Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Allt er gert að verslunarvöru

Sennilega hafa fjölmiðlar sjaldan verið jafn ágangsharðir gagnvart nokkurri persónu en þessari ungu leikkonu sem líklega stóð ekki undir allri þessari frægð. Hún kom úr fátækri fjölskyldu og fékk skjótan frama í bandar´siskri afþreyingu filmuframleiðslunnar.

Það er dæmigert að allt verður að verslunarvöru í henni Ameríku, dapurlegt. Einstaklingurinn er gjörsamlega varnarlaus gagnvart peningagræðgi sem eyðileggur allt of marga.

Mér finnst skömm að þessu.

Mosi


mbl.is Gömul upptaka af Monroe fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er unnt að fyrirgera ríkisborgararétti?

Sennilega klóra margir sig í handarbökin að hafa sýnt af sér gáleysi við að mæla með til stjórnvalda að veita þessum sakaraðila íslenskan ríkisborgararétt á sínum tíma. Líklega þýðir það að íslenskt samfélag situr uppi með öll þau vandræði sem viðkomandi hefur bakað þjóðinni.

Um skilyrði fyrir að sækja um íslenskt ríkisfang má lesa á: http://www.domsmalaraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/rikisborgaramal/upplysingar//nr/511

Þar er aðeins vikið að búsetuskilyrðum þar sem umsækjandi hafi átt lögheimili hérlendis í sjö ár. Ákveðnar aðstæður geta stytt þann tíma eins og hjúskapur, búseta á Norðurlöndum og sitt hvað fleira.

Önnur skilyrði:

1. Umsækjandi hafi sannað með fullnægjandi hætti hver hann sé.

2.  Umsækjandi sé starfhæfur og vel kynntur og leggi m.a. því til staðfestingar fram álit tveggja valinkunnra íslenskra ríkisborgara.

3.  Árangurslaust fjárnám hafi ekki verið gert hjá umsækjanda sl. þrjú ár, bú hans tekið til gjaldþrotaskipta eða hann í vanskilum með skattgreiðslur.

4.  Umsækjandi geti framfleytt sér hérlendis og hafi ekki þegið framfærslustyrk frá sveitarfélagi sl. þrjú ár.  Er umsækjanda skylt að sýna fam á að hann hafi framfært sig með löglegum hætti hér á landi og er dómsmálaráðuneytinu heimilt að afla skattframtala og gagna frá skattyfirvöldum því til staðfestingar. 

5. Umsækjandi hafi ekki, hérlendis eða erlendis, sætt sektum eða fangelsisrefsingu eða eigi ólokið máli í refsivörslukerfinu þar sem hann er grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi samkvæmt íslenskum lögum.  Frá þessu má þó víkja að liðnum fresti sem tilgreindur er í lögum um íslenskan ríkisborgararétt.

6. Umsækjandi skal hafa staðist próf í íslensku samkvæmt kröfum í reglugerð nr. 1129/2008.

Sjá nánar lög nr. 100/1952

Þetta er allt og sumt! Að vísu er vikið að frömdum lögbrotum í lið 5 en ekki minnst á ef viðkomandi brýtur af sér eftir veitingu ríkisborgararéttar. Við lestur laganna um ríkisborgararétt er ekki unnt að sjá neina heimild eða einhver úrræði fyrir að svipta einhvern íslenskan ríkisborgararétti.

Það mætti gjarnan setja það einfalda skilyrði fyrir veitingu íslensks ríkisborgararéttar að viðkomandi  beri að virða íslensk lög og samfélag í hvívetna og að undir vissum skilyrðum megi svipta viðkomandi ríkisborgararétt með dómi, brjóti viðkomandi af sér alvarlega hvað refsilög viðkemur. Sakamenn á Íslandi hafa ótrúlega mikinn rétt fram yfir aðra, t.d. eldra fólk, öryrkja og atvinnulausa enda umburðarlyndi Íslendinga ótrúlega mikið.

Germanskur réttur forn mælti fyrir að þeir sem aðlöguðst ekki samfélaginu og gerðust sekir um vítaverð brot, bæri að útskúfa úr samfélaginu. Þannig voru menn dæmdir í skóggang og fjörbaugsgarð sem var tímabundin útskúfun.

Í nútímarétti er þetta kannski ekki auðvelt, t.d. verður að viðurkenna svonefndan tvöfaldan ríkisborgararétt þannig að ef einhver væri sviptur ríkisborgararétt í einu ríki þá væri það upphaflega landið sem sæti uppi með vandann, rétt eins og Schengen sáttmálinn kveður á um varðandi þá sem koma ólöglega til EES/EBE svæðisins.

Þessi málaferli eiga sjálfsagt eftir að draga þann dilk á eftir sér að hvetja stjórnvöld að vanda mun betur undirbúning þessara mála. Skerpa þarf á skilyrðum enda fullþörf á því.

Mosi


mbl.is Catalina áfrýjar dómnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu mikil ábygð felst í að stýra banka?

Sjálfsagt verða margir til að sækja um bankastjórastöðuna í þessum banka með mörgu nöfnin. 

Sú var tíðin að eignarrétturinn væri friðhelgur og enginn mætti svipta eigandann eign sinni.

Þúsundir Íslerndinga létu glepjast og keyptu hlutabréf þ. á m. í Búnaðarbankanum og ýmsum fyrirtækjum öðrum eins og fjárfestingarfélaginu Auðlind sem síðar rann inn í þessa svikamyllu.

Nær allt hlutafé þúsunda Íslendinga, sparifé 20 ára, virðist vera með öllu glatað, m.a. vegna mjög frjálslegra og léttúðlegra lánaveitinga bankastjóra til áhættufjárfesta sem lögðu ýmist fram engar eða mjög lélegar tryggingar og veð fyrir gríðarlegum lántökum. Nú hafa ýmsir erlendir aðilar þ. á m. vogunarsjóðir lykilaðstöðu og fá væntanlega allt núna þetta góss á silfurfati án þess að almennir hluthafar fái rönd við reist.

Einu sinni á ævi minni hefur Mosi leitað til basnkastjóra  um víxillán til hálfs árs. Þetta var í Landsbankanum fyrir um þriðjungi aldar. Bankastjórinn vildi lána gegn víxli með uppáskrift tveggja ábyrgðarmanna. Vildi eg leggja fram ríkisskuldarbréf, svonefnd Spariskírteini ríkissjóðs með undirskrift fjármálaráðherra til sjálfskuldarábyrgðar fyrir þessu hálfsárs láni. Þetta vafðist illilega fyrir bankastjóranum og kvað ekki nema vildarviðskiptavini bankans fá slíka fyrirgreiðslu. „Þetta er ekki fyrirgreiðsla" sagði eg, þetta er besta trygging fyrir greiðslu væntanlegrar skuldar minnar en mig vantar þessa geninga í hálft ár og get þá greitt þá til baka. Bankastjórinn sat við sinn keyp og bauðst eg þá að fara með víxileyðublað upp á Arnarhól og gæti ábyggilega fengið rónana til að skrifa upp á gegn því að rétta að þeim brennivínslögg. Mér skildist á banakstjóranum að það væri bara allt í lagi! Eftir nokkra daga gekk maður undir manns hönd og mér var veitt lánið gegn sjálfskuldarábyrgð með veði í framangreindum skjölum undirrituðum af fjármálaráðherra en ekki rónunum á Arnarhóli með fyllstu virðingu fyrir þeim.

Síðan hef eg ekki haft mikla trú á bankastjórum og það staðfestist þegar í ljós kom að sumir þeirra höfðu meiri áhuga fyrir fótboltasparki á Bretlandi en að reka banka með sóma.

Það mætti afnema þessa stjórnarskrárgrein um friðhelgi eignarréttarins fyrst þetta heldur ekki betur en raunin er.

Eiga þeir að stela sem ekki kunna að fela? Þjófnaðurinn á sparifé okkar er mjög augljós.

Mosi


mbl.is Finnur Sveinbjörnsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband