Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Hvað með ruðningsáhrifin?

Sennilega eru hrakfarir gróðrarstöðvarinnar Barra eitt skýrasta dæmi um ruðningsáhrif. Gróðrarstöðin var hrakin með stuttum fyrirvara langt út í sveit sem kostaði fyrirtækið mikið og lenti loks í gjaldþroti.

Hefði álbræðslubrjálæðið ekki drepið niður fæti væri þessi stöð á sama stað í góðum gír á Egilsstöðum. Braskarar sáu möguleika til gulls og gróða, stöðinni var komið í burtu og nú er hún rústir einar.

Það er einkennilegt þegar menn eins og Gunnar Haraldsson einfaldar staðreyndir. Álbraskið kostaði okkur tómt rugl í mati á fjárfestingarkostum, við reistum okkur hurðarás um öxl með frumkvæði annað hvort álfursta eða fjármálarugludalla.

Eru ekki fyrir löngu komin hættumerki þegar stóriðjan gleypir yfir 80% raforku á Íslandi?

Væri til of mikils mælst að menn héldu sig við jörðina en létu ekki rigna inn í nefið á sér! Að óþörfu!


mbl.is Áliðnaður hamlar ekki viðgangi annara greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemi í hótelrekstri

Mjög mikilvægt er að vanda vel til reksturs hótela sem annara forréttinga. Þetta hótel er ábyggilega hagstæð rekstrareining og er á góðum stað, aðkoma er góð og umhverfi fallegt, flott útsýni yfir Laugardalinn, Sundin og Esjunnar.

Því miður er stundum farið í hótelrekstur á nánast ómögulegum stöðum. Gott dæmi er Frón hótel á Laugavegi og Plaza hótel í Aðalstræti. Ef koma þarf með farþega eða sækja er ekki gert ráð fyrir að rútur geti stoppað fyrir framan! Fara verður í næstu götu og farþegar hafa óþarflega mikla fyrirhöfn með töskur sínar, bílsstjórar og leiðsögumenn eiga erfitt með að ná uppi töf vegna þessa.  Vond er aðstaðan við Hótel Borg en það mætti auðvitað bæta. Reikna þarf með góðri aðkomu bæði fyrir farþega hópbifreiða, aðfanga og að koma rusli frá á hagkvæman hátt.

Góðar stundir!


mbl.is Nýtt 105 herbergja KEA hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögn

Þegar Síminn var einkavæddur og seldur þá átti að framkvæma og fjármagna einhver ósköp. Svo virðist sem allir þessir miklu fjármunir hafi farið í súginn.

Enn er verið að fjasa um einhvern nýjan spítala. Gefum okkur að takist að koma húsinu upp sem kemur kannski verktökunum að mestu gagni. En það þarf að fjárfesta gríðarlegu fé í tæki og búnað sem og reka spítalann. 

Hvernig skylda það vera hægt ef ekki er unnt að reka gamla spítalann með þokkalegri reisn?

Það getur verið ágætt að láta sig dreyma um eitthvað nýtt og betra. En hvers vegna er aldrei hugað að líðandi stund, við lifum í núinu en ekki í draumum okkar, hversu fagrir og góðir sem þeir kunna að vera.

Æskilegt er að fyrst verði hafið upp á fénu, símapeningunum, áður en verktökum eru afhent seðlabúntin. Fyrst mætti byrja á að reka núverandi heilbrigðiskerfi miðað við þörfina eins og hún er núna.

Góðar stundir.


mbl.is Nýr Landspítali kosti allt að 85.000 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt uppátæki - komu fíkniefni við sögu?

Sumt fólk tekur upp á vægast sagt furðulegum uppátækjum. Svipað gerðist t.d. á Norður-Írlandi þegar þar var allt í háalofti og ýmsir tóku lögin í sínar hendur.

Blaðamenn þurfa að vanda betur málið, þekkja t.d. mun á og af og skrifa fréttina rétt. Greinir er stundum rangt notaður eins og í þessu dæmi. Í síðustu setningunni segir:

„Þá mun einnig liggja fyrir afstaða kvennanna til ákærunnar en framhaldið meðferðar málsins fyrir dómstólum ræðst af miklu leyti af henni“. 

Auðvitað á að standa:

Þá mun einnig liggja fyrir afstaða kvennanna til ákærunnar en framhald meðferðar málsins fyrir dómstólum ræðst miklu leyti af henni.

Góðar stundir.


mbl.is Lamin og neydd til að afklæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tíðindi

Þegar þungaflutningar færðust frá strandsiglingum og yfir á vegakerfið olli það ekki aðeins auknu álagi á þjóðvegakerfið, þá breyttist hagur hafna víða um land til hins verra. Tekjur hafna vegna hafnargjalda drógust stórlega saman að víða olloi vandræðum í rekstri sumra sveitarfélaga.

Gott er til þess að vita að strandsiglingar séu aftur komnar á áætlun enda má reikna með að þungaflutningar séu mun ábatasamari með skipum en flutningabílum enda nýtist flutningsgetan sem best.

En við sitjum uppi með meira  og minna laskað vegakerfi vegna þungaflutninga sem verður okkur dýrt þegar upp er staðið.

Góðar stundir. 


mbl.is Samskip boða nýja siglingaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð og gild sjónarmið

Útreikningar og forsendur geta verið mismunandi. Eg tel að treysta megi Vilhjálmi fyllilega að frara með rétt mál.

Það sem hins vegar ruglar allt eru þessi gríðarlegu lán upp úr byrjun aldarinnar og fram að bankahruninu. Þessi lán voru yfirleitt fengin að láni í formi skammtímalána á lágum vöxtum og endurlánuð með lengri og hærri vöxtum. Það eru einmitt þessi lán sem hækkuðu einna mest.

Ef skuldari stendur í skilum þá er honum borgið því launakjör munu væntanlega elta dýrtíðina að mestu leyti og gott ef ekki betur þegar til lengri tíma er litið.

Vilhjálmur er einn örfárra frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins sem átta sig á þessu.

Góðar stundir. 


mbl.is Óþarfi að setja heilt samfélag á hvolf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konungur lýðskrumaranna

Ekki er ólíklegt að þessum gamalkunna lýðskrumara takist ætlunarverk sitt. Verst er hvernig þessum manni tekst að heilla allt of marga jafnvel mann eins og Davíð Oddsson sem sá vart sólina fyrir þessum afglapa.

Dabbi naut gistivináttu Silvio haustið 2002 og í framhaldi varð martröðin um Kárahnjúkavirkjun sem endaði í bankahruninu.


mbl.is Berlusconi boðar skattaendurgreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerð afstaða framsóknarþingmanns

Ljóst er að bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa viljað sjá framlagða vantrausttillögu á ríkisstjórnina en ekki treyst sér sjálfir. Loksins þegar annar maður er búinn að missa þolinmæðina og kannski týna skynseminni og sannfæringunni, hlaupa þessir karlar og kerlingar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og taka þessari tillögu fagnandi. En hvernig hyggjast Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hygla þingmanni þessum ef svo fer að tillagan verði samþykkt? Var kannski búið að semja um það?

Fyrir Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn gildir einu hvernig unnið er í pólitík. Aðalatriðið er að komast aftur til valda og endurnýja helmingaskiptastjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þá verður ekkert stopp á einkavæðingu, frjálshyggju og braski!

Valdabaráttan er alfa og omega Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, þar skipta almannahagsmunir engu.

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá! 


mbl.is Munu aldrei verja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft veltur lítil þúfa þungu hlassi

Þór Saari vildi sjá nýja stjórnarskrá. Ljóst er að mikil vinna er að baki en nokkur tæknileg atriði koma í veg fyrir að unnt sé að samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið eins og það er. Viðræður eru í gangi að samþykkja að taka út gær greinar og jafnvel kafla sem óvissa og ágreiningur er um en samþykkja frumvarpið að öðru leyti.

Greinilegt er að Þór Saari er að missa þolinmæðina. Í örvæntingu sinni leggur hann fram þessa vanhugsuðu tillögu sem bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu öll síðustu 4 ár viljað styðja en treystu sér ekki sjálfir að leggja fram enda er hugmyndafræði beggja þessara flokka mergsogin af spillingu fortíðarinnar.

Ef tillaga Þórs Saari verður samþykkt er ljóst að engin ný stjórnarskrá er í augnsýn í bráð. Óhætt má því segja að oft velti lítil þúfa þungu hlassi.

Spurning er hversu  Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn launi litlu þúfunni ef tekst að koma í veg fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár. Framsóknarflokkur og þó einkum Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið það einkamál sitt að endurskoða stjórnarskrána.

Óskandi er að annaðhvort verði þessi tillögu afturkölluð af flytenda hennar eða hún kolfelld enda engin rök fyrir að leggja fram vantraust þegar rétt rúmlega 2 mánuðir eru til kosninga.

Hugmynd Þórs Saari um starfsstjórn allra þingflokka er mjög óraunhæf og spurning hvort hann sé með öllum mjalla. Jafnvel þeim bjartsýnasta myndi ekki láta sér detta annað eins í hug.

Góðar stundir!


mbl.is Vantrauststillaga lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spor í rétta átt

Frumvarpið um ný náttúruverndarlög hafa margt gott og meira að segja frábært nýtt fram að færa. Þó er víða tekin of stutt skref. Þannig er um umferð vélknúinna farartækja á vötum landsins ekki nógu vel orðuð ákvæði þar sem vélknúin umferð er leyfð nokkra tíma yfir hádaginn. Eiginlega hefði þurft að kveða nánar um hve kraftmiklar vélar mættu vera um borð, hverrar gerðar, afl og hraði sem og takmörk vegna hávaða (desibil). Sjálfur hefi eg horft upp á margt misjafnt á Skorradalsvatni sem er dæmigert stöðuvatn þar sem frístundasport er töluvert stundað. Satt best að segja verður að miða náttúruvernd við fuglalíf m.a  og þarna nær ekki nokkurri átt að vera með stóra báta með vélum sem eiginlega er ætlað til úthafssiglinga!

Þarna mætti hafa til hliðsjónar reynsla bænda af Mývatni en þar væri óhugsandi að einhver kæmi með bát með vélum með kannski yfir 50 hestöflum og setti allt vatnið í gíslingu. Þetta hefur því miður gerst bæði á Skorradalsvatni og Þingvallavatni.

Góðar stundir!


mbl.is Landvernd fagnar frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband