Mótmælum stjórnarandstöðunni!

Síðustu viku hefur ekkert annað mál verið á dagskrá þingsins en Icesafe. Ljóst er  að þetta mál er þannig, að ekki verður unnt að komast yfir þann þröskuld. Íslendingar eru bundnir af samningi, fyrst þeim sem Geir Haarde og Árni Mathiesen gerðu við þá félaga Gordon Brown og Alistair Darling. Seinni samningurinn var skárri og það er sem stjórnarandstaðan er að mótmæla!

Í siglingalögum er skipstjóra heimilt að fórna minni hagsmunum til að bjarga stærri og verðmætari hagsmunum. Icesafe eru smámunir miðað við aðra hagsmuni Íslendinga. Það er fyrst og fremst á þeim ástæðum sem íslenska ríkisstjórnin vill koma þessu Icesafemáli í gegn. Þá verður unnt að ganga að erlendum eigum útrásarvíkinga með aðstoð Breta og Hollendinga og takmarka tjón okkar.

Stóru hagsmunirnir eru þeir að bæta lánshæfni Íslendinga erlendis. Margfalt hærri fjárhæðir eru þar um að tefla en þetta Icesafe. Við erum nálægt ruslflokki að mati lánsfjármatsfyrirtækja og það er okkur mjö0g mikilvægt að fá hærra lánsfjármatshæfni.

Þetta virðist stjórnarandstæðan ekki skilja. Þeir hafa bitið sig gjörsamlega í skottið á sjálfum sér og flytja aftur og aftur sömu ræðuna á þingi. Þetta er hneyksli!

Nú þarf að mótmæla þessari siðblindu stjórnarandstöðunnar og koma nauðsynlegum málum í gegnum þingið. Þannig bíður t.d. fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár en því þarf að ljúka í allra síðasta lagi fyrir miðnætti á Gamlárskvölds.

Mosi leyfir sér að mótmæla þeirri lögleysu og siðleysi sem stjórnarandstæðan virðist vera pikkföst í. Það skyldi þó ekki vera að það sé siðlaus valdagræðgi sem býr að baki? Allt er gert til að grafa undan ríkisstjórninni og henni kennt um allt sem aflaga hefur farið. Þó kom hvorki Samfylkingin né VG nálægt einkavæðingu bankanna, mótmæltu kröftuglega á sínum tíma, en nú ætlar stjórnarandstæðan að klína glæpnum á ríkisstjórnina sem nú situr!

Lokum mælendaskránni og ljúkum þessu máli ekki seinna en núna!

Þeim þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem hafa haft sig hlest í frammi, verður ekki fyrirgefið því þeir vita eða mega vita hvað þeir eru að gera!

Mosi


mbl.is Efna til kröfufundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Stjórnarandstaðan lærir nú bara það sem fyrir henni er haft. Skil ekki hvernig það bætir lánshæfismatið að taka á sig skuldbindingar sem við ráðum ekki við.

Við erum í ruslflokki af því þar eigum við að vera en við borgum ekki skuldir okkar og getum það ekki. Þá eru bankarnir reknir af þjófagengjum enn og því er allt eins. ´´þá verður unnt að ganga að erlendum eignum.. ´´ Þetta hefði verið hægt að gera strax fyrir ári en  VG bankaparið og áður ISG og Haardeman synjuðu ítrekað um hjálp sem boðin var. Synjuðu norskri hjálp, sænskri, breskri og bandarískri. Að elta eignirnar uppi  hefur ekkert með Ice Save frágang. 

Einar Guðjónsson, 4.12.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við ráðum við skuldbindingar um Icesafe en öll hin lánin eru mun stærri og þar þurfum við að fá betri lánskjör. Icesafe er aðeins það sem stendur upp úr sjónum á ísjakanum. Vona að þetta skýri málið betur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 13:24

3 identicon

6. Kafli Icesave. Privity!

Gerið ykkur grein fyrir sannleikanum í samningnum áður en þið farið að rífast um hann eins og gamlar kerlingar!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 13:36

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað áttu við Óskar?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 13:41

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

já Óskar langar að vita hvað þú átt við.?

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 13:52

6 identicon

Sannleikurinn er sá að Bretar leggja ofurafl í að fá okkur til að skrifa undir svo að þeir geti á 6. kaflanum brennt kerti okkar með "privity" í báða enda.

Annað ber einnig að athuga að ekki var hægt að skilja orð Hollenskra ráðamanna um daginn á annann hátt en svo að samningur sá sem nú liggur fyrir þinginu sé í raun ekki sami samningur og var afgreiddur á sumarþingi heldur upprunalegi bleðillinn með ÖLLUM fyrirvörum breta en engum af okkar.

Samþykkjum við nú drekkja innistæðueigendir nýju bönkunum og ríkinu í málsóknum sökum neyðarlaganna og "privity" til að sækja rétt sinn á 2. og/eða 3. aðila (nýju bankana og ríkisjóð) án þess að fara í gegnum þann sem veitti "þjónustuna" þ.e.a.s. gömlu bankana.

Kröfur í tugmilljarðavís eða jafnvel hundruðmilljarðavís verða gerðar á ríkissjóð!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband