Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
29.5.2011 | 22:29
Er þetta raunveruleikinn?
Á þriðjudaginn var birtist meðfylgjandi grein í Morgunblaðinu:
Hvað verður um áliðnað á Íslandi?Hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga?
Hvergi í heiminum er framleitt jafnmikið af áli á íbúa og hér á landi. Tekjur íslenska þjóðarbúsins af álvinnslu eru gróft reiknaðar nálægt því að vera þriðjungur þjóðartekna, hinir tveir þriðjungarnir koma af ferðaþjónustu og útflutningi af fisk og fiskafurðum.Ljóst er að þegar Bandaríkjamenn taka upp endurvinnslu á einnota dósum og öðrum umbúðum úr áli, mun draga mjög úr þörf þeirra á frumvinnslu áls. Talið er að í BNA sé meira ál notað í einnota umbúðir drykkjavöru en framleitt er í öllum álverum um norðanverða Evrópu! Hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Er ekki mjög sennilegt að eigendur álbræðslanna hér á landi reyni að bæta rekstrarumhverfið með því að fá rafmagnið á lægra verði og draga úr mengunarvörnum? Þá er sennilegt að þeir reyni að flytja inn ódýrara vinnuafl. Og ef þeim verða ekki að óskum sínum, hóta þeir að loka verksmiðjunum. Allt þetta mun þýða fyrir okkur aukið atvinnuleysi.Því miður var ofurkapp lagt á, að efla atvinnu hér á landi í skamman tíma með uppbyggingu einhliða atvinnugreina. Og enn heyrast raddir að bjarga íslenska þjóðfélaginu með fleiri álbræðslum!Ruðningsáhrif álbræðslunnar og Kárahnjúkavirkjunar
Á undanförnum árum hafa ruðningsáhrif einhliða atvinnuuppbyggingar komið berlega í ljós. Við skulum taka eitt dæmi: Barri hefur verið stærsta skógplönturæktunarstöð á Íslandi og var lengi á Egilsstöðum. Í þeirri gríðarlegu þenslu í atvinnulífi á Austurlandi varð þessi stöð að víkja og á svæðinu voru byggðar stórar íbúðablokkir sem nú standa að mestu leyti auðar. Skógræktarstöð á nýjum stað þarf langan undirbúning t.d. við ræktun skjólbelta. Þessi flutningur sem þurfti að ganga hratt yfir, kostaði mikil útgjöld. Áföll bæði vegna bankahrunsins og skjólleysis olli skógræktarstöðinni miklu tjóni. Vonandi tekst að forða þessari mikilvægu starfsemi frá gjaldþroti og að hún gæti fengið að dafna eins og fyrr.Því miður ber ekki öllum stjórnmálamönnum sú gæfa að vilja byggja upp atvinnulíf á okkar eigin forsendum og þörfum. Lítil og meðalstór fyrirtæki skapa mesta atvinnu. Fjölbreytt atvinnulíf verður síður fyrir áfalli. Áliðnaður er og verður alltaf gagnrýnisverður. Svo gæti farið að álbræðslur hverfi frá landinu rétt eins og síldin forðum.Hækkandi álverð skilar auknum tekjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2011 | 13:39
Opið bréf til Landsbankans
Fjárfestingafélagið Horn í eigu Landsbankans, heldur utan um hlutabréfasafn og jarðasafn Landsbankans. Landsbankinn yfirtók gríðarlegar eignir fjölda aðila sem lentu í þroti vegna bankahrunsins. Yfir 70 jarðir eru sagðir vera í eigu Hornsi-ns og mun ríkissjóður þurfa að greiða Horni umtalsvert fé í formi framleiðslurréttar sem fylgir sumum þessara jarða. En það er önnur saga.
Í hruninu töpuðu einnig allir þeir sem áttu hlutabréf í almenningasfyrirtækinu Atorku haustið 2008 öllum sínum sparnaði í formi hlutabréfa. Í aðdraganda hrunsins var að öllum líkindum beytt blekkingum til að skrúfa eignir þessa fyrirtækis niður. Þannig var ein verðmætasta eign Atorku, plastfyrirtækið Promens sagt vera verðlaust. Ekki líður ár að verðmæti þess er metið milli 11 og 12 milljarðar!
Nú hefur Landsbankinn látið þau boð út ganga, að hann hyggist endurgreiða öllum sem skulduðu bankanum 20% af greiddum vöxtum. Þar með er bankinn að viðurkenna að hann hafi brotið á lánþegum með ofgreiddum vöxtum.
Nú er réttlætismál að Horn fjárfestingafélag Landsbankans geri okku fyrrum hluthöfum Atorku hliðstætt tilboð. Við lögðum áratuga sparnað okkar í kaup á hlutabréfum í Íslenska hlutabréfasjóðnum sem er stofninn í Atorku og einnig Jarðborunum sem Atorka yfirtók á kannski nokkuð vafasaman hátt.
Hvað hyggst Horn-ið gera fyrir þá sem töpuðu sparnaði sínum í hruninu? Þessi forrétting virðist vera gullnáma bankans sem krefst nánari skoðunar.
Guðjón Jensson
Horn styður við Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2011 | 13:23
Langt því frá að öll kurl hafi verið dregin til grafar
Rannsóknin á einkavæðingu bankanna og bankahruninu er enn sem komið er stutt á veg komin. Stjórnarandstaðan og fylgifiskar hennar kappkosta að gera ákvarðanir ríkisstjórnarinnar tortryggilegar rétt eins og hún hafi átt hlut að máli. Hafa stóryrði ekki verið spöruð og er mörgum ritsóðum til mikils vansa. Það nær ekki nokkurri átt að grípa til mestu skammaryrða í þessu skyni, t.d. núa núverandi fjármálaráðherra nasir um að hafa framið jafnvel landráð. Þessir aðilar ættu að líta í eigin barm og beina reiði sinni og gremju til réttra föðurhúsa.
Ríkisstjórnin hefur ekki átt auðvelda daga í Stjórnarráðinu. Í þau rúmlega 2 ár hafa skammirnar verið ausið miskunnalaust yfir þá sem hafa verið að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Á meðan hafa þeir sem vandanum ollu setið hljóðir í sínum skúmaskotum, ekki sýnt hvorki iðrun né að koma til samstarfs að hafa upp á þeim gríðarlegu fjármunum sem stolið var úr bönkunum og öðrum fjármunastofnunum.
Árangurinn af að greiða úr þessum flækjum hefur reynst jafnvel betri en björtustu vonir voru um að koma fjárhagsmálum þjóðarinnar í viðunandi horf eftir kollsteypu Sjálfstæðisflokksins eftir 18 ára þrásetu í Stjórnarráðinu. Innan þingliðsins hafa jafnvel leynst aðilar sem komu mjög nálægt bíræfnu braski og óheilindum. Þeir hrópa jafnvel hátt og aðrir götustrákar taka undir!
Af ávöxtunum skulum við þekkja þá!
Mosi
Kostnaðurinn 406 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2011 | 15:04
Samsæringskenningar
Ein samsæriskenningin gengur út á að Bandaríkjamenn vilja gjarnan samræma starfsemi utanríkisstefnu sína við starfsemi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eins og lengi tíðkaðist. Evrópu ríkin voru eðlilega ekki sátt við þetta enda tengdist sjóðirinn oft grimmdarlegri hernaðarstefnu BNA sem ekki byggðist alltaf á skynsamlegum ákvörðunum. Þannig voru afskipti BNA gagnvart ríkjum Suður Ameríku vægast sagt oft furðuleg og ómannúðleg. Nixon forseti studdi einræðisherra víða í álfunni og utanríkisráðherra hans, dr.Kissinger lék tveim skjöldum.
Nú er spurning hvort bandarísk yfirvöld hyggist grípa þetta einstaka tækifæri þegar Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er kærður fyrir meinta misgjörning gagnvart konunni sem kærði. Bandarísk yfirvöld rýja manninn trausti og fara sem háðulegast með hann, e.t.v. með það í huga að brjóta hann niður. Er það auðvitað mjög furðulegt enda hafa BNA fullyrtu að þeir væru málsvarar mannréttinda í heiminum. Einkum var þessu haldið fram á dögum kalda stríðsins.
Sönnun bandarískra yfirvalda getur verið mjög erfiðleikum bundið, sérstaklega þegar engin vitni voru að atburðinum, né neitt annað sem styður fullyrðingar konunnar. Enginn er sekur nema fullgild sönnun sé fyrir hendi á meintum glæp.
Það er ámælisvert að farið er með þennan mann eins og stórhættulegan glæpamann, rétt eins og um raðmorðingja eða mafíósa væri að ræða.
En við bíðum eftir hvernig þessi mál þróast. Kannski þetta sé allt misskilningur, kannski fjárkúgun gagnvart Dominique Strauss-Kahn. Hann hefur verið megin andstæðingur Sarkozy Frakklandsforseta og líklegt er að hann hefði sigrað hann í næstu kosningum ef þetta einkennilega mál hefði ekki komið upp.
Mosi
Óafsakanlegt ef satt er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2011 | 22:05
Gúrkutíð?
Ósköp er þetta þunn frétt - eða þannig.
Ætla mætti að gúrkutíðin sé byrjuð hjá fjölmiðlum landsmanna.
Mosi
Lagðist fáklæddur í rúm nágrannans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2011 | 23:00
Hvaða hyski er þetta sem veður uppi?
Við Íslendingar erum sífellt að finna meir fyrir ágengni svika, pretta og ofbeldis. Óaldarlýður veður uppi og hvernig getur venjulegur borgari varist?
Mögulegt er að sá sem er þolandi í þessu máli hafi aðhafst eitthvað sem þessi ofbeldishóp hefur ekki líkað, eða sýnt af sér athafnaleysi þegar hann átti að taka þátt í einhverju umdeildu sem hann var ekki tilbúinn að taka þátt í.
Mjög áleitin spurning er hvort nokkur ástæða sé að leyna nöfnum ofbeldismanna sem þessum og hvort ekki ætti að leyfa fjölmiðlum myndbirtingu af þessum þokkapiltum. Sumir hafa þegar verið bæði nafngreindir og myndir birtar.
Nærgætni í þessa átt hefur fyrst og fremst verið hugsuð gagnvart nánustu aðstandendum fremur en gerendunum sjálfum. Þeim stendur sjálfsagt á sama hvort þeir séu nafngreindir eða ekki, kannski jafnvel stoltir yfir gjörðum sínum.
Eitt er víst: með bankahruninu hefur glæpahópum vaxið fiskur um hrygg. Spurning er hvort þeir séu jafnvel byrjaðir að stunda grjótkast að heimili ráðherra, eitthvað sem engum hefur áður dottið í hug slíkt fólskuverk. Alvarlegt siðrof hefur orðið.
Lögreglan okkar er fáliðuð. Það er hvorki auðvelt starf né eftirsóknarvert að vera í sporum lögeglumanna að koma lögum yfir þessa ofbeldismenn. En lögreglan hefur margsýnt að hún getur unnið sitt starf með mikillri prýði og með mikkillri þrautseigju en þarf að fá auknar heimildir til að fylgjast betur með þessum glæpalýð til að uppræta glæpina.
Mosi
Héldu manni nauðugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.5.2011 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2011 | 22:39
Margt óljóst í fréttinni
Hvernig getur einhver óprúttinn aðili komið auglýsingu á framfæri á vefmiðli á bjöguðu máli og komið grunlausu fólki að senda sér stórfé?
Eitthvað mjög ámælisvert er við allt þetta: Vefmiðill sem býður upp á ókeypis auglýsingaþjónustu, getur hann orðið skaðabótaskyldur undir vissum kringumstæðum?
Sjálfsagt hefðu flestir ekið til Keflavíkur til að sækja hvolpinn en ekki látið fé af hendi án þess að hafa einhverja tryggingu fyrir efndum. Kannski má kenna kæruleysi viðkomandi um, léttúð er því miður oft fylgifiskur þegar fólk sýnir ekki af sér tortryggni í viðskiptum.
Af hverju segir í frétt að ekki sé unnt að kæra svikahrappa þar sem þeir eru erlendir? Er með gagnályktun að túlka þannig að aðeins sé unnt að kæra íslenska ríkisborgara undir svona kringumstæðum? Einhvers staðar liggja greiðir þræðir að svikahröppunum. Þeir vita um þennan vefmiðil þar sem auglýsingin er birt, líklega má rekja IP tölu tölvunnar þaðan sem auglýsingin er send, þeir hafa hugmynd um Keflavík/Reykjanesbæ og þeir virðast reyna fyrir sér að þýða orðsendingu á íslensku í því skyni að blekkja og svíkja út fé. Eru þeir e.t.v. staddir á Íslandi, kannski í spillingunni í Keflavík? Og hvernig fór peningasendingin fram? Aðferð við að koma peningasendingunni, í hvaða gjaldmiðli, hvar var viðtökustaðurinn: bankareikningur, bankanúmer o.s.frv.? Og eftir fréttinni höfðu viðkomandi símasamband. Þau eiga að vera unnt að rekja hvar sími er staðsettur.
Það hljóta að vera mörg hálmstráin til að hafa upp á þeim sem svíkur út fé á þennan hátt. Eða er þetta frétt sem aðeins kemur fram þegar gúrkutíð er? Frétt sem er kannski samin af einhverjum sér til skemmtunar?
Margt óljóst er í fréttinni. Þórbergur Þórðarson nefndi fyrirbærið skalla þegar lesandi er skilinn eftir í tómarúmi þar sem aðeins er minnst á örfá atriði sem máli skipta.
Mosi
Hvolpasvindlarar frá Kamerún | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2011 | 14:06
Óviðeigandi
Að birta mynd af Vatíkaninu í Róm með frétt sem tengist Mafíunni er fremur óheppilegt og ekki viðeigandi. Hvað skyldu Íslendingar segja ef birtar eru fréttir frá Íslandi sem tengjast glæpamönnum og birta jafnframt mynd af Skálholtsdómkirkju með fréttinni án þess að neitt samband sé á milli fréttar og myndar?
Hér er verið að blanda saman óskyldum hlutum sem tengjast ekki.
En auðvitað ber að samfagna Ítölum að lögreglan hafi haft uppi á mjög háum fjárhæðum sem voru í fórum þessara mafíumanna.
Hvenær íslenska lögreglan hefur uppi á þeim gríðarlegu fjárhæðum sem komið var undan af okkar fjárglæframönnum skal verða fagnað, hvenær sem það kann að verða.
Mosi
Miklar eignir mafíunnar gerðar upptækar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2011 | 13:31
Skólabókardæmi
Hvernig á að samræma réttindi og skyldur? Ef einhver telur sig hafa réttindi þá fylgja því eðlilega skyldur.
Hlutabréfakaup eru áhættusöm. Þeir sem ákveða að verja sparifé sínu til kaupa á hlutabréfum fyrir beinharða peninga og fær það framan í sig að allt sé verðlaust, allur sparnaðurinn farinn, er beiskur. í dag þarf fyrrum hluthafar í Kaupþing bankanum að gera upp við sig hvort þeir falli frá kröfum sínum eða eiga von á að sitja uppi með kostnað ella.
Hvernig er hægt að gera upp hug sinn þegar ekki aðeins öll kurl hafi verið dregin til grafar, heldur fremur ekki eitt einasta kurl hafi verið dregið þangað? Rannsóknin á falli Kaupþings sem er kannski ekki nema rétthafin, bendir til um mjög ítarlega útfærslu á blekkingum og svikum hafi verið um að ræða þar sem valdamenn innan bankans nánast átu hann að innan og skildu allt eftir í óreiðu. Þeir sem vissu eða máttu vita af æðstu starfsmönnum bankans, á ekki að hlífa í neinu. Þeir eiga að bera þær skyldur og ábyrgð sem þeim ber eftir stöðu og starfi hvers og eins.
Mér finnst því sjónarmið Guðna Haraldssonar hrl. vera mjög skynsamleg í þessu erfiða máli sem fyrrum stjórnendur hafa ekki gert neitt til að auðvelda þeim sem hafa rannsóknina undir höndum.
GJ
Starfsmenn bera ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2011 | 14:04
Spánska borgarastyrjöldin
Stríð hafa alltaf verið versti viðbjóður. Borgarastyrjaldir eru verstar. Spánska borgarastyrjöldin var ein sú hryllilegasta styrjöld og einn dekksti þáttur undanfara seinni heimstyrjaldarinnar. Líklega hefði verið unnt að afstýra með hyggilegri stefnu við friðarsamningana 1919 sem kenndir voru við Versali. Óraunhæfir friðarskilmálar virkuðu sem vatn á myllu öfgamanna sem smám saman náðu undirtökunum í Þýskalandi og tóku völdin ekki með lýðræðislegum kosningum. Þýski nasistaflokkurinn náði aldrei mikið meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi, um 40% og kannski dáldið meira. Spánn varð vettvangur tilraunastarfsemi þeirra Hitlers og Mússólínis í hernaði. Þar var hernaðartólum í einna fyrsta skipti beitt á fólskulegan hátt gegn óbreyttum borgurum til að valda sem mestri örvæntingu og glundroða meðal andfasista og uppræta alla mótspyrnu.
Það er ekki alltaf auðvelt að draga fjöður yfir það liðna, sérstaklega þegar hryllingur og valdasýki stjórnmálamanna og herforingja á í hlut. Því miður eiga þeir sér sumir hverjir enn aðdáendur, hversu einkennilegt og sjúkt sem það kann að vera. Dapurlegt er að lesa að í sumum þorpum Spánar virðast fasistar enn njóta einhverra vinsælda, alla vega einhverrar virðingar fram yfir önnur viðhorf. Þar er litið tortryggnum augum að grafa upp þá látnu sem hurfu af völdum fasistaskrílsins sem óð uppi með ofbeldi og mannréttindabrotum.
Við getum bent á augljós dæmi um menn sem drógu þjóðir út í tóma vitleysu á sínum tíma en voru hafnir til valda á öðrum vettvangi til að gerast málpípur vissra valdaaðila. Jafnvel á hinu friðsama Íslandi.
Spænsk yfirvöld eiga heiður skilinn að stuðla að þessi mál verði upplýst og það rétta verði dregið fram. Hundruðir þúsunda Spánverja misstu nána ættingja sína.
Smáathugasemd við fréttina: Orðið net sem stytting á interneti á eftir öllum venjum stafsetningar að skrifa með litlum staf. Ef netið væri sérheiti þá væri auðvitað rétt að rita það með stórum upphafstaf. Hér er hins vegar um tækniorð rétt eins og sími, bíll, traktor eða flugvél. Engum dettur í hug að rita slík orð með upphafstaf.
Mosi
Birta kort yfir fjöldagrafir Francos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar