Afleiðing vaxandi glæpastarfsemi

Fyrir rúmum hálfum öðrum áratug vildi Framsóknarflokkurinn beita sér fyrir því að Ísland yrði fíkniefnalaust um aldamótin 2000. Þróunin hefur því miður snúist upp í andstæðuna: sennilega hefur aldrei flætt jafnmikið af fíkniefnum um landið og á síðustu árum.

Þar sem mikið er af óhamingusömu fólki, þar er eiturlyfanotkun mjög mikil. Hún er skelfileg sem lesa má bæði í fréttum, byggðum á lögregluskýrslum og dómum.

Við Íslendingar lentum í höndunum á mönnum sem létu græðgina taka völdin. Engin fyrirhyggja né minnsta hugsun um alvarlegar afleiðingar. Ríkisstjórnir þær sem Sjálfstæðisflokkurinn átti veg og vanda af, lagði allt of mikla áherslu á að einkavæða og hygla þeim sem betur mega sín. Forvarnarstarfsemi var lömuð árum saman vegna sparnaðar. Í svonefndu „góðæri“ voru engir fjármunir til, né að efla það starf sem upprætir þá meinsemd sem fátæktargildrur, eymd og neysla eiturlyfja tengjast. Mansal og vændi fór vaxandi enda mátti ekki taka fram fyrir hendurnar á þessum athafnamönnum sem voru „að meika það“ fremur en öðrum gróðapungum. Fjáröflun var talin til dyggða jafnvel þó svo hagnaðurinn væri ekki siðferðislega vel fenginn. Væri hann nokkurn veginn löglegur, þá var það látið nægja.

Nú hefur verið reynt að þrengja sem mest að vændisstarfsemi og mansali sem verður vonandi upprætt. En svo virðist vera sem uppivöðslusamir aðilar sem telja sig vera í eðli sínu friðsamt áhugafólk um mótorhjól, hafi gengið ótrúlega langt í einhvers konar „innheimtuaðgerðum“. Að sögn fjölmiðla virðist aðferðin minna óneitanlega á það grófasta í undirheimum Mafíunnar.

Við verðum að uppræta þessa meinsemd þar sem ofbeldi og óheft dýrkun þess kemur við sögu.

Af hverju getur þessi guðs volaða þjóð ekki lifað við meiri friðsamlegri samskipti? Kannski að trúleysið komi þar líka við sögu. Í fornöld trúðu menn meir á mátt sinn og meginn fremur en friðsamlegar guðlegar verur.

Góðar stundir!


mbl.is Reyndu að klippa fingur af konunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband