Opið bréf til Landsbankans

Fjárfestingafélagið Horn í eigu Landsbankans, heldur utan um hlutabréfasafn og jarðasafn Landsbankans. Landsbankinn yfirtók gríðarlegar eignir fjölda aðila sem lentu í þroti vegna bankahrunsins. Yfir 70 jarðir eru sagðir vera í eigu Hornsi-ns og mun ríkissjóður þurfa að greiða Horni umtalsvert fé í formi framleiðslurréttar sem fylgir sumum þessara jarða. En það er önnur saga.

Í hruninu töpuðu einnig allir þeir sem áttu hlutabréf í almenningasfyrirtækinu Atorku haustið 2008 öllum sínum sparnaði í formi hlutabréfa. Í aðdraganda hrunsins var að öllum líkindum beytt blekkingum til að skrúfa eignir þessa fyrirtækis niður. Þannig var ein verðmætasta eign Atorku, plastfyrirtækið Promens sagt vera verðlaust. Ekki líður ár að verðmæti þess er metið milli 11 og 12 milljarðar!

Nú hefur Landsbankinn látið þau boð út ganga, að hann hyggist endurgreiða öllum sem skulduðu bankanum 20% af greiddum vöxtum. Þar með er bankinn að viðurkenna að hann hafi brotið á lánþegum með ofgreiddum vöxtum.

Nú er réttlætismál að Horn fjárfestingafélag Landsbankans geri okku fyrrum hluthöfum Atorku hliðstætt tilboð. Við lögðum áratuga sparnað okkar í kaup á hlutabréfum í Íslenska hlutabréfasjóðnum sem er stofninn í Atorku og einnig Jarðborunum sem Atorka yfirtók á kannski nokkuð vafasaman hátt.

Hvað hyggst Horn-ið gera fyrir þá sem töpuðu sparnaði sínum í hruninu? Þessi forrétting virðist vera gullnáma bankans sem krefst nánari skoðunar.

Guðjón Jensson

 


mbl.is Horn styður við Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sigurður styður Mosa. Mig myndi muna um að fá hlutafé mitt í Atorku til baka.

Annars er þess að geta að fjármálaráðgjafi Landsbankans sáluga, Herdís að nafni, tók upp að eigin frumkvæði að selja nokkuð af hlutabréfum (sparnaði) okkar hjóna skömmu fyrir hrun og færa andvirðið inn á Peningamarkaðssjóð og þar fengum við þó 68,8% til baka. Megi Herdís þessi lengi lifa!

Sigurður Hreiðar, 27.5.2011 kl. 14:05

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki slæmt að hafa svona hauk í horni sem Herdísi, hefði viljað fá svona ráðleggingu því áratuga sparnaður í formi hlutabréfa fór nánast alveg. Ætli hefði ekki verið unnt að kaupa jörð fyrir þá formúu?

Eg fór eftir ábendingu Fjármálaeftirlitsins: Þann 14. ágúst 2008 var fullyrt á þeim bæ að allir bankar stæðust svonefnt álagspróf. Með það í huga var eg rólegur og skrapp með félögum mínum í Skógræktarfélagi Íslands allar götur austur í Rússíá, já alla leið til Kamtstjatka í september. Í lok þess mánaðar þegar við komum heim, var allur fjármálamarkaður Vesturlanda að riða til falls. Ekki var unnt að koma neinum vörnum við. Einn stjórnarmanna í Atorku, Örn Andrésson að nafni, seldi öll sín hlutabréf sama dag og ráðuneytisstjórinn fyrrverandi, Baldur Guðlaugsson, seldi sín bréf í Landsbanka og þóttist koma af fjöllum!

Svona er nú það! Hef ekki keypt hlutabréf síðan og ætla mér ekki það enda glatað fé í hönudunum á misjöfnum athafnamönnum sem hafa kannski mestan áhugann fyrir að hafa sem flesta að fíflum.

GJ (Mosi)

Guðjón Sigþór Jensson, 27.5.2011 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband