7.12.2009 | 11:48
Leikur fjárglæframanna að tölum?
Þegar hlutafé er aukið þá á að greiða raunverulega fjármuni til félagsins sem nemur aukningu hlutafjársins.
Fyrir ári síðan var hlutafé Exista aukið um 50 milljarða án þess að nokkur króna væri sannanlega greidd til félagsins. Hins vegar var greitt með einhverjum hlutabréfum í ekki þekktu fyrirtæki sem e.t.v. er jafn lítils virði og Exista er núna.
Einu sinni átti eg og fjölskylda mín um kvartprósent hlut (0.25%) í Jarðborunum. Þetta var meginsparnaður okkar í um 20 ár. Þá komu athafnamenn og komu á fót fyrirtæki sem Atorka nefnist og stendur núna mjög erfiðlega. Það kaupir út alla litlu hluthafana sem fengu afhent hlutabréf í þessu fyrirtæki í staðinn. Síðan eru Jarðboranir seldar til Geysir Green Energy og aftur voru raunveruleg verðmæti í því ágæta fyrirtæki greidd með hlutabréfum í GGE. Þá kemur til skjalanna þetta Magma fyrirtæki sem virðist vera n.k. pósthólfafyrirtæki í Kanada. Og í öllu þessu fyrirtækjakraðaki er verið að höndla með raunverulega fjármuni þar sem Orkuveita Suðurnesja er.
Spákaupmennskan er skelfileg fyrir okkur litlu hluthafana. Ný fyrirtæki koma til sögunnar þar sem lítil eða engin verðmæti eru lögð fram. Hver skyldi tilgangurinn vera annar en sá að með viðskiptabrögðum er verið að draga venjulegt fólk á asnaeyrunum og hafa af fjármuni sem hagsýnt fólk hefur lagt fyrir til að styrkja hag sinn á efri árum.
Og þá má ekki gleyma þessum siðlausu vogunarsjóðum og öðrum fjármálaspekúlöntum. Eru ekki bankarnir íslensku núna á leiðinni í eignarhald slíkra aðila?
Raunverulega er þetta endalaus leikur að tölum og bókhaldi þar sem skyndigróði í formi viðskiptavildar er blásinn upp eitt árið en svo þegar málin eru skoðuð betur hafa fyrirtæki verið skuldsett óhóflega og sum fyrirtæki nánast étin að innan af stjórnendum sínum.
Það væri mjög mikil þörf að koma á fót góðri og áræðanlegri ráðgjafaþjónustu fyrir þá sem tapað hafa sparnaði sínum í hendurnar á athafnamönnum og fjárglæframönnum. Hvernig getum við gætt hagsmuna okkar gagnvart þessum mönnum sem stundað hafa vægast sagt þessa vafasömu iðju?
Mosi
Ætla að auka hlutafé HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.