Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Fylgjast menn ekkert með?

Hvalveiðar hafa ekki verið stundaðar á Íslandi síðan 1989 ef undan er skilin fremur dapurleg tilraun eftir að Einar Guðfinnsson leyfði hvalveiðar að nýju undir lok janúar 2009. Var það vægast sagt mjög umdeild ákvörðun sem erfitt var að hnekkja að leyfa að láta reyna á. Í ljós kom að þessar veiðar skiluðu ekki þeim árangri sem að var stefnt og er mjög líklegt að bullandi tap hafi orðið á þeim.

Nú hafa elstu hvalveiðiskipin verið dregin að landi og ekki líklegt að þeim verði siglt meir. Líklega enda þau lífdaga sína að verða mikilvægir safngripir um sögu hvalveiða á Íslandi en mjög góður vísir að slíku safni má sjá í Ferstiklu. Mætti hvetja sem flesta að skoða þá sýningu auk þess að lesa rit Trausta Einarssonar um sögu hvalveiða á Íslandi sem kom út fyrir um 20 árum og ætti að vera til á öllum betri bókasöfnum.

Æskilegt væri að leiðrétta þessa bandarísku umhverfismenn og að þeir ættu að kynna sér betur stöðu mála áður en þeir hlaupa á sig. Það er alvarlegur hlutur að hvetja til viðskiptaþvingana af misskilningi. Þeir ættu að gera sþér grein fyrir því að þeir gætu bakað sér skaðabótaábyrgð ef sannast að þeir hafi dregið sjálfan bandaríkjaforseta á tálar og vélað hann til slíkra aðgerða.

Mosi


mbl.is Vilja viðskiptaþvinganir gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umdeild undirskriftasöfnun

Sjálfsagt geta menn safnað undirskriftum en er auðvelt að binda hug sinn við einhverja stefnu í eitt skipti fyrir öll?

Mörg rök mæla með aðild Íslendinga að Efnahagsbandalagi Evrópu. Nú þegar erum við gegnum ESE aðilar að fjölda samninga og eiginlega er aðeins lokahnykkinn sem vantar. Við verðum eftir sem áður að standast lágmarkskröfur Maastrickt samningsins: að fjárlög séu hallalaus og þar með að efnahagsstjórnun sé á traustum grunni. Þá þarf skuldsetning landsmanna að vera ásættanleg, þ.e. sé undir tilskyldum mörkum.

Sem neytandi þá tel eg okkur langbest setta sem aðilar EBE. Með því að tengjast betur stærri markaði, fá almennilegan gjaldeyri í stað handónýtrar krónu sem hefur verið á brauðfótum meira en öld eða frá stofnun Landsbankans 1886.

Einangrunarsinnar mega mín vegna hafa aðra skoðun en hafa þeir rétt á að kúga okkur hina? Rök þeirra finnst mér vera léttvæg fundin, þeir vísa gjarnan til þess ástands sem nú er vegna veiks fjárhags Suðurlanda en er það langvarandi ástand sem á að treysta um aldur og ævi?

Einkennilegt er að ekkert nafn er undir þessum auglýsingum rétt eins og einhver huldumaður standi að þeim. Er það kannski braskaraklíka kringum Davíð Oddssonar sem bæði seint of snemma reynir dag og nótt að grafa undan ríkisstjórninni? Það skyldi aldfrei vera?

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Hátt í 2.000 hafa skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni

Lúðvík Geirsson er reyndur stjórnmálamaður sem lengi hefur verið tengdur hófsemi og raunsæi. Hann hefur alist upp við stjórnmál frá blautu barnsbeini en faðir hans var einn þekktasti þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi sem hafði mjög farsælan feril fyrst sem óbreyttur þingmaður, siðar í áraraðir sem varværinn formaður fjárveitinganefndar. Lúðvík verður ábyggilega farsæll og góður þingmaður og má reikna með að hann verði innan tíðar í stjórn Samfylkingar og þar með einn af lykilstjórnmálamönnum landsins.

Þórunnar Sveinbjarnardóttur verður væntanlega minnst þegar fram líða stundir sem fyrsta raunverulega umhverfisráðherrans sem lét ekki aðra stýra ráðuneytinu né skoðun sinni eins og forverar hennar því miður létu í minni pokann fyrir sjónarmiðum vegna óhefts virkjanaáhuga.

Þeim Lúðvík og Þórunni er óskað alls þess besta á nýjum vettvangi. Og vonandi verður Þórunn aftur í hringiðu stjórnmalanna eftir næstu kosningar.

Góðar stundir


mbl.is Lúðvík tekur sæti á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti raunverulegi umhverfisráðherrann

Þórunnar verður að öllum líkindum minnst fyrir skellegga þingmennsku og að hafa sinnt vel sínu starfi sem fyrsti raunverulegi umhverfisráðherrann á Íslandi. Síðar komu Kolbrún Halldórsdóttir sem miður komst ekki að í síðustu kosningum og Svandís Svavarsdóttir en báðar héldu þær á sömu braut og Þórunn og hafa gert betur.

Siv Friðleifsdóttir var eins og hvert annað handbendni þeirra afla sem vildu ekki trufla á neinn hátt virkjanagleði Davíðs Oddssonar stjórnarinnar sem leiddi yfir okkur brjálæðislega hrunadansinn sem sópaði um tíma allri skynsemi sem raunsæi í burtu.

Ekki er nema von að Þórunn vilji setjast á skólabekk og finna sig betur eiga heima í siðfræðinni fremur en þeim vindasama stað sem stjórnmálin eru.

Þórunni vil eg óska alls besta enda á hún það skilið!

Góðar stundir.

Mosi


mbl.is Þórunn hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband