Mjög umdeilt og grunsamlegt

Þessar niðurstöður eru mjög grunsamlegar svo ekki sé meira sagt. Grein Sigurðar G. Guðjónssonar í Morgunblaðinu í dag er vægast sagt á við mjög skelfilega hrollvekju.

En meira má minnast á í þessu sambandi:

Þegar SÍS lagði upp laupana á sínum tíma var tapið gríðarlegt. Hinsvegar var Framsóknarflokkurinn víða með allt sitt á þurru - víða hefur komið upp gríðarlegar eignir þrátt fyrir hrikalegar skuldir og gjaldþrot sem allt virðist vera eins og allt hafi verið í góðu lagi eftir allt saman. Og víða sprettur upp gróðalindir af sjálfu sér - kannski eins og kartöflurnar núna og í þágu þungaviktarmanna innan Framsóknarflokksins!!!

Samskip, Exista, Kaupþing, VÍS og núna þessi 30 milljarða hít. Hvað verður næst?

Er ekki fyllsta ástæða til að óska eftir opinberri rannsókn á þessum fjármagnstenglsum?

Fyrir ári keypti Kaupþing út flesta litlu hluthafana í HBGranda á hæsta gengi sem þekkst hefur og undir lokin átti Kaupþing banki 33% í þessu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins!!!! Eftir aðalfund í Kaupþingi s.l. marsmánuðu og áðrur en aðalfundur í HBGranda var haldinn var Ólafi Ólafssyni forstjóra Samskipa afhentur þessi 33% hlutur í HBGranda. Hinsvegar fær hinn almenni íslenski hluthafi í þessu gróðamikla fyrirtæki Kaupþingi aðeins lús í hönd þrátt fyrir að þessi stassjón róti saman milli 80 og 90 milljarða gróða á síðasta ári!!!

Framsóknarflokkurinn sér greinilega um sína - Hvað verður næst?

Við eigum kröfu á skýringu á þessu óvenjulega gróðabralli!! Og ef ekki þá opinbera rannsókn - takk fyrir!! 

Mosi - alias 

 

 

 


mbl.is Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingar slitið - eigið fé 30 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt sem vekur upp spurningar hjá mér, hver kaus þessa menn til að ráðstafa þessum peningum ? ef enginn kaus þá í stjórn, hvað heitir þetta þá ? jú þjófnaður og ekkert annað.

Sævar (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband