Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
8.7.2010 | 16:06
Er Magma Energy braskfyrirtæki?
Þetta fyrirtæki er vægast sagt mjög furðulegt. Svo virðist sem það sé eins og hvert annað braskfyrirtæki rekið á kúlulánum. Forstjóri þess gefur upp að hann sé jarðfræðingur að mennt. Svo virðist að hann tengist ekkert fræðiheiminum af neinu tagi og hafi ekki skrifað svo mikið sem stafkrók í fræðunum. Ef nafn hans er slegið upp í google og leitað þá kemur í ljós að hann tengist fyrst og fremst viðskiptum um víða veröld og sumum jafnvel vafasömum.
Er það þetta sem við erum að sækjast eftir?
Við Íslendingar þurfum að kanna þetta mál betur. Við þurfum að hefja opinbera rannsókn á athöfnum þessa félags, hvernig það tengist stjórnmálamönnum og viðskiptaaðilum. Allt bendir til að þetta fyrirtæki tengist spillingu sem teygir sig víða, m.a. í íslensku samfélagi. Sumir stjórnmálamenn hafa jafnvel talið það vera hafið yfir minnstu efasemdir og því allt í lagi að veita því aðgang að öllu sem penignalykt kann að stafa af.
Magma Energy fær aðgang gegnum Geysir Green og Atorku að íslenskum orkuauðlindum. Þúsundir sparifjáreigenda og lífeyrissjóðir töpuðu gríðarlegu fé í formi hlutafjár á falli þessara fyrirtækja. Þar glataðist mikið fé sem við komum að öllum líkindum aldrei eftir að sjá aftur. Lífeyrissjóðirnir hafa verið að færa niður réttindi vegna lífeyris af þessum ástæðum.
Þeir stjórnmálamenn sem telja það vera í góðu lagi að erlent braskfyrirtæki hasli sér völl hér á landi og sölsi undir sig orkulindir þjóðarinnar eru ekki í hávegum hafðir í mínum augum. Þeir eru siðleysingjar sem telja sér vera allt heimilt þó svo að braskaranir sem þeim tengjast hafi margsinnis orðið vísir að óheiðarleika, prettum og svikum í viðskiptum. Eru þetta ekki sömu aðilar og gáfu kvótann á sínum tíma og einkavæddu bankanna. Eru þetta ekki sömu aðilarnir sem vilja næst einkavæða vatnið?
Braskaranir hafa margselt ömmur sínar gegnum tíðina. Við eigum ekki að koma nálægt svona viðskiptum í skjóli myrkurs sem ekki þolir dagsljósið!
Mosi
Má eiga 98,5% hlut í HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2010 | 15:30
Rétt viðbrögð
Branduglustofninn á Íslandi er ekki talinn vera stór kannski 100-200 pör skv. fuglabók Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings.
Það voru því hárrétt viðbrögð að bjarga uglunni undan árásargjörnum kríunum og koma henni í hendur starfsfólks Náttúrufræðistofunnar.
Mosi
Kríur réðust á branduglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2010 | 23:52
Júnímánuður
Nú er liðinn nær mánuður frá síðasta bloggi Mosa. Auðvittað á það sér skýringar.
Síðastliðinn vetur var Mosi án atvinnu. Það var dáldið einkennilegt tímabil að fá hvergi vinnu eftir að hafa verið starfandi í áratugi við mismunandi störf og síðast á bókasafni í áraraðir. Sótt var um öll möguleg störf síðastliðinn sem tæplega 60 ára maður telur sig geta valdið og geta gert gagn en án árangurs á sviði staðgóðrar menntunar.
En Mosi er fjölhæfur og hefur í nær 20 ár verið starfandi sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna um Ísland. Í júní breyttist heldur en ekki hagur Mosa og hann var eina 27 daga við leiðsögn þýskumælandi ferðamanna þar af tvær lengri ferðir um landið.
Alltaf er gaman að gera gagn og greiða götu þessara ferðamanna sem koma hingað og eru forvitnir um að ferðast og fræðast um landið okkar. Nær undantekningarlaust eru allir ferðamenn mjög ánægðir og uppfullir af fróðleik og eftirminnilegum minningum um góða dvöl í þessu norræna landi. Það var aðeins einn maður sem ekki var sáttur. Á næst síðasta degi vildi hann ólmur rjúka til og fara að skoða gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli og taldi það ekki meira mál en að skoða hraunið við Leirhnjúk hjá Kröflu fyrir norðan! Svona getur misskilningur verið mikill þegar hugurinn ber skynsemina ofurliði. Auðvitað hefði það verið óðs manns æði að ætla sér að vaða upp á Eyjafjallajökul um torleiði í meira en 1660 metra hæð og eiga á hættu að hrapa niður 300 metra snarbrattann jökulinn niður í gíginn með sjóðandi heitu vatni! Kannski að blessaður maðurinn hafi verið haldinn einhverri spennufíkn sem því miður allt of margir fá stundum í sig.
Annars varð mér stundum hugsað á ferðum mínum hversu við Íslendingar stöndum okkur illa að sumu leyti hvað ferðamenn varðar. Á einu hóteli einu úti á landi voru gerð mjög slæm mistök að mismuna hópnum með gistingu. Flestir fengu mjög góða gistingu eðan aðrir fengu mun lakari þó svo að ekki væri tilefni til þess.
Þá eru vegirnir okkar kapítuli út af fyrir sig. Að láta gestina okkar hossast klukkutímum saman á slæmum vegum jaðrar við mannréttindabrot. Hvers vegna var gerður varanlegur og vandaður 60 km langur hálendisvegur upp úr Fljótsdal vegna byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem kemur nú mjög fáum að gagni? Á sama tíma tekur hátt í 3 klukkutíma að aka frá Kelduhverfi upp í Hljóðakletta og til baka aftur og síðan austur með Jökulsá um Hafragilsfoss og Dettifoss um Hólsselskíl og Grímsstaði á þjóðveginn áfram austur á land. Þessi leið er að mörgu leyti hliðstæð að lengd miðað við þennan umdeilda veg sem lagður var í þágu álguðsins sem virðist vera æðstur allra guða að mati sumra stjórnmálamanna. Forgangsröð sumra stjórnmálamanna í vegamálum er hreint furðuleg að ekki sé dýpra tekið í árina.
Og nú ætlar Möllerinn að fara í Vaðlaheiðargöng til að þóknast kærum kjósendum sínum við Eyjafjörð. Af hverju má ekki leggja meiri áherslu á ferðamannavegi í þágu ferðaþjónustunnar? Er það kannski vegna þess að erlendir ferðamenn hafa ekki atkvæðisrétt? En það skal Möllerinn betur vita að það eru margir sem tengjast ferðaþjónustu og hafa atkvæðisrétt þó ekki sé í kjördæmi ráðherrans! Vaðlaheiðargöng eru ekki svo brýn að taka beri þau fram fyrir aðrar vegabætur sem beðið hafa í áratugi!
Mosi
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.7.2010 kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2010 | 23:17
Hvers vegna?
Slysið á dögunum sem leiddi af sér dauða ungs starfsmanns í Járnblendiverksmiðjunni er staðfesting á því að svo virðist sem ekki er allt með felldu með reksturinn í þessari verksmiðju. Endalaus vandræði með rekstur þessa fyrirtækis hefur verið einkenni þess á undanförnum árum. Þar hefur verið töluvert um slys og þetta fyrirtæki hefur í áraraðir komist upp með að hleypa mengun út í andrúmsloftið í formi reyks frá verksmiðjunni án þess að hann hefur áður verið hreinsaður. Eitthvað alvarlegt hlýtur að vera að í rekstri þessa fyrirtækis.
Önnur stóriðjufyrirtæki virðast hafa komist hjá óhöppum hvort sem er vegna slysa á starfsmönnum eða af völdum mengunar.
Sjálfsagt er að yfirvöld og fjölmiðlar fylgist gjörla með þessu. Ef reglum varðandi öryggi starfsmanna eða að koma í veg mengun hefur ekki verið framfylgt, ber að framfylgja þeim eftir og ef út af er brugðið að hóta að afturkalla starfsleyfi þessa fyrirtækis nú þegar. Við Íslendingar getum ekki liðið að skynsamlegum og sanngjörnum reglum að tryggja öryggi starfsmanna og að koma í veg fyrir mengun sé ekki framfylgt.
Þessi járnblendisverksmiðja virðist lengi hafa átt í ýmsum erfiðleikum og ef ekki verður úr bætt og reksturinn færður í betra og viðunandi horf þá ber að hætta þessari starfsemi sem fyrst.
Mosi
Rannsaka slysið á Grundartanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar