Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
29.2.2012 | 22:41
Stjórn Fjármálaeftirlits segi af sér STRAX!
Aðför stjórnar Fjármálaeftirlits gegn forstjóra sínum er ákaflega vandræðaleg. Gunnar hefur stðið sig fram úr vonum og hefur beitt sér markvisst í sínu starfi sem hefur verið grundvöllur frekari rannsókna og ákæra gegn þeim sem taldir eru hafa framið alvarleg lögbrot í aðdraganda bankahrunsins.
Ekki hefur þessi stjórn lagt fram nein haldbær rök né sannanir fyrir því að Gunnar sé vanhæfur. Það er því eðlileg krafa íslenskra skattgreiðenda að stjórn þessa sama Fjármálmálaeftirlits segi af sér og ný verði skipuð.
Góðar stundir!
Mun kalla menn til ábyrgðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.2.2012 | 10:26
Sameinast braskarar í Bjarna Benediktssyni.?
Ef tillaga Bjarna Benediktssonar nær fram að ganga á Alþingi, kemur Bjarni til með að koma með fleiri tillögur um að draga til baka fleiri ákærur?
Nú hefur Sérstakur saksóknari ákært nokkra lykilmenn í hruninu og það mun að öllum líkindum halda áfram meðan sakir eru ekki fyrndar. Alvarleg fjármunamisferli teygja sig langt inn í Sjálfstæðisflokkinn, ýmsir þingmenn hans margflæktir í brask af ýmsu tagi. Það er því von að spurt sé: Sameinast braskarar í Bjarna Ben.?
Braskarar binda væntanlega vonir sínar við Bjarna enda hefur hann einstakan skilning á sjónarmiðum þeirra enda sjálfur verið blóðugur upp fyrir axlir í braski rétt eins og fleiri sem standa nálægt honum.
Góðar stundir en án minnstu aumkunar yfir þeim bröskurum landsins sem vildu auðgast hratt og vel á kostnað okkar hinna.
Tillaga Bjarna rædd í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2012 | 10:37
Styrmir hefur rétt fyrir sér
Hversu hart það kann að vera þá hefur Styrmir Gunnarsson rétt fyrir sér. Forsetinn okkar er kominn út á ystu nöf að draga þjóðina niður á eitthvert lægra vitsmunaplan. Ljóst var að nægar innistæður voru fyrir samningstengdum skyldum gamla Landsbankans og vera kann að þakka megi ríkisstjórn George Brown að hafa fryst eigur bankans örlagadaginn mikla haustið 2008.
Að tengja þessa samninga við að íslenskir skattborgarar ættu að borga þetta er svo fjarstæðukennt að engin skynsemi liggur þar að baki. Eignir Landsbankans standa skuldunum til fullnustu en ekki tekjustofnar ríkissjóðs. Ólafur Ragnar féll á þá gryfju að vilja auka persónulegar vinsældir sínar með því að snúa allri skynsamlegri umræðu á haus. Með aðgerðum sínum hefur hann orðið að n.k. auka stjórnarandstöðu enda greip hann fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis. Allt var þetta gert til að grafa sem fljótast undan ríkisstjórninni og auka glundroðann sem nægur var fyrir eftir bankahrunið sem Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á.
Ólafur Ragnar kemur vel fyrir, hann er mælskur vel, með góða sérfræðimenntun í sögu og þróun veraldlegs valds á Íslandi frá 19. öld og fram yfir miðja þá 20. Doktorsritgerð hans varin við háskólann í Manschester í Englandi ber vott um mikla elju við rannsóknir og framsetningu. En það er mjög dapurlegt að maður í þessari stöðu fellur í þá gryfju að leika sér með valdið. Með því hefur hann ofmetnast í sínu starfi og hefur vissulega klofið þjóðina sem enginn forseti má gera. Það var því kórvilla ekki einu sinni, heldur tvívegis að neita að undirrita lög byggða á frjálsum milliríkjasamningum.
Líklegt er, að sagan muni fella harðan dóm um þessar ákvarðanir enda ljóst að engin skynsamleg rök liggja að baki. Allt tal um útfærslu lýðræðis er tómt tal í þessu sambandi. Þar hefði mátt efna til þjóðaratkvæðis um önnur mál meðan þau voru í undirbúningi þar sem valið væri milli tveggja valkosta. Hins vegar varð að greiða sem fyrst úr þessari lagaflækju sem Icesave var og frjálsir samningar voru skynsamlegasta og greiðasta leiðin.
Nú er allt í óvissu. Bretar og Hollendingar eru líklegir að setja fram ítrustu kröfur í dómsmáli og niðurstaða þess dómstóls kann að reynast okkur dýrari leið en samningaleiðin sem var hafnað af EINUM manni! Sá sami talar oft um aukið lýðræði! Það er tiltölulega auðvelt að rugla fólk svo rækilega í ríminu að það botnar hvorki upp né niður.
Ólafur Ragnar hefur skilið þjóðina eftir í jafnvel meiri vanda og meiri óvissu en þörf var á eftir kæruleysislegan aðdraganda að hruninu. Hvers vegna er stór hluti þjóðarinnar gjörsamlega blindur? Hvað er að? Er svarið kannski að finna í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum?
Þökk sé Styrmi fyrir vel fram settar rökfastar skoðanir.
Góðar stundir en án valdahroka!
Forsetinn að týnast í sjálfum sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2012 | 12:31
Hvers konar hugrekki?
Allt þrasið um Icesave var meira og minna leiksýning, leiksýning til þess gerð að slá ríkisstjórnina út af laginu. Þegar við fyrra samkomulagið var ljóst að eignir þrotabúsins voru vanmetnar og við seinna samkomulagið var fullljóst að eignir yrðu nægar til að fullljúka skuldum.
Þessar staðreyndir hentuðu ekki bóndanum á Bessastöðum. Hann vildi ásamt fjölda andstæðinga ríkisstjórnarinnar grafa undan ríkisstjórninni. Lagt var upp í herferð sem einkenndist af mjög hæpnum og vafasömum áróðri að ríkisstjórnin væri að svíkja þjóðina og fara með allt til andskotans!
Ólafur Ragnar varði doktorsritgerð sína við háskólann í Manchester á Englandi. Hún fjallar um valdið á Íslandi, hvernig framkvæmdavaldið þróaðist og hvernig Reykjavík verður miðstöð valdsins á Íslandi.
Ljóst er að framkvæmdavaldið var alltaf sterkara en dómsvaldið og löggjafarvaldið. Þangað kemur að hruninu. Allt í einu dregur úr umsvifum framkvæmdavaldsins og þá er það sem Ólafur Ragnar vilji snúast á sveif með fjölmiðlavaldinu og veita ráðþrota stjórnarandstöðunni nokkurt liðsinni. Þar með er hann að breyta ímynd forsetaembættisins sem alltaf hefur verið álitið vera hafið yfir pólitískt þras á Íslandi. Nú er Ólafur Ragnar allt í einu orðinn jafnvel valdameiri en húsráðendur Stjórnarráðsins, alla vega í ýmsum veigamiklum málum. Honum hefur tekist sem enginn forvera hans að kljúfa þjóðina í tvær andstæðar fylkingar og er það áhugaverð staðreynd í ljósi sögunnar. Allt í einu er forsetinn sem ætíð hefur verið nánast valdalaus, tekið fram fyrir hendurnar á meirihluta Alþingis og framkvæmdavaldinu.
Það er því áleitin spurning hugrekki hvers er um að ræða?
Hefði Icesave verið afgreitt á sínum tíma, hefði það mál þegar verið leyst. Nú fer það sína leið gegnum dómstóla þar sem Bretar og Hollendingar munu að öllum líkindum gera ítarlegustu kröfur til að fá sem mest fyrir sinn snúð. Sú leið kemur að öllum líkindum til að verða mun dýrari en samningaleiðin.
Mörgum finnst þessi mál vera skýrt dæmi um hvernig menn geta látið tilfinningar og hroka draga sig á tálar og neita að horfast í augu við augljósar staðreyndir.
Í mínum augum er Ólafur Ragnar nokkuð þröngsýnn og skammsýnn maður sem hefur fallið í þá gryfju að vilja leika sér að valdinu.
Góðar stundir!
Íslendingar sýndu hugrekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.2.2012 | 11:58
Einkennileg fullyrðing
Geir Jón fyrrverandi yfirlögregluþjónn og nú frambjóðandi sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög áberandi í liði lögreglunnar í mótmælunum. Hann hafði yfirleitt alltaf mjög ljúflega framkomu, ræddi gjarnan við mótmælendur og oft ræddum við saman, hann sem embættismaður en eg sem mótmælandi. Þessi samtöl voru mjög kurteisleg af okkar beggja hálfu og aldrei hafði eg hugmynd um að nokkur hefði skipulagt þessi mótmæli nema ef vera skyldi Hörður Torfason sem ætíð lagði áherslu á friðsamleg mótmæli enda tilgangurinn ekki annar.
Nú virðist sem Geir Jón tengi þessi mótmæli við n.k. fyrirmæli eða skipun frá einhverjum huldumanni sem situr á Alþingi Íslendinga. Enginn kannast við annað en að hafa mætt á Austurvöll eða annan stað nema á frjálsum og fúsum vilja. Það er því eðlilegt að flestir verði klumsa að ekki sé meira sagt. Hafa sumir jafnvel tengt þessa yfirlýsingu fyrrum yfirlögregluþjónsins við væntanlega valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi fer vonandi minnkandi með hverjum kosningum sem líður enda ábyrgð þess flokks ærin á því erfiða ástandi sem nú er við að glíma.
Ein hlið þessa máls snýr að því hvort embæðttismaðurinn fyrrverandi sé að taka þessa skýrslu saman á launum og að skipun æðri embættismanns, t.d. lögreglustjóra eða einhvers stjórnmálamanns sem vill fá stimpil á andstæðing sinn.
Sjálfur hefi eg tekið þátt í mótmælum árum saman, allt frá því að ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar skók íslenskt samfélag og allt þangað til að búið var að hreinsa til í Seðlabankanum með afsögn stjórnar hans síðla vetrar 2008-9. Á jólaföstunni 2002 hélt eg þrumandi ávarp á Austurvelli, því miður fyrir allt of fáum áheyrendum í kalsaveðri. Þar lagði eg upp af kvæðabálki Jóhannesar úr Kötlum, Sóleyjarkvæði en þá voru rétt hálf öld liðin frá útkomu þess merka kvæðabálks.
Eftir bankahrunið hefi eg ekki fengið neina atvinnu og hefi því frjálslegan tíma. Ef lögreglustjórinn í Reykjavík eða sá sem hefur pantað skýrsluna frá Geir Jón, óskar eftir, þá get eg tekið saman fróðleik fyrir embætti hans um mótmæli undanfarins áratugs, embætti Lögreglustjórans í Reykjavík algjörlega að kostnaðarlausu. Mjög æskilegt er að gagnstæð sjónarmið fái að njóta sín enda munu sagnfræðingar og aðrir fræðimenn framtíðarinnar velta mikið yfir hvað raunverulega gerðist á þessum árum. Þeir eru meira að segja byrjaðir að grafast fyrir orsakir og hafa komist nokkurn veginn að þeirri niðurstöðu að mikið kæruleysi ríkti í landstjórninni á þessum árum, m.a. var fjárhagslegur styrkur landsmanna gróflega ofmetinn og allt gert til þess að trufla ekki vildarvini Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að koma ár sinni betur fyrir borð. Slegið var á alla þá sem höfðu athugasemdir við einkavæðingu bankanna, brask með kvóta og hlutabréf og þar fram eftir götunum. Meira að segja kepptust eftirlitsaðilar að leggjast í þyrnirósarsvefn svo athafnamennirnir fengju að vera í friði með sín brösk.
Upp úr sauð í byrjun október 2008 og þá var allt orðið um seinan eins og öll heimsbyggðin veit um kæruleysi þáverandi yfirvalda.
Við yfirlögregluþjóninn vil eg segja að lokum: Fremur væri meiri þörf á að færa í letur æviminningar en að setja á blað einhverjar getgátur um eitthvað. Við Íslendingar erum bókstaflega sólgnir í vel ritaðar minningar en viljum gjarna hafa þurrar skýrslur og annað þvílíkt til að hafa handhægt á náttborðinu til að grípa til ef okkur gengur illa að sofna á kvöldin.
Góðar stundir!
Ekki um rannsókn að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2012 | 16:21
Fúsk við að reisa níðstöng?
Ekki segir fréttin of mikið né birt mynd af vettvangi.
Líklegt er að þarna hefur einhver ætlað að reisa níðstöng en þá hverjum og af hvaða tilefni? Flúði hann af vettvangi eða var seyðurinn það magnaður að viðkomandi varð sjálfur fyrir og kom sér í burtu?
Eitthvað hefur verið fúskað við þessa eldfornu athöfn.
Frægasta níðastöng bókmenntanna er sennilega sú sem Egill Skallagrímsson reisti Eiríki Haraldssyni blóðöxi og segir frá í Egils sögu. Þar var tilgangurinn sá að goðin fældu konunginn úr landi sem tókst það vel að Eiríkur hraktist til Englands og kom aldrei aftur til Noregs.
Gekk fram á hrosshaus og stöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2012 | 15:02
Ótrúleg afglöp!
Að bendla Hallgrími Péturssyni við gyðingahatur er vægast sagt dapurlegt. Á 17. öld voru Gyðingar tortryggnir víðast hvar og má benda á fjölmörg dæmi um það á nánast öllum tímum þar sem ritaðar heimildir eru til. Þannig var ekki aðeins Marteinn Lúther með sjónarmið sem Gyðingum hefur mislíkað heldur einnig frægir rithöfundar eins og William Shaekspeare sem setti fram mjög magnaða lýsingu á Gyðing einum í Feneyjum. Frægt leikrit, Kaupmaðurinn í Feneyjum segir frá ungum kaupmanni sem skorti fjár í sívaxandi umsvifum sínum, leitar til Gyðingsins sem veitir honum mikið fé að láni. En auðvitað vildi hann tryggja að ungi kaupmaðurinn sviki sig ekki um endurgreiðslu og krafðist mjög óvenjulegrar tryggingar sem verður einn af hápunktunum í heimsbókmenntunum. Í ljósi bankahrunsins á Íslandi væri e.t.v. þörf á að færa þetta leikrit aftur upp á fjalirnar enda er meginkjarni leikritsins sú siðferðislega spurning og álitamál sem enska skáldið setur fram.
Annar enskur rithöfundur, Charles Dickens, ritaði fræga skáldsögu, Oliwer Twist sem lýsir undirheimum Lúndúnaborgar þar sem Gyðingurinn Fagin er ein af aðalpersónum sögunnar.
Og í leikgerð Emils Thoroddsen af skáldsögu afa síns, Manni og konu, er ágjarni og undirförulli presturinn, séra Sigvaldi, gjarnan sýndur með eitt ægilegasta gyðinganef sem sést hefur á nokkru leiksviði norðan Alpafjalla!
Það verða næg verkefni hjá íslenska fornleifafræðingnum nú búsettum í Kaupmannahöfn að þefa uppi andgyðinglegan áróður sem leynist víða, hafa upp á öllu mögulegu sem ómögulegu og kemur þessum tómstundum hans að gagni. Það verður lítið eftir af almennilegum bókmenntum ef allt eigi að ritskoða og banna.
Gyðingar eru vænsta fólk upp til hópa. En öfgarnar geta dregið hvern sem er út í tóma vitleysu. Þar eru að sjálfsögðu ekki við Gyðinga eina að saka, heldur allar öfgastefnur hvort sem þær eru pólitískar eða trúarlegar. Auðvitað vita allir að Gyðingar hafa átt oft erfitt uppdráttar og þurftu víða að hrekjast. Kunn er sagan um Hollendinginn fljúgandi sem þýska tónskáldið Richard Wagner gerði heimsþekkt með óperu sinni (vill fornleifafræðingurinn ekki banna það verk líka?).
Kannski Gyðingar hefðu betur lagt kapp á að leggja meiri rækt við að aðlagast betur því umhverfi sem þeir bjuggu í víða um heim ekki aðeins núna, heldur ALLTAF. Mörgum hefur tekist það og hafa aðlagast öðrum menningarsamfélögum með mikillri prýði. Það fer fyrir brjóstið á venjulegu fólki að þeir telja sig vera guðs útvalin þjóð og með skírskotu ní það telja stjórnvöld í Ísrael að þeim sé nánast allt heimilt. Verst er að stjórnvöld í Ísrael kynda undir andóf og tortryggni gegn sér og kannski sannast þar það gamalkunna: að sjálfum er maðurinn sjálfum sér verstur. Þar þarf ekki annað að koma til, hvorki gyðingahatur né einhver önnur afleit sjónarmið.
En megum við fá að hafa okkar Passíusálma í friði, sem og önnur ómetanleg listaverk.
Við skulum biðja fyrir Vilhjálmi fornleifafræðing, sem virðist hafa umturnast til Gyðingsdóms. Ekki veitir af að biðja fyrir manni sem orðið hefur fyrir síðkomnum bernskubrekum.
Góðar stundir!
Mótmælir lestri Passíusálmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2012 | 19:47
Dularfull og umdeild uppsögn
Stjórn Fjármálaeftirlitisins tekur dularfulla ákvörðun að kvöldi föstudag s.l. Fyrr um daginn var Baldur Guðlaugsson fyrrum ráðuneytisstjóri dæmdur til þungrar refsingar fyrir innherjamisferli.
Nokkuð einkennilegt er að þessi ákvörðun stjórnarinnar er tekin sama dag og þetta dómsmál var endanlega til lykta leitt.
Sem forstjóri Fjármálaeftirlitisins var Gunnar Andersen í fremstu röð þeirra sem rannsökuðu meint brot Baldurs sem leiddu til ákæru og sakfellingar. Gunnar er sagður hörkuduglegur en varkár sem er mikilvægt. Það sama verður ekki sagt um stjórn Fjármálaeftirlitisins. Yfirlýsingar þess eru lítt betri en yfirlýsingar Ólafs Ragnars, eins og véfréttir sé að ræða sem eru vægast sagt til mikils vansa.
Í DV í dag er sagt frá því að Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður hafi fengið 248 milljónir afskrifaðar. Þetta er sami Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sem var annar þeirra manna sem settu saman nýjustu skýrsluna sem telur að Gunnar sé ekki hafinn yfir vafa og vísað í skýrslu Gunnars frá 2001. Sem sagt það sem teljast vera einhverjar upplýsingar sem eru komnar á fermingaraldurinn!
Enginn hefur haft minnsta vafa á að Gunnar hafi rækt starf sitt með mestu prýði. Enginn hefur dregið störf hans í efa, hann virðist hafa verið farsæll stjórnandi Fjármálaeftirlitisins og hafi verið fram að þessu bæði áhugasamur og hörkuduglegur. Alla vega verður forveri hans ekki hafður til samanburðar enda virðist meginverkefni Fjármálaeftirlitisins fram yfir hrun verið einkum að hafa verið steinsofandi í vinnunni.
Niðurfelling 248 milljóna skuldar Ástráðs vekur tortryggni og hvernig hæstaréttarmaðurinn tengist ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitisins um brottrekstur Gunnars er mjög athyglisverð. Hvaða skuld er hér um að ræða, hvort hún tengist einhverju braski, jafnvel innherjum fyrirtækja sem tengjast hruninu, þarfnast athugunar.
Við megum ekki missa Gunnar Andersen úr Fjármálaeftirlitinu. Það er mikil þörf á samviskusömum starfsmanni, fagmanni á sviði fjármálatilfærslna á borð við hann að greiða úr þeim flækjum sem tengjast hruninu.
Góðar stundir með Gunnar áfram sem yfirmann Fjármálaeftirlitisins!
Stjórn FME fundar í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2012 | 00:02
Gæti orðið meiri ávinningur af smáiðnaði en álbræðslum?
Unga fólkið á Íslandi er upp til hópa vel menntað og hefur góðar hugmyndir. Styðja þarf betur við hönnun nytjahluta til þess að unnt sé að hefja framleiðslu vara sem grundvallaðar eru á frábæru hugviti.
Fram að þessu hafa allt of margir stjórnmálamenn einblínt á álbræðslur sem einu leiðina til að efla atvinnulíf landsmanna. En það eru litlu fyrirtækin sem byggja á fjölbreytni sem eru mun vænlegri enda eru þá ekki öll eggin sett í sömu körfuna.
Það er mikil mismunun á því starfsumhverfi sem ungu hugvitsfólki er boðið er upp á og álbræðslunum. Þar má nefna mismunadi kjör aðfanga (hráefna), orku, skatta, aðstöðu og annarra mikilvægra þátta sem tengjast rekstri og afkomu. Álbræðslurnar gleypa um 80% af allri þeirri raforku sem framleidd er hér á landi en hvað skyldu þessi fyrirtæki greiða hlutfall af tekjum Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur?
Á öllu þessu þarf að ráða bót.
Unga hugvitsfólkið á betra skilið en nú er!
Skóævintýri í tollinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2012 | 23:49
Afleiðing vaxandi glæpastarfsemi
Fyrir rúmum hálfum öðrum áratug vildi Framsóknarflokkurinn beita sér fyrir því að Ísland yrði fíkniefnalaust um aldamótin 2000. Þróunin hefur því miður snúist upp í andstæðuna: sennilega hefur aldrei flætt jafnmikið af fíkniefnum um landið og á síðustu árum.
Þar sem mikið er af óhamingusömu fólki, þar er eiturlyfanotkun mjög mikil. Hún er skelfileg sem lesa má bæði í fréttum, byggðum á lögregluskýrslum og dómum.
Við Íslendingar lentum í höndunum á mönnum sem létu græðgina taka völdin. Engin fyrirhyggja né minnsta hugsun um alvarlegar afleiðingar. Ríkisstjórnir þær sem Sjálfstæðisflokkurinn átti veg og vanda af, lagði allt of mikla áherslu á að einkavæða og hygla þeim sem betur mega sín. Forvarnarstarfsemi var lömuð árum saman vegna sparnaðar. Í svonefndu góðæri voru engir fjármunir til, né að efla það starf sem upprætir þá meinsemd sem fátæktargildrur, eymd og neysla eiturlyfja tengjast. Mansal og vændi fór vaxandi enda mátti ekki taka fram fyrir hendurnar á þessum athafnamönnum sem voru að meika það fremur en öðrum gróðapungum. Fjáröflun var talin til dyggða jafnvel þó svo hagnaðurinn væri ekki siðferðislega vel fenginn. Væri hann nokkurn veginn löglegur, þá var það látið nægja.
Nú hefur verið reynt að þrengja sem mest að vændisstarfsemi og mansali sem verður vonandi upprætt. En svo virðist vera sem uppivöðslusamir aðilar sem telja sig vera í eðli sínu friðsamt áhugafólk um mótorhjól, hafi gengið ótrúlega langt í einhvers konar innheimtuaðgerðum. Að sögn fjölmiðla virðist aðferðin minna óneitanlega á það grófasta í undirheimum Mafíunnar.
Við verðum að uppræta þessa meinsemd þar sem ofbeldi og óheft dýrkun þess kemur við sögu.
Af hverju getur þessi guðs volaða þjóð ekki lifað við meiri friðsamlegri samskipti? Kannski að trúleysið komi þar líka við sögu. Í fornöld trúðu menn meir á mátt sinn og meginn fremur en friðsamlegar guðlegar verur.
Góðar stundir!
Reyndu að klippa fingur af konunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar