Fulltrúar Sjálftökuflokksins

Fram að hruninu töldu ráðamenn Sjálftökuflokksins sér allt vera heimilt. Ráðuneytisstjórinn fyrrverandi taldi sig vera í fullkomnum rétti: 1. að selja gjörsamlega verðlaus hlutabréf þó hann vissi eða mætti vita að sá sem hann átti viðskipti við, keypti köttinn í sekknum. 2. að hann mætti hafa skoðun á því hvort hann vissi eða vita mætti hvort hann hefði vitað um hversu Landsbankinn væri illa staddur. Og í 3ja lagi mætti hann hafa skoðun á því hvort hann hefði brotið einhver lög sem Sjálftökuflokkurinn hefur aldrei viðurkenna alla vega að þegar þeim hentar ekki. Og í 4. lagi hefði hann mátt hafa sjálfstæða skoðun á því hvort hann hefði verið sofandi eða andlega fjarverandi á þeim fundi sem höfuðvitnið í málinu vísar til en þar segir að þar hafi komið fram upplýsingar að fjara væri undan Landsbankanum og vænti mætti að hann teldist þaraf leiðandi lítils jafnvel einskis virði.

Sjálftökuflokkur íslenskra braskara fagnaði 80 ára afmæli sínu á dögunum. Betra hefði verið að Jón Þorláksson hefði látið vera á sínum tíma að sameina hinn eina sanna íslenska Íhaldsflokk og Borgaraflokk. Þessir flokkar voru að stofni til Heimastjórnarflokkurinn ásamt hluta af gamla Sjálfstæðisflokknum sem klofnaði bæði langsum og þversum fyrir meira en 90 árum og frægt er í sögunni. Hinn íslenski Sjálftökuflokkur á við mikinn tilvistarvanda nú um stundir. Það hriktir í hverri stoð sem virðast allar vera orðnar meira og minna bæði fúnar og feysknar enda allar festingar trosnaðar og lausar.

Þessi Sjálftökuflokkur er hugmyndafræðilega séð gjörsamlega gjaldþrota.

Þegar hann var stofnaður ritaði Ólafur Friðriksson ritstjóri Alþýðublaðsins dálítinn ritling: Við andlát íhaldsins. Svo virðist að það hafi tekið því miður 80 löng ár að treyna andlát þess.

Mosi


mbl.is „Baldur staðinn að ósannindum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ég kvitta!

Björn Birgisson, 17.12.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll Mosi,en hvað heitir þá sá flokkur sem voru kommúnistar sósíalistar alþýðubandalag og nú Vinstri Grænir!!! einnig Alþýðuflokkur svo og Samfylking núna,Halli gamli vara krati enda mikið mitt fólk var þar,en þetta er ekki sama stefnan hjá neinum af þessu margflokkum/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.12.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 24.12.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband