Hrikalegar niðurstöður

Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber með sér hversu ríkisstjórn Geirs Haarde og Seðlabankans í aðdraganda hrunsins bera með sér hroðviknisleg vinnubrögð.

Ef Davíð að eigin sögn hafi margvarað við þessu ástandi, þá er einkennilegt að hann lét moka tugum ef ekki hundruði milljarða inn í bankana á sama tíma og verið var að éta þá að innan. Ljóst er að þessi hrikalega staða var ljós ekki mikið seinna en í febrúar árið 2008 OG ÞÁ ÁTTI AÐ HEFJAST HANDA EN EKKI LÁTA ALLT EFTIRLITSLAUST! Þetta kæruleysi er gjörsamlega óafsakanlegt. Nú sætir Davíð kæru framsettri af Sigurði G. Guðjónssyni þar sem hann á mjög rökstuddan hátt bendir á að Davíð hafi gerst sekur um grafalvarlegt brot í störfum sínum sem bankastjóri Seðlabankans með því að lána bönkunum hundruði milljarða án veða eða trygginga. Þeta er brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaganna og nefist umboðssvik. Hann rýrir stofnun sem hann er æðsti ráðamaður í gríðarlegum fjármunum sem ríkissjóður og þar með skattborgaranir verða síðar að borga eða standa í skilum með.

Í frétt Mbl. netútgáfu um skýrslu Ríkisendurskoðunar segir orðrétt:

Fjallað er um tap Seðlabanka Íslands vegna ótryggðra veðlána hans til fjármálafyrirtækja á árinu 2008. Í árslok námu kröfur bankans vegna slíkra lána alls 345 milljörðum króna. Tap bankans nam 75 milljörðum en ríkissjóður yfirtók 270,0 milljarða.

Ríkisendurskoðun segir, að fyrir liggi að hinir föllnu bankar öfluðu sér lausafjár með lánum frá minni fjármálafyrirtækjum sem aftur fengu lán frá Seðlabankanum gegn ótryggðum bréfum. Í ágúst 2008 herti bankinn reglur sínar um veðtryggingar og setti þar með skorður við þessari leið bankanna til að útvega sér lausafé.

„Að mati Ríkisendurskoðunar má spyrja hvers vegna hann brást ekki fyrr við þessum „leik‘‘ bankanna og herti kröfur um veð gegn lánum til minni fjármálafyrirtækja. Að mati Ríkisendurskoðunar hefði þetta getað dregið úr því tjóni sem ríkissjóður og Seðlabankinn urðu fyrir við fall bankanna," segir m.a. í skýrslunni.

Nú hafa fallið fyrstu dómarnir um lögbrot sem tengjast bankahruninu. Í þeim voru ákærðum dæmdir í 8 mánaða fangelsi óskilorðbundið og ljóst er að litið er grafalvarlegum augum á saknæman verknað þeirra. Hvað fyrrum bankastjóri Seðlabankans verður dæmdur skal ósagt látið. EWn afglöp hans eru mikil og þá sérstaklega það athafnaleysi og léttúð sem hann virðist hafa sýnt lengi vel í aðdraganda bankahrunsins. Unnt hefði verið að bjarga umtalsverðum verðmætum áður en allt fór í vitleysu. Það á t.d. eftir að koma betur í ljós, hvað raunverulega olli því að Bretar beittu Íslendinga bresku hermdarverkalögunum sem kom okkur gjörsamlega út af sporinu í íslensku samfélagi.

Davíð á sér auðvitað andmælarétt. Hann getur borið af sér sakir en æskilegt er að það verði betur til málflutningsins vandað en að benda á einhvern Baldur og einhvern Konna eins og hann virðist hafa komið með í málflutning sínum á vefútgáfu ritstjórnargreina Morgunblaðsins, sjá nánar:

http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/990396/#comments

Mosi fær ekki skilið að viðhorf Davíðs sem þarna koma fram séu í nokkru sambandi við bankana né sjónarmið Sigurðar G. Guðjónssonar um 249. gr. hegningarlaganna og verknað Davíðs.

Fram að þessu hefur Davíð svarað eftirminnilega fyrir sig kannski ekki alltaf mildilega en nú er eins og mesti vindurinn sé farinn úr honum.

Mosi


mbl.is Mesti ríkissjóðshalli í sögu lýðveldisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þar sem ég er búinn að blogga um þetta sama mál læt ég nægja að lýsa furðu minni á að þú skulir ekki vita hverjir Baldur og Konni voru.

Þetta voru ekki einhver Baldur og einhver Konni, heldur var Baldur frægur og vinsæll búktalari og Konni var brúðan hans. 

Axel Jóhann Axelsson, 11.12.2009 kl. 16:39

2 identicon

Miljarðarnir sem maðurinn mikaði út veðlaust voru upp undir 300. Já það er ekki að spyrja að því, hann verður okkur dýr Davíðs-skatturinn!

Valsól (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband