Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
5.3.2009 | 11:15
Fáum sérfræðinga frá Scotland Yard til liðs við okkur!
Eftir rúman hálfan áratug þá ríkisbankarnir voru einkavæddir, þá hefur komið í ljós að sú ákvörðun reyndist vera kórvilla. Einkavæðingin var með þeim veiku forsendum sem þá voru þó ljósar. Andvirði bankanna sem nam örfáum milljörðum var greitt með flýtiarði og skammtímamarkmiðum. Stjórnvöld sýndu þessum bröskurum einstakan skilning með því að fella niður bindiskyldu sem var afnumin, eftirliti var verulega áfátt og nánast allt gert eftir pöntun til þess að efla sem mest frelsið kaupenda bankanna sem reyndust vera fjárglæfrar hinir verstu. Í Morgunblaðinu í gær er köld kveðja frá einum helsta féflettinum, erlendum braskara, sem af s´æerstökum ástæðum er ekki nafngreindur hér. Greinin er þýdd en ekki er þýðanda getið.
Af grein þessari að dæma mætti ætla að þarna væri á ferðinni einhver saklaus fermingastrákur sem komið hefði sparifé sínu fyrir í Kaupþingi. Hann kveðst hafa haft viðskipti í Kaupþingi síðan 2003, sama ár og Búnaðarbankinn var einkavæddur en hann varð stofninn að Kaupþingi sem kunnugt er. En þessi maður er ekki jafn saklaus og blautur milli eyrnanna sem þessi skrif hans bera með sér. Sitthvað má lesa milli línanna og það sem hann segir ekki er hins vegar kunnugt af öðrum heimildum. Þessi maður hverfur á braut með andvirði 280 milljarða króna í formi láns án þess að ljóst sé að neinar tryggingar fyrir endurgreiðslu hafi verið lagðar. Þessi maður erstjórnarmaður í Exista og hefur greinilega verið einn aðalpaurinn í að eta þessi fyrirtæki að innan. Afrakstrinum er komið til skattparadísa í Karabiska hafinu.
Þessi fjárhæð 280 milljarðar er tæp milljón á hvern Íslending! Hér er um að ræða ráðstöfunartekjur allrar íslensku þjóðarinnar fyrir nauðþurftum sínum í heilt ár!
Við þurfum að fá sérfræðinga Scotland Yard í hvítflibbaglæpum okkur til aðstoðar án tafar! Þeir hafa yfir að ráða mjög dýrmætri reynslu við að rannsaka og upplýsa sakamál tengdum hvítflibbum auk þess að hafa mjög góðar og traustar upplýsingalindir til að hafa upp á þessum hvítflibbamönnum sem skilja landið okkar sem sviðinni jörð.
Breski hvítflibbabraskarinn sem skrifar í Morgunblaðið í gær á sér greinilega íslenska vitorðsmenn sem vilja greiða götu þessa braskara. Hver þýðir þessa dæmalausu grein þar sem hann þakkar pent fyrir sig og gefur í skyn að við erum eins og börn í fjármálum? Það kemur hvergi fram.
Mosi
Hefði gert margt öðruvísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 09:58
Silfurpeningarnir þrjátíu
Þór Saari hagfræðingur minnist á einn stjórnmálaflokk íslenskan sem hann telur vera viðloðandi spillingu en án þess að nefna heiti hans.
Lengi vel hafa bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur verið tengdir spillingu. Nú á dögunum var greint frá því að Össur ráðherra Samfylkingar vilji koma í gegnum þingið samning við álguðina um nýtt álver þrátt fyrir gagnstæða yfirlýsingu stjórnarþingmanna og ráðherra. Ekki eru viðskiptahorfur fyrir álbræðslurnar sérlega bjartar sem stendur, verðfall á áli umtalsvert og birgðasöfnun því óhjákvæmileg ef ekki verði dregið úr framleiðslu að sama skapi.
Spurning hvort Össuri hafi verið rétt digur seðlabúnt til að liðka fyrir álfurstum að fá hagstæð verð fyrir rafmagn og aðstöðu?
Ef til vill eru mútur algengari hérlendis en í ljós hefur komið.
Í sagnfræðiriti Agnars Klemensar Jónssonar: Stjórnarráð Íslands 1904-1964 segir frá Ráðherrabústaðnum sem hvalveiðifurstinn Hans Elefsen seldi Hannesi Hafstein fyrir einungis eina krónu. Árið 1907 fékk HH andvirði hússins úr Ríkissjóði og nam söluverðið 52.400 krónum. Sjálfsagt hefur aldrei ein króna ávaxtast jafnhratt á einungis örfáum árum. Voru þetta mútur fyrir að sýna hvalveiðihagsmunum sérstakan skilning og beita ekki neinum úrræðum að hafa truflandi áhrif á þá?
Sjálfsagt má geta sér til að mútur séu mun meir stundaðar á Íslandi en fram hefur komið og viðurkennt er. Mútur eru mjög virk ráð til að fá yfirvöld með sér en að sama skapi eru upplýsingar þaraðlútandi mjög viðkvæmar þar sem viðkomandi fara með veggjum í skjóli myrkurs, hvort sem menn beiti mútum eða þiggi þær. Mútur eru mjög algengar í Afríku spilltra valdaaðila og þykja jafnvel sjálfsagðar í þeim löndum.
Í skáldsögu Jóns Thoroddsens Manni og konu segir frá samskiptum fátækrar ekkju við ágjarnan prest, sr. Sigvalda. Í leikritsgerð sögunnar er ekkjunni lagt í munn að silfurpeningarnir 30 hans Júdasar Ískaríót séu stöðugt í umferð og ávaxtast skjótt.
Spurning er hvort þessir silfurpeningar séu enn í umferð og það einnig á Íslandi?
Mosi
Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 17:45
Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Áhugaverður ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands var haldinn á Hótel Esju í morgun. Þar voru flutt mörg áhugaverð ávörp og kynningar á því sem er að gerast í atvinnulífi landsmanna. Þrátt fyrir kreppu og erfiðum fjárhag landsmanna var ekki að heyra að borinn væri nokkur kvíðbogi fyrir framtíðinni. Við landsmenn eigum mjög færa og velmenntaða sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum þekkingar sem koma til með að styrkja efnahag okkar með tímanum. Við lítum með hóflegri bjartsýni og vonum að upp rísi öflug fyrirtæki rétt eins og Marel og Össur sem í dag eru stórfyrirtæki hvort á sínu sviði sem bera af í íslenskri fyrirtækjaflóru í dag. Bæði byrjuðu þau sem bílskúrsfyrirtæki þar sem unnið var hvern nýtan dag til að bæta og byggja á hugviti íslenskra uppfinningamanna.
Íslendingar hafa ætíð verið þekktir um allan heim að vera mjög úrræðagóðir á ögurstund. Öðru nær var þegar við vorum sárfátæk þjóð sem áttum allt undir veðri og vindum og mismunandi góðri stjórn Dana. Þó á móti blási nú, þá verðum við að glæða þær góðu og áhugaverðu hugmyndir sem nú er verið að vinna að. Við getum átt von á margvíslegum verkefnum á næstu misserum sem tengist auðlindum okkar og sérfræðitækni, t.d. á sviði jarðhitanýtingar. Hvarvetna í heiminum eru gríðarleg tækifæri sem við megum gjarnan skoða betur hvort við getum með þekkingu okkar og reynslu komið einnig öðrum þjóðum að gagni.
Það fer því fjarri að allt sé að fara fjandans til á Íslandi, öðru nær.
Mosi
3.3.2009 | 17:27
Oft bylur hátt í tómri tunnu
Erfiðleikar minnihlutastjórnar
Ljóst er að ýms teikn eru á lofti að ekki gegnur nógu vel fyrir minnihlutastjórn að koma mikilvægum málum í gegnum þingið. Það sannaðist vel á sparkfrumvarpinu nú á dögunum þegar Sjálfstæðisflokknum tókst að framlengja dvöl Davíðs Oddssonar í bankastjórastól um nær viku. Ljóst er að þetta frumvarp var forsenda fyrir því að unnt væri að koma öðrum málum að.
Þessi ríkisstjórn hefur á sinni könnu einhver erfiðistu mál á líðandi stund. Þar þarf að vinna hratt en vel. Áralagið þarf sjálfsagt eftir að samræma betur svo fleiri nauðsynleg mál nái að koma í gegn. En það sem þarf að hafa forgang er auðvitað að koma atvinnulífinu í réttan gang og koma rannsókninni á bankahruninu í réttan farveg. Hvorugu sinnti Sjálfstæðisflokkurinn og má segja að oft bylur hátt í tómri tunnu.
Mosi
Fundað um stjórnarsamstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 16:29
Hvað með ókeypis í strætó?
Þegar fréttir berast úr Kópavogi stórbokkanna leggja flestir við hlustir: Nú heyrist að atvinnulausir fái frítt á bókasafnið í hálft ár og frítt í svitastöðvarnar. Hvers vegna ekki að bjóða upp á ókeypis kort í strætó?
Fátt kemur bæði atvinnulausum sem skynsömu fólki betur að gagni en taka sér far með strætisvögnum. En fargjöldin hafa verið spennt upp úr öllu valdi enda telur Sjálfstæðisflokkurinn með allt of mörgum fulltrúum í stjórn Strætó, að þessi rekstur eigi að standa undir sér. Satt best að segja hefur það hvergi í veröldinni tekist að láta almenningssamgöngur standa undir sér algjörlega.
Svona geta Sjálfstæðisflokksmenn verið gjörsamlega lokaðir fyrir staðreyndum. Sumir eru meira að segja uppteknir við að storka nágrannasveitarfélögum með því að koma sér upp upp vatnsveitu að þeir höggva í burtu heilu skógana í nær skóglausu landi eða með óskynsamlegri hafnarstarfsemi og sinnuleysi vegna umhvefismála.
Mosi
Atvinnulausum boðið á bókasafnið og í ræktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 16:16
Atvinnuleysi er dapurlegt fyrir ungt fólk
Fátt er jafn dapurlegt og atvinnuleysi fyrir ungt fólk. Sjálfur man eg þá tíð þegar töluvert atvinnuleysi var hérlendis eftir að síldin hvarf og efnahagur íslensku þjóðarinnar beið mikið afhroð. Sumrin 1968, 1969 og 1970, þ.e. síðustu ár Viðreisnarinnar voru skelfileg fyrir nema í menntaskóla sem átti ekki foreldra sem bjuggu upp á ríkidæmi. Faðir minn var atvinnubifreiðastjóri og skrapp vinna hans mjög mikið saman á þessum árum. Móðir mín var heimavinnandi en var oft langdvölum á sjúkrahúsum vegna veikinda. Sumarvinnan var oft stopul og man eg sérstaklega eftir vorinu 1969. Þá var langt verkfall þá um vorið og loksins þá það leystist, fóru hundruðir námsmanna niður á Eyri að snapa vinnu. Þar voru hafnarverkamenn fyrir og eltu þeir verkstjórana hjá Eimskip fram og aftur um Sprengisand og aðra hafanrgarða. Nánast öll kaupskip íslenska verslunarflotans voru bundin við bryggjur og var kapp mikið að losa þau sem fyrst og lesta varning til útflutnings.
Ekki tókst mér að fá snöp fyrr en á þriðja degi og þá hjá Togaraafgreiðlunni sem sá um upp- og útskipun í Sambandsskipin. Þann dag var eg næstum búinn að drepa mig við vinnuna en verið var að hífa upp mikla stálbita sem voru neðst í lestinni og áttu að fara austur í Búrfellsvirkjun sem þá var í byggingu. Þá voru mastursbómur tvær notaðar og var stundum sem önnur vindan stóð á sér. Kom auðveldlega slynkur og máttum við skólapiltar fótum okkar að launa að komast undan hættunni þá vindurnar tóku í. Mér skyldist að annar vindukarlinn hefði verið orðinn nokkuð ölvaður þegar þarna var komið við sögu uppskipunarinnar og lúgukarlinn sjálfsagt líka.
Á þessum árum var nefskattur sem tengdist tryggingakerfinu. Þar var einkum framlag til Sjúkrasamlags sem allir sem laun þágu urðu að greiða, án tillits til hversu mikið þeir þénuðu. Þetta sumar hafði eg vinnu í hálfan þriðja mánuð og fannst mér ansi skítt að þurfa að sjá meira en þriðjunginn af sumarhýrunni fara í þessa hít. Þegar vinstri stjórnin sem mynduð var á Bastilludaginn 14. júlí 1971, var eitt fyrsta verk hennar að leggja þennan nefskatt niður. Alltaf er mér minnisstætt hve ríkisstjórnin var skömmuð af íhaldinu og þeim ríkisstjórnarmönnum núið ákaft um nasir að kunna ekkert með fjármál að fara. Nú hefur annað komið í ljós.
Atvinnuleysið snertir alla. Í dag eru tækifærin margfalt meiri en áður fyrr. En í sumum löndum eins og Spáni hlýtur þetta að vera sérstaklega dapurlegt. Því miður er ferðaþjónusta talin til láglaunastarfa að mestu en gríðarlegur innflutningur fólks frá Afríku í leit að betra lífi, hefur ábyggilega mikil áhrif. Þeir sem sætta sig við lægra kaup eru líklegri til að fá vinnu að ekki sé talað um svarta atvinnustarfsemi sem víða þrífst.
Tæplega 3,5 milljón Spánverja án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar