Hversu mikil ábygð felst í að stýra banka?

Sjálfsagt verða margir til að sækja um bankastjórastöðuna í þessum banka með mörgu nöfnin. 

Sú var tíðin að eignarrétturinn væri friðhelgur og enginn mætti svipta eigandann eign sinni.

Þúsundir Íslerndinga létu glepjast og keyptu hlutabréf þ. á m. í Búnaðarbankanum og ýmsum fyrirtækjum öðrum eins og fjárfestingarfélaginu Auðlind sem síðar rann inn í þessa svikamyllu.

Nær allt hlutafé þúsunda Íslendinga, sparifé 20 ára, virðist vera með öllu glatað, m.a. vegna mjög frjálslegra og léttúðlegra lánaveitinga bankastjóra til áhættufjárfesta sem lögðu ýmist fram engar eða mjög lélegar tryggingar og veð fyrir gríðarlegum lántökum. Nú hafa ýmsir erlendir aðilar þ. á m. vogunarsjóðir lykilaðstöðu og fá væntanlega allt núna þetta góss á silfurfati án þess að almennir hluthafar fái rönd við reist.

Einu sinni á ævi minni hefur Mosi leitað til basnkastjóra  um víxillán til hálfs árs. Þetta var í Landsbankanum fyrir um þriðjungi aldar. Bankastjórinn vildi lána gegn víxli með uppáskrift tveggja ábyrgðarmanna. Vildi eg leggja fram ríkisskuldarbréf, svonefnd Spariskírteini ríkissjóðs með undirskrift fjármálaráðherra til sjálfskuldarábyrgðar fyrir þessu hálfsárs láni. Þetta vafðist illilega fyrir bankastjóranum og kvað ekki nema vildarviðskiptavini bankans fá slíka fyrirgreiðslu. „Þetta er ekki fyrirgreiðsla" sagði eg, þetta er besta trygging fyrir greiðslu væntanlegrar skuldar minnar en mig vantar þessa geninga í hálft ár og get þá greitt þá til baka. Bankastjórinn sat við sinn keyp og bauðst eg þá að fara með víxileyðublað upp á Arnarhól og gæti ábyggilega fengið rónana til að skrifa upp á gegn því að rétta að þeim brennivínslögg. Mér skildist á banakstjóranum að það væri bara allt í lagi! Eftir nokkra daga gekk maður undir manns hönd og mér var veitt lánið gegn sjálfskuldarábyrgð með veði í framangreindum skjölum undirrituðum af fjármálaráðherra en ekki rónunum á Arnarhóli með fyllstu virðingu fyrir þeim.

Síðan hef eg ekki haft mikla trú á bankastjórum og það staðfestist þegar í ljós kom að sumir þeirra höfðu meiri áhuga fyrir fótboltasparki á Bretlandi en að reka banka með sóma.

Það mætti afnema þessa stjórnarskrárgrein um friðhelgi eignarréttarins fyrst þetta heldur ekki betur en raunin er.

Eiga þeir að stela sem ekki kunna að fela? Þjófnaðurinn á sparifé okkar er mjög augljós.

Mosi


mbl.is Finnur Sveinbjörnsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Að stíra banka er frábært starf fyrir aumingja sem enga ábirgð vilja bera það var og er allavega raunin að þeir sem stýrðu banka í þrot á íslandi hafa ekki sýnt neina ábirgð né iðrun, bara hirt launin sín og farið í felur.

Sigurður Haraldsson, 1.12.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ég treysti mér til að reka banka alveg eins og þesssir menn.Þetta var einfalt og arðbært ,miklar vaxtartekjur (belti +axlarbönd ) gegnum árin.þannig að venjulegt fólk hefði getað rekið þessa banka.Það þurfti sérgáfu til að koma þessu í þrot.

Hörður Halldórsson, 2.12.2009 kl. 07:32

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bankarnir á Íslandi hafa lengi verið reknir eins og rússneskt hænsnabú. Þó vill Mosi taka það fram að hann er ekki neinn sérfræðingur í hvernig reka eigi hænsnabú og þaðan af síður í Rússlandi.

Samlíkingin er sjálfsagt réttmæt eins og margt annað. Sjálfsagt gætu hvaða skussar sem er rekið þessar bankanefnur undir hvaða nafni sem þær kunna að sigla.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.12.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband