frá 1937 rifið en nýtt tvöfalt stærra hús byggt í nánast sama stíl og það fyrra. Þetta mættu fleiri taka sér fyrir hendur, þarna er gamlar byggingar endurgerðar og allt lítur út eins og áður var. Þarna er farin hagkvæm leið sem jafnframt er ódýrari.
Austur á Fáskrúðsfirði er unnið að endurgerð Franska spítalans. Ástand hans var vægast sagt hörmulegt eftir meira en hálfrar aldar veru á Hafnarnesi þar sem vindur og veður léku bygginguna grátt. Mjög líklegt er að einungis innviðir hússins hafi verið nýtanlegir.
Kárastaðir hafa verið kunnugt kennileiti í þjóðleið. Vonandi er að unnt verði að endurgera húsið í sama stíl og áður ef viðgerð þess telst ekki raunhæf.
Góðar stundir.
Vill friðlýsa handónýtt íbúðarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2013 | 09:05
Fleiri ástæður?
Í fréttinni er getið þess til að ný mælitækni hafi sýnt fram á að hugsanlega hafi fjallið ekki verið mælt nógu nákvæmlega. Þá er minnst á sem hugsanlega skýringu að skýra megi lækkunina til loftslagsbreytinga.
Til viðbótar þessu þá er ekki ósennilegt að grunnurinn undir fjallinu hafi sigið. Vesturströnd beggja Ameríkualfanna er á mörkum flekaskila þar sem fjöll hafa hlaðist upp. Nú er ekki ósennilegt að fellingar kunni að hníga rétt eins og hækka.
Nú vil eg taka það skýrt fram að eg er áhugamaður um jarðvísindi en hef ekki neina lærdómsgráðu í þeim efnum.
Góðar stundir.
McKinley lækkar um 25 metra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2013 | 15:00
Brot á stjórnarskrá?
Gamla íslenska stjórnarskráin byggist á þrígreiningu ríkisvaldsins þar sem sérhver þáttur ríkisvaldsins gengur ekki inn á valdssvið annars.
Nú hefur það gerst að núverandi utanríkisráðherra hafi tekið þá ákvörðun að ganga þvert á samþykkt Alþingis frá 2009 þar sem samþykkt var að hefja viðræður við Evrópusambandið. Með þessu er utanríkisráðherra að grípa fram fyrir hendurnar á valdi þingsins og eru stjórnarsinnar á því að ganga áfram eftir þeirri braut?
Þetta er greinilega brot á stjórnarskránni. Þarna er verið að misnota vald sitt og ef til vill er verið að fremja valdníðslu gagnvart Alþingi.
Greinilegt er að stjórnarsinnar sem ferðinni ráða, virðast ekki átta sig á ákvæðum stjórnarskrárinnar. Ættu þeir að kynna sér fræðirit um stjórnskipunarrétt og stjórnarfarsrétt áður en þeir misnota valdið sitt meir.
Nú þegar hefur heil deild í Utanríkisráðuneytinu verið lögð niður með einu pennastriki. Mun það ekki draga úr atvinnuleysi.
Össur líflegur en ekki nákvæmur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2013 | 12:20
Heimilið er friðheilagt
Þegar mótmælin gegn ríkisstjórn Geirs Haarde og setu Davíðs Oddssonar stóðu sem hæst, datt engum heilvita manni að ráðast persónulega að ráðamanni, hvorki persónu viðkomandi eða heimili. Þar var friðhelgiheimilis virt. Og svo á það að vera enda lengi verið gildandi réttur sem bundinn er í stjórnarskrá síðan 1874.
Birgitta hefur ætíð verið mikill baráttumaður mannréttinda. Sumum hefur þótt hún ganga of langt og eru ekki ánægðir. Þeir sem ekki eru sáttir eiga að ræða á málefnalegan hátt um hvað þeim standi ekki á sama. Og umfram allt á að virða friðhelgi heimilisins.
Eg hefi leyft mér að dást að baráttuhug þeim sem Birgitta hefur sýnt og vonandi eru mér sem flestir sammála. Orðið er frjálst og svo skal það lengi vera. Við þurfum ekki einhverja sjálfskipaða sérfræðinga hvað við viljum.
Góðar stundir!
Alvarlegar ásakanir Steinunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2013 | 09:48
Hvers vegna má Jón Baldvin ekki flytja fyrirlestra í Háskóla Íslands?
Jón Baldvin á sér marga stuðningsmenn og fleiri sem átta sig á þeirri lögleysu að koma í veg fyrir að hann flytji fyrirlestra.
Orðið er og verður frjálst. Hver tilhneyging til að koma í veg fyrir eðlilega umræðu í samfélaginu er ekki í þágu lýðræðis.
Það er gjörsamlega óþolandi að lagðir séu steinar í götu frjálsrar umræðu á Íslandi. Eftir bankahrunið hefur því miður orðið sífellt meira áberandi að vissir hagsmunaaðilar í samfélaginu vilja útiloka frjáls umræðu og beina henni inn á brautir einræðis og þröngsýni.
Dæmi um það er t.d. ótrúleg framganga sumra aðila í samfélaginu gegn skynsamlegri læausn Icesavemálsins á sínum tíma. Nú hefur Morgunblaðið staðfest 6. þ.m. að þessi fjandskapur út í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma vegna Icesave var algjörlega út í hött. Nær 600 milljarðar hafa skilað sér úr þrotabúi Landsbankans, langt umfram sem svörtustu útreikningar kváðu á um. Tilgangurinn var auðvitað sá að grafa sem hraðast undan trausti þeirrar ríkisstjórnar.
Nú er komin ný og allt önnur ríkisstjórn sem með einhliða ákvörðun vill útiloka alla umræðu um Evrópusambandið án þess að spyrja þing eða þjóð. Hver er lýðræðishugmynd þessara manna?
Orðið er og skal ætíð vera frjálst.
Jón Baldvin skoðar málshöfðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2013 | 09:28
Forgangsverkefni?
Sjálfsagt þykir mörgum að byggja brýr sem víðast. En er þetta jafneinfalt? Brú yfir Norðlingafljót kallar á nýjan veg um Arnarvatnsheiði rétt eins og þegar Seyðisá handan Langjökuls, norðarlega á Kjalveg kallaði á bætta vegi um Kjöl. Sá vegur er ekki enn kominn þó liðin séu um 20 ár frá brúargerðinni og mörg góðæri og slæm ár að baki.
Spurning hvort ekki mætti byggja brú sem nýtist göngufólki en fram að þessu hefur eitt aðalsportið verið fólgið í að vaða ána, stundum í misjöfnum veðrum.
En sjálfsagt mættu brúaráhugamenn leggja fram nánari rökstuðning fyrir þessari hugmynd og hver sé tilgangurinn. Ef brú verður byggð þarna má alveg reikna með meiri umferð þarna og jafnvel auknum utanvegaakstri sem nægur er fyrir.
Vilja brú yfir Norðlingafljót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar