Hvers vegna?

Slysið á dögunum sem leiddi af sér dauða ungs starfsmanns í Járnblendiverksmiðjunni er staðfesting á því að svo virðist sem ekki er allt með felldu með reksturinn í þessari verksmiðju. Endalaus vandræði með rekstur þessa fyrirtækis hefur verið einkenni þess á undanförnum árum. Þar hefur verið töluvert um slys og þetta fyrirtæki hefur í áraraðir komist upp með að hleypa mengun út í andrúmsloftið í formi reyks frá verksmiðjunni án þess að hann hefur áður verið hreinsaður. Eitthvað alvarlegt hlýtur að vera að í rekstri þessa fyrirtækis.

Önnur stóriðjufyrirtæki virðast hafa komist hjá óhöppum hvort sem er vegna slysa á starfsmönnum eða af völdum mengunar.

Sjálfsagt er að yfirvöld og fjölmiðlar fylgist gjörla með þessu. Ef reglum varðandi öryggi starfsmanna eða að koma í veg mengun hefur ekki verið framfylgt, ber að framfylgja þeim eftir og ef út af er brugðið að hóta að afturkalla starfsleyfi þessa fyrirtækis nú þegar. Við Íslendingar getum ekki liðið að skynsamlegum og sanngjörnum reglum að tryggja öryggi starfsmanna og að koma í veg fyrir mengun sé ekki framfylgt.

Þessi járnblendisverksmiðja virðist lengi hafa átt í ýmsum erfiðleikum og ef ekki verður úr bætt og reksturinn færður í betra og viðunandi horf þá ber að hætta þessari starfsemi sem fyrst.

Mosi


mbl.is Rannsaka slysið á Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242921

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband