Fagnaðarefni

Lúðvík Geirsson er reyndur stjórnmálamaður sem lengi hefur verið tengdur hófsemi og raunsæi. Hann hefur alist upp við stjórnmál frá blautu barnsbeini en faðir hans var einn þekktasti þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi sem hafði mjög farsælan feril fyrst sem óbreyttur þingmaður, siðar í áraraðir sem varværinn formaður fjárveitinganefndar. Lúðvík verður ábyggilega farsæll og góður þingmaður og má reikna með að hann verði innan tíðar í stjórn Samfylkingar og þar með einn af lykilstjórnmálamönnum landsins.

Þórunnar Sveinbjarnardóttur verður væntanlega minnst þegar fram líða stundir sem fyrsta raunverulega umhverfisráðherrans sem lét ekki aðra stýra ráðuneytinu né skoðun sinni eins og forverar hennar því miður létu í minni pokann fyrir sjónarmiðum vegna óhefts virkjanaáhuga.

Þeim Lúðvík og Þórunni er óskað alls þess besta á nýjum vettvangi. Og vonandi verður Þórunn aftur í hringiðu stjórnmalanna eftir næstu kosningar.

Góðar stundir


mbl.is Lúðvík tekur sæti á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

Þórunnar verður minnst eins og allra þeirra sem voru í hrunastjórninni. Enginn þeirra kom auga á þá augljósu staðreynd að þau áttu auðvitað að axla sína ábyrgð, hvort sem hún var mikil eða lítil ,en þau kolféllu á prófinu ef svo má segja. Á Alþingi áttu þau ekki heima lengur. En eiginhagsmunir og blind flokkshollusta gera það að verkum að þetta lið druslast þarna enn. Því miður. Þetta sér glöggur maður eins og þú eflaust þó þú kjósir af einhverjum (pólitískum?) ástæðum að stinga höfðinu í sandinn.

drilli, 5.9.2011 kl. 16:48

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á meðan Þórunn vann ötullega í sínu starfi í umhverfismálunum var Geir Haarde steinsofandi. Hann hélt fáa fundi, lítið fréttist af hvað hann aðhafðist, helst að hann aðhafðist ekkert, kannski var hann steinsofandi í vinnunni.

Ef venjulegur Jón Jónsson er staðinn að því að vera steinsofandi í vinnunni, er hann látinn taka pokann sinn. Nú eru sumir hneykslaðir á að draga Geir til ábyrgðar. Hann var verkstjórinn í ríkisstjórninni, réð öllu en vildi ekki leyfa öðrum að ráða neinu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2011 kl. 18:46

3 Smámynd: drilli

ha ha ha, þú hefur húmor !!! Hinir ráðherrarnir voru þá bara eins og börn í kynnisferð, algjörlega ábyrgðarlausir. Sérstök söguskoðun svo ekki sé meira sagt.

drilli, 7.9.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243029

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband