Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
24.6.2007 | 20:34
Tindur eða toppur?
Af hverju er orðið toppur að tröllríða hvar sem litið er í rituðu sem mæltu máli? Talað er um topp á bíl þegar átt er við þakið og eins er toppur nefndur þegar átt er við fjallstind.
Á sama hátt er virið að keyra bæði bíla og tölvuforrit. Af hverju er bílum ekki lengur ekið? Svo virðist að sögnin að aka sé að gleymast. Kannski að margir séu hræddir að kunna ekki lengur að beygja sterkar sagnir.
Mér finnst fyllsta ástæða til að við vöndum okkur betur í málinu og ígrundum vel og vandlega hvort annað orð sé ekki jafnvel heppilegra. Notum fajllstind í stað fjallstopp og bílþak í stað topps þar sem það á betur við.
Íslenskan er lifandi mál sem við verðum að halda vel við.
Mosi
Á fjórða hundrað manns gekk á Esju í gærkvöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2007 | 22:10
Góður kostur
Þetta mál er mjög athyglisvert og þarfnast nánari skoðunar hvort áhugi sé fyrir að koma þessu í kring. Auðvitað eru þessi tölvustarfsemi mun betri og áhugaverðari en áliðnaðurinn enda þykir mörgum nóg komið í þeim efnum. Hvað ef álverð hrapar íður úr öllu valdi vegna minnkandi eftirspurnar? Nú fer álframleiðslan aðeins um 1% í að smíða flugvélar! Verulegur hluti af framleiðslu Alkóa fer í hergagnaiðnaðinn. Jarðsprengjur eru t.d. að miklu leyti ftramleiddar úr áli. Hvað skyldu margir vita það? Og klasasprengjur og flísasprengjur og annað slíkt - hvað skyldi mikið af ársframleiðslunni fara í slíkan óhugnað?
Mosi
Kostnaður við orku til netþjónabús 20-30% lægri hér en í samkeppnislöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2007 | 21:41
Stoppum landeyðinguna
Auðvitað væri unnt að gera heilmikið til að draga úr þessum ósköpum. Nú eru landsmenn að leggja á sig töluverðar kvaðir með því að taka þátt í Kolviði sem er að slá í gegn um þessar mundir.
En hver er þáttur stóriðjunnar? Fram að þessu verður hann að teljast mjög rýr, nánast enginn. Ef lagður væri á umhverfisskattur eins og víða er gert um víða veröld væri unnt að stórefla baráttuna gegn gróðureyðingunni. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að byggja upp fleiri stoðir undir atvinnulífið, efling gróðurs er einn þátturinn í því að gera landið byggilegra. Og aldrei má gleyma blessaðri lúpíunni sem hefur reynst óvenjulega góður ásamt strandbygginu sem liðsmaður að hefta sandfok. Svo þarf að auka skjólbelti og einnig skógrækt.
Mosi
Moldrokið á Suðurlandi sést utan úr geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2007 | 19:19
Er kvótabrask með mengunarkvóta í uppsiglingu?
Spurning er hvort þessi mikli áhugi álfyrirtækjanna fyrir að auka starfsemi sina hérlendis sé ekki tengd því hve íslensk stjórnmvöld eru kærulaus gagnvart lagaumhverfi þeirra. Þegar flestar þjóðir eru að taka upp umhverfisgjald víðast hvar og þá eru álfyrirtæki ekki undanskilin.
Landsmenn vilja flestir kolefnisjafna bílana sína og leggja sjálfviljugir á sig sérstakan skatt í því skyni. Álfyrirtækinn menga tiltölulega mest á Íslandi og nú er spurning hvort kvótabrask með mengunarkvóta sé í uppsiglingu, gjafakvóti sem þessi fyrirtæki gjalda ekkert fyrir?
Mosi
Fulltrúar Alcan áttu fund með iðnaðarráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 06:45
Rétt viðbrögð
Einkennilegt er að ýmsir stundi þann hættulega leik að aka hraðar og jafnvel stunda ofsaakstur. Viðbrögð sýslumannsins á Selfossi eru til fyrirmyndir að taka hart á þessum varhugaverðu agabrotum í umferðinni. Þessi samgöngutæki breytast í drápstæki í höndunum á óvitunum þegar þeir týna sjálfum sér í algleymi æsingsins.
Óskandi er að lögreglan nái sem flestum ökuföntum, helst öllum. Alvarlegustu slysin og þau afdrifaríkustu eru vegna hraðaksturs sem þarf að koma í veg fyrir.
Mosi alias
Vörubílar ekki teknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2007 | 19:04
Loksins loksins
Loksins loksins kemur e-ð frá fyrrum samgönguráðherra en núverandi þingforseta sem vekur virkilega athygli á samfélaginu. Allir landsmenn hafa haft efasemdir um kvótakerfið, misjafnlega þó. Gallar þess eru bæði margir og þeir eru augljósir. Ein skuggalegasta hliðin er brottkastið sem er siðferðislega séð hrikaleg aðferð til að leyna hvað raunverulega veiðist.
Sóknardagakerfið var á sínum tíma ekki draumalausn Framsóknarflokksins. Með því átti að koma með til hafnar allan veiddan afla. En ekki var unnt að braska með því fyrirkomulagi og gera að grundvelli auðsöfnunar, því var af þeim ástæðum hafnað á sínum tíma.
Óskandi er að fleiri þingmenn setji fram gagnrýni á þessu umdeilda kvótakerfi sem virðist ekki hafa skilað þeim árangri sem upphaflega var að stefnt.
Var kannski tilgangur þess brask og auðsöfnun?
Mosi - alias
Sturla: Kvótakerfið hefur mistekist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2007 | 19:59
Mjög umdeilt og grunsamlegt
Þessar niðurstöður eru mjög grunsamlegar svo ekki sé meira sagt. Grein Sigurðar G. Guðjónssonar í Morgunblaðinu í dag er vægast sagt á við mjög skelfilega hrollvekju.
En meira má minnast á í þessu sambandi:
Þegar SÍS lagði upp laupana á sínum tíma var tapið gríðarlegt. Hinsvegar var Framsóknarflokkurinn víða með allt sitt á þurru - víða hefur komið upp gríðarlegar eignir þrátt fyrir hrikalegar skuldir og gjaldþrot sem allt virðist vera eins og allt hafi verið í góðu lagi eftir allt saman. Og víða sprettur upp gróðalindir af sjálfu sér - kannski eins og kartöflurnar núna og í þágu þungaviktarmanna innan Framsóknarflokksins!!!
Samskip, Exista, Kaupþing, VÍS og núna þessi 30 milljarða hít. Hvað verður næst?
Er ekki fyllsta ástæða til að óska eftir opinberri rannsókn á þessum fjármagnstenglsum?
Fyrir ári keypti Kaupþing út flesta litlu hluthafana í HBGranda á hæsta gengi sem þekkst hefur og undir lokin átti Kaupþing banki 33% í þessu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins!!!! Eftir aðalfund í Kaupþingi s.l. marsmánuðu og áðrur en aðalfundur í HBGranda var haldinn var Ólafi Ólafssyni forstjóra Samskipa afhentur þessi 33% hlutur í HBGranda. Hinsvegar fær hinn almenni íslenski hluthafi í þessu gróðamikla fyrirtæki Kaupþingi aðeins lús í hönd þrátt fyrir að þessi stassjón róti saman milli 80 og 90 milljarða gróða á síðasta ári!!!
Framsóknarflokkurinn sér greinilega um sína - Hvað verður næst?
Við eigum kröfu á skýringu á þessu óvenjulega gróðabralli!! Og ef ekki þá opinbera rannsókn - takk fyrir!!
Mosi - alias
Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingar slitið - eigið fé 30 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2007 | 18:35
Umdeild ákvörðun
Að Íslendingarsæki um að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er mjög umdeilt.
Ekki er ljóst að afstaða Íslendinga verði mikið frábrugðin stefnu BNA sem stendur í ýmsum umdeildum hernaðaraðgerðum um þessar mundir. Séð verður fyrir því að íslenski fulltrúinn aðhafist ekkert annað en það sem BNA væntir að dvergríkið gerir.
Þá er mjög umtalsmikill kostnaður sem fylgir þessari hugmynd. Nú eigum við fullt í fangi við að reka heilbrigðisþjónustu og menntakerfi á Íslandi svo dæmi sé nefnt. Og víða er pottur brotinn í þeim efnum eins og margsinnis hefur komið fram.
Þeir miklu fjármunir sem bundnir verða Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna væri mun betur varið að treysta innviði íslensks samfélags. Við eigum að leyfa stórbokkunum meðal þjóðanna að sjá um öryggisráðið enda er þar fjallað um mjög erfið deilumál sem tengjast hernaðarbrölti sem við höfum ekkert vit á.
Mosi
Nicholas Burns fagnar framboði Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar