18.11.2009 | 08:27
Ókostir smáþjóðar
Þegar upp kemur stór vandkvæði á borð við bankahrunið þá koma ókostir að vera smáþjóð augljóslega í ljós: víða eru hagsmunatengsl og þeir sem vilja fylgja lögum og reglum reka sig á að hvarvetna eru ljón á veginum. Meðal smáþjóðar er stjórnkerfið meira og minna gegnumsýrt af samábyrgð og jafnvel spillingu af ýmsu tagi.
Meðal stærri þjóða komast menn ekki upp með annað eins og á Íslandi. Þar er eftirlit og aðhald miklu virkara. Þar verða menn að haga sér eftir þeim réttarreglum og venjum sem gilda. Frænsemi og vinskapur nær ekki upp á pallborðið.
Þegar Ísland var hluti af danska ríkinu þá gerðu stjórnarherranir í Kaupmannahöfn sér fylliglega grein fyrir þessu. Hingað voru ráðnir erlendir háembættismenn en íslenskir menntamenn gátu vænst frama annað hvort í Danmörku eða Noregi þar sem engir frændur og vinalið var fyrir. Jafnskjótt og dönsku stjórnarherrarnir gleymdu sér þá var eins og spillingin og samábyrgðin fengi að skjóta hér rótum. Margir Íslendingar telja það hafi verið mikið lán að Skúli Magnússon hafi verið skipaður landfógeti árið 1749. Um það þarf sennilega ekki að deila en hann átti þátt í að Ólafur Stefánsson bókari við Innréttingarnar var skipaður varalögmaður og síðar amtmaður. Sá maður tók sér ættarnafnið Stephensen og varð stiptamtmaður, landsstjóri Dana á Íslandi árið 1790. Hann var ættfaðir Stephensen ættarinnar sem bar ægishjálm í stjórnkerfinu á Íslandi frá lokum 18. aldar og fram yfir aldamótin 1900. Ólafur þótti mjög duglegur embættismaður en ráðríkur, kom ættmönnum sínum í æðstu embætti og var mjög drjúgur til auðssöfnunar.
Kunn eru ummæli Sveins Pálssonar náttúrufræðings og síðar landlæknis um Yfirréttinn á Öxarárþingi árið 1793. Þessi dómstóll var skipaður sjö mönnum: Ólafur stiptamtmaður var í forsæti og með honum í réttinum voru 3 synir hans. Auk þeirra voru sýslumenn tveir, báðir systursynir Ólafs. Aðeins einn dómari Yfirréttarins var ekki í fjölskyldunni eða tengdur henni. Þótti Sveini þetta vera einkennilega skipaður dómstóll sen svona tíðkaðist það fyrrum. Einkavinavæðingin hófst snemma til vegs og virðinga á Íslandi!
Aldrei kom fyrir að Yfirdómurinn væri ruddur vegna hagsmunaárekstra. Þó urðu oft deilur og málaferli á þessum árum sem snertu hagsmuni Stephensenættarinnar.
Mosi
Ráðherrar fyrir dóm? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill sem varpar sögulegu ljósi á okkar mesta vanda. Svo má bæta við að stofnun Seðlabanka Íslands á sínum tíma voru mikil mistök, betra hefði verið að vera í sambandi við Dani um gjaldmiðil.
Við eigum enn eftir að gera upp við Dani og okkar sameiginlegu sögu.
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.11.2009 kl. 09:34
Þakka þér fyrir Andri.
Með Sambandslögunum 1918 fengu Íslendingar heimild að gefa út eigin mynt og nýttu sér frá og með 1922. Seðlaútgáfa var fyrst hjá Landsbanka frá stofnun hans 1886 og Íslandsbanka frá 1904. Var seðlaútgáfan tryggð með gulli og mun ákvæði þess efnis hafa verið áletrað á seðlana. Í des. 1919 var Íslandsbanki leystur frá innlausnarskyldu sinni með útgáfu bráðabrigðalaga. Komust tveir kunnir menn að því að verið væri að prenta á laun bráðabrigðalög sem voru hvorki birt né neinum heyrum kunn. Var Stefán Thorarenssen lyfsali í Laugavegs apóteki, Laugavegi 16 annar þessara manna en hinn Jón Dúason sem síðar nam hagfræði en varð öllu kunnugri fyrir réttarkröfur gagnvart Dönum varðandi Grænland. Mætti Jón í bankann með 25.000 krónur í reiðufé sem Stefán mun hafa útvegað. Krafðist Jón bankann um andvirði seðlanna í gulli en fékk ekki. Næsta dag mætti Jón öðru sinni í bankann með 24.000 krónur í sama tilgangi en fór erindisleysu því eitthvað mun hafa verið minna af gulli í Íslandsbanka en óhætt væri að afhenda viðskiptamönnum.
Af þessu tilefni hóf Jón málssókn á hendur Íslandsbanka þar sem krafist var skaðabóta. Í héraðsdómi voru Jóni dæmdar skaðabætur sem dómkvaddir menn skyldu úrskurða um, þó ekki hærri en 6.250. Hæstiréttur staðfesti dómsniðurstöðu héraðsdóms.
Um þetta leyti var tímakaup verkamanna um króna á tímann. Þetta hefur því verið óhemjufé sem þeir félagarnir, apótekarinn og hagfræðingurinn höfðu undir höndum.
Seðlabankinn var lengi vel talin einungis ein skúffa í stóru skrifborði Vilhjálms Þórs bankastjóra. Efst á bankaseðlum frá 1957 er prenað skýrum stöfum: Landsbanki - Seðlabanki. Með sérstökum lögum frá 1961 verður Seðlabankinn sjálfstæð stofnun og þar með hverfur nafn Landsbanka af seðlunum.
Sennilega hefðu Íslendingar betur átt að hægja á sér þegar þeir voru að slíta sig frá Dönum. Sambandslögin skyldu gilda 25 ár og hófst endurskoðun þeirra skömmu fyrir stríð. Vegna heimsstyrjaldarinnar urðu eðlilega engir samningar heldur sögðu Íslendingar sig einhliða úr lögum við Danmörku 1944 sem kunnugt er. Á þessum árum urðu til tvenn skemmtileg hugtök: „lögskilnaðarmenn“ sem vildu bíða að stríðinu loknu og hefja þá viðræður við Dani. Hinn hópurinn, „hraðskilnaðarmennirnir“ voru margfalt fjölmennari og eðlilega háværari.
Athyglisvert er, að merkur 20. aldar maður, Hannibal Valdimarsson þingmaður og ráðherra, kaus fremur að skrifa bók um þetta tímabil fremur en að segja frá viðburðaríkri ævi sinni en sjálfsagt hefði þar verið margt fróðlegt verið dregið fram.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.11.2009 kl. 11:12
Aftur þakkir fyrir greinagóða söguskýringu.
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.11.2009 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.