Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Slæm „auglýsing“

Nú eru tugþúsundir ferðamanna á Íslandi. Yfirleitt finnst ferðamönnum flest vera í góðu lagi hjá okkur þó sitthvað stingi í augu. Mörgum finnst ömurlegt að horfa upp á illa umgengni við landið, rusl víða, ummerki utanvegaaksturs og þess háttar.

Auðvitað er það rétt að lögregla taki þá úr umferð sem sýna öðrum ógnandi framkomu og eru auk þess í því ástandi að geta ekki hagað sér eins og góðum borgara sæmir. Áður voru fylliraftar fjarlægðir sem voru áberandi víða um borgina og komið fyrir á þar til ætluðum stofnunum þar sem unnið var úr fíkn þeirra og óstjórnlegri löngun í brennivínið. Nú hafa fíkniefnin bæst við og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvernig viðkomandi kann að finna upp á.

Mosi

 


mbl.is Ógnaði vegfarendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðabirgðalög strax!

Fyrrum var verkfallsréttur veittur fátæku verkafólki sem var að berjast fyrir rétti sínum. Núna á í hlut hópur fagfólks, flugmanna sem varla teljast vera á flæðiskeri staddur. Hvernig stendur á því að fremur fámennur hópur fagmanna geti haft þennan rétt þannig að bitni á mörg hundruðum jafnvel þúsundum farþega á degi hverjum?

Auðvitað ber að leysa þetta mál fljótt og vel. Flugmenn bera fyrir sig að ekkert hafi verið hlustað á sjónarmið þeirra. Ríkisvaldinu ber að leysa þetta mál á þann hátt að gefin verði út bráðabirgðalög, verkfallinu aflýst og deilumálinu vísað í gerðadóm. Deilumál sem þetta sem ekki virðast geta verið leyst á auðveldan hátt, eiga að vera beint í gerðardóm.

Verkföll eru gamaldags aðferð að bæta kjör sín og rétt. Aðrar aðferðir eru betri! Setjum bráðabirgðalög á verkfall flugmanna!

Mosi


mbl.is Ekki rætt saman í flugdeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glórulítil persónudýrkun?

Í heila öld hefur mikil dýrkun verið tengd persónu Jóns Sigurðssonar (1811-1879). Auðvitað átti hann marga kosti, reyndist afburðamaður á svið fræða og stjórnmála. En var það ekki hin unga borgarastétt kaupmanna, efnamanna, hægri stjórnmálamanna og embættismanna sem hófu persónu Jóns Sigurðssonar til skýjanna um og eftir aldamótin 1900?

Sú klíka sem tengdist valdakerfi landshöfðinga reyndist síðar mynda kjarnann í þeim hóp manna sem ákváðu að gera Jón Sigurðsson að sínum manni, sinni hetju. Ekki var það vegna þess að þessir menn vildu taka sér JS til fyrirmyndar, öllu fremur var þetta framkvæmt fremur í þeim tilgangi til þess að hefja sjálfa sig upp á hærri stall.

Fjölmargt hefur ekki verið rannsakað í sögu þjóðar um aldamótin 1900. Um það leyti er íslensk borgarastétt var að taka frumkvæðið við af dönskum yfirvöldum, var mikilvægur áfangi stofnun Stjórnarráðs sem og ýmsar tækniframfarir á borð við samgöngur og verslun að ógleymdri atvinnusögu.

Líklegt er að Jón Sigurðsson sé margsinnis búinn að snúa sér í gröfinni enda var hann alla tíð ekki sérlega hrifinn af persónudýrkun, hvorki gagnvart öðrum og þaðan af síður að vilja hefja sig á stall upp fyrir aðra. Það gleymist stundum að hann var fyrst og fremst maður, maður sem átti sína drauma, sínar væntingar sem sumar brugðust eins og gengur. Hann var eftir niðurlægingu Dana eftir Slésvíkurstríðin 1864 sárlega misboðið, Danir reyndu að svelta hann til hlíðni og hann hverfur úr þessari veröld nánast gjaldþrota án þess að nein af hans pólitísku markmiðum höfðu náðst.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Hugsjónir Jóns að leiðarljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær kemur að uppgjöri?

Ljóst er að Bandaríki Norður Ameríku BNA hafa lengi lifað um efni fram og safnað gríðarlegum skuldum. Sama gerðu útrásarvíkingarnir, dekurdrengirnir í skjóli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Hvenær kemur að uppgjöri er ekki auðvelt að spá um. Fall dekurdrengjanna okkar olli okkur Íslendingum gríðarlegu tjóni sem við verðum lengi að súpa seyðið af. Kannski verður fall bandaríska efnahagsrisans enn meira áfall fyrir heimsbyggðina en hrun kommúnismans á sínum tíma sem lengi var séð fyrir.

Óskandi er að fall kapítalismans í BNA hafi sem minnst áhrif á okkar efnahag. Nóg er komið af svo góðu fyrir okkur. En búast má við að brátt kemur að því að afdrifaríkum tímapunkti og ekki verði aftur snúið.

Eigum við ekki að halda okkur fremur við gömlu góðu lífsviðhorfin að eyða ekki meiru en aflað er? Því miður hafa allt of margir ekki áttað sig á því. Lán og enn meiri lán er vís leið til glötunar. Lán verðurr að endurgreiða enda er í þeim fólgið ekkert annað en ráðstöfun á fyrirfram tekjum sem kunna að bregðast! Því miður áttuðu útrásarvarganir sig ekki á þessum einföldu staðreyndum og drógu þjóðina með sér í botnlaust skuldafenið. Dramb er falli næst!

Mosi


mbl.is Hvetja Bandríkin til þess að forðast greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir vissi eða mátti vita

Mín vegna má Geir Haarde halda eins marga blaðamannafundi og honum langar. Ekki verður séð að hann hafi neinar efnislegar mótbárur eða rök gegn framkominni ákæru.

Geir er hagfræðingur að mennt frá mjög virtum bandarískum háskóla. Hann var talinn vera mjög góður nemandi við þann skóla sem fleygði honum auðveldlega inn í innsta kjarna íslenskrar stjórnsýslu. Hann var sagður mjög góður fjármálaráðherra en á þeim dögum voru ríkisbankarnir Búnaðarbanki og Landsbanki einkavæddir. Sumir vilja meina að það hafi verið hin verstu afglöp.

Í aðdraganda hrunsins komu margar vísbendingar um að ekki væri allt með felldu í ríkisfjármálum og þá sérstaklega að bankakerfið íslenska væri orðið að einhverri skelfilegri ófreskju. Bresk stjórnvöld vildu gjarnan eiga samvinnu við þau íslensku um að vinda ofan af óskapnaðinum og finna leiðir til að leysa þann mikla vanda. Í ljós hefur komið að ekki var orðið við þeim tilmælum en haldið áfram beint í strandið á fullri ferð!

Í bankahruninu misstu margir bæði eigur og atvinnu. Sumir jafnvel aleigunni. Er von að þorri þjóðarinnar vilji gjarnan að réttvísin vinni sína vinnu og að þeir sem ábyrgð bera verði látnir sæta refsingu?

Sem fagmaður mátti Geir vita eðavissi mjög gjörla hvað um var að ræða. Einkavæðing bankanna var byggð á sandi. Og ekki nóg með það því þáverandi stjórnvöld undir verkstjórn Geirs Haarde voru vakin og sofin í að viðhalda því viðhorfi að allt væri með felldu. Meira að segja Fjármálaeftirlitinu var beitt að beita blekkingum sem að öllum líkindum voru með ráðnum huga. Þann 14.8.2008 gaf Fjármálaeftirlitið út þá yfirlýsingu að allir bankarnir hefðu staðist svonefnt álagspróf. Þeir voru ekki burðugri en svo að nokkrum vikum liðnum féllu þeir hver um annan þveran!

Ábyrgð Geirs Haarde byggist fyrst og fremst á aðgerðarleysi hans gagnvart þeim vanda sem steðjaði að í íslensku samfélagi í aðdraganda hrunsins.

Ef maður gengur fram á hús sem stendur í björtu báli um miðja nótt eða verður var við mann í lífsháska og aðhefst ekkert, gengur framhjá og lætur engan vita ber ábyrgð á afskiptaleysi sínu eftir íslenskum refsirétti ef sannast. Þar duga engar yfirlýsingar um að maður hafi ekkert vitað, hafi verið veikur eða viðutan, og þá duga engir blaðamannafundir. Afskiptaleysið og kæruleysið var algert, skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis sýnir fram á það ásamt fleiri traustum upplýsingum sem fram hafa komið. Afglöp ríkisstjórna sem tók ákvörðun um einkavæðingu bankanna voru mjög ámælisverð.

Bankahrunið skrifast því alfarið á pólitíska vanrækslu Geirs Haarde sem forsætisráðherra. Hann vissi eða mátti vita hvar þrengdi að í íslensku samfélagi.

Hvers vegna allt þetta aðgerðaleysi? Var það vegna himinhárra fjárframlaga frá vissum aðilum sem fengu bankana á vildarkjörum í kosningasjóði flokks og frambjóðenda?

Vörn Geirs finnst mér vera gott dæmi um pólitískan aulahátt!

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Geir heldur blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft er kapp meira en fyrirhyggja

Það getur verið gaman að taka þátt í ýmiskonar hasarkeppni. íþróttir geta verið varasamar en sjálfsagt er áhættan að slasast undir þessum kringumstæðum þar sem hasar kringum mótorhjól eru annars vegar mun meiri.

Hvernig eru tryggingarmálin? Skipuleggjendur keppni sem þessarar ber að ganga frá því sem vísu að allir keppendur séu tryggðir fyrir hvers kyns skaða sem þeir kunna að geta valdið öðrum (svonefnd húftrygging eða hlutlæg ábyrgð) sem og að tryggja sjálfa sig fyrir líkamstjóni.  Sjálfsagt mætti sækja fyrirmynd að slíku keppnishaldi erlendis frá.

Slys geta orðið mjög afdrifarík. Þau kunna að draga þann dilk á eftir sér að einn eða fleiri séu öryrkjar að meira og minna leyti. Óhöpp í keppni verða oft og miður að þátttakendur og mótshaldarar gera sér ekki grein fyrir þessum möguleika að oft geta stórslys orðið.

Óskandi er að sá sem slasaðist, sé ekki alvarlega slasaður en þessi mál eru sjálfsagt ekki í nógu góðu máli enda oft er meira kapp en forsjá.

Slys geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir einstaklinga sem og allt þjóðfélagið. Það sem er skemmtun augnabliksins getur breyst á örskammstund í kvalarfulla tilveru sem oft sér ekki fyrir endan fyrir stundum með óvissu og verulega fjárhagslega sem sálarlega röskun í för með sér. 

Mosi


mbl.is Slasaðist við mótorkross æfingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var verkstjórinn í aðdraganda hrunsins?

Í aðdraganda hrunsins hefur við rannsókn sitthvað beinst að ekki hafi allt verið með felldu í Stjórnarráðinu. Ýmsir málsmetandi hagfræðingar bæði erlendir sem innlendir voru með athugasemdir um það góðæri sem Sjálfsatæðisflokkurinn og Geir Haarde auglýstu um of. Bresk yfirvöld vildu hafa samvinnu við íslensk að koma böndum á ofvaxið bankaskrýmslið íslenska og draga þar með úr því fyrirsjáanlegu tjóni sem allir sem vissu eða máttu vita að góðæri Sjálfstæðisflokksins var komið af fótum fram. Sú leið var farin að aðhafast ekkert, gera ekki neitt, þrátt fyrir grafalvarlegar aðvaranir. Ráðamenn gerðu sig að viðundri að rjúka upp til handa og fóta og fóru erlendis með útrásarvörgunum til að berja í brestina, draga úr tortryggni og efla traust. Því miður var þetta blekkingaleikur sem aðeins þáverandi ráðamönnum í Stjórnarráðinu vissu um eða máttu vita.

Blekkingunni var viðhaldið t.d. með Fjármálaeftirlitinu sem birti 14.8.2008 sérstaka yfirlýsingu að allar bankastofnanir á Íslandi stæðust áhættupróf. Ekki liðu nema 8 eða 9 vikur þeir voru allir fallnir.

Hver ber ábyrgðina?

Eru aðrir menn tilbúnir að axla ábyrgð Geirs Haarde sem verkstjóra Stórnarráðsins, æðsta ráðamanns íslensku þjóðarinnar í bankahruninu?

Mega þeir sem telja sig hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni senda þessum herramönnum reikninginn?

Mosi


mbl.is Málsvörn til stuðnings Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband