13.11.2009 | 11:45
Allir þurfa á góðri íslenskukennslu að halda
Sú var tíðin að Ríkisútvarpið gegndi þýðingarmiklu hlutverki í þjóðlífinu að veita Íslendingum fræðslu og aðhald varðandi íslenskuna. Í hverri viku var Íslenskt mál um hálftíma í senn og endurfluttur nokkrum dögum seinna. Þá voru starfsmenn Orðabókar Háskólans á höttunum eftir betri upplýsingum um sjaldgæf íslensk orð, orðasambönd og orðanotkun.
Á hverjum virkum degi var mjög lengi stuttur 5 mínútna málfarsþáttur, Daglegt mál sem undir lokin var stytt í eina mínútu vegna sparnaðar. Málfarsmínútun var sá þáttur nefndur en brátt kom að því að enn var sparað og þessi eina mínúta í daglegu máli var strikuð út úr dagskrá Ríkisútvarpsins. Það voru afdrifarík og ófyrirgefanleg mistök enda voru þeir íslenskufræðingar sem fengnir voru til starfans bæði sprenglærðir og spaugsamir.
Þegar litið er á dagskrá Ríkisútvarpsins einkum sjónvarps, þá vekur athygli hve bandarískar bíómyndir hafa verið algengar gegnum tíðina. Þá eru þessir endalausu framhaldsþættir hreinasta plága. Má furðu geta að þessi stefna sé lífseigari en að yrkja okkar gamla góða tungumál.
Af og til kemur gott og fræðandi efni.
Í gær hugðist eg ásamt spúsu minni fylgjast með Vísindaþættinum sem Ari Trausti Guðmundsson er umsjónarmaður. Þessir vinsælu þættir hafa verið sýndir fyrir 10 fréttir á fimmtudagskvöldum. Strax í byrjun þáttarins mátti varla heyra stjórnanda þáttarins, Ara Trausta mæla með sinni alkunnu háttvísi. Í Guðmundi Halldórssyni skógfræðingi og skordýrafræðing heyrðist nánast ekkert. Það var spiluð hávær tónlist sem alls ekki átti við, rétt eins og einhver hefði rekið sig í rangan takka við útsendingu þáttarins. Þetta var frekleg móðgun við áhorfendur en þá sérstaklega við þá Ara Trausta og Guðmund.
Þetta var hreint skelfilegt enda kom brátt að því að alkunnugt merki frá sokkabandsárum sjónvarpsins var brugðið upp á skjáinn: Afsakið hlé! Og þar með var þessi góði þáttur blásinn af!
Þórbergur Þórðarson benti á sínum tíma á með mikilli vandlætingu í bréfi til Maju vinkonu sinnar:
Ríkisútvarpið hefur tekið að sér forystu í þessari eyðileggingu á mannfólkinu. Meiri partur dagskrárinnar er orðinn músík af plötum og aftur músík af plötum, þindarlaus músík af plötum, og nú er tekin upp sú siðbót, að margslíta í sundur útvarpserindi með fíflslegu músíkdinti. Og ætli að verða örstutt þögn milli þáttaskipta, þá er kíttað upp í hana með músíkgóli. Það má aldrei þegja.
Ríkisútvarpið má virkilega athuga sinn gang. Það mætti stórlega strika út eitthvað af erlendu efni og þar væri sennilega minnsta eftirsjáin af bandarískum hasarmyndum. Efla mætti innlenda dagskrárgerð af ýmsu tagi. Við Íslendingar eigum mikinn fræðasjóð og gamalt tungumál sem margar aðrar þjóðir öfunda okkur af. Okkur ber að stuðla sem best að varðveislu tungunnar.
Við skulum lesa aðeins meira í fræðum Þórbergs:
Það er alltaf verið að færa sig lengra og lengra niður í lágkúruna til móts við heimskingjana og þá andlega lötu og úthaldslausu, mikið af dagskránni miðað við sálarástandi þeirra, í staðinn fyrir að reyna að tosa þeim upp á svolítið hærra plan. Heimild: Bréf til Maju, prentað í ritgerðasöfnum Þórbergs.
Óskandi væri að stjórnendum Ríkisútvarpsins beri sú gæfa að stýra þessari einni mikilvægustu menningarstofnun Íslendinga áfram gegnum öldurót fjármálalífsins sem nú hefur dregið hvert fyrirtækið af öðru niður í hafdjúpin. Einkavæðing þessarar stofnunar er eitthvað sem á að vera jafnfjarri og þau stjörnukerfi sem fjarlægust eru.
Ríkisútvarpið getur verið margfalt betra og ódýrara í rekstri - fyrir okkur Íslendinga!
Mosi
Staða íslenskrar tungu 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér um málfarsþættina í Ríkisutvarpinu og reyndar líka um þátt Ara Trausta. Hins vegar finnst mér ekki fara vel á því að vitna í Bréf til Maju í þessu sambandi. Það bréf var óslitin árás á tónlist af algerum fordómum og þekkingarskorti. Þau orð sem þú vitnar til er bara lítill hluti af ótrúlegum andúðarreilestri Þórbergs um músik. Seinni orðunum sem þú vitnar til um lágkúruna og öllu bréfinu er beinlínis stefnt gegn tónlist almennt en ekki hugsanlegri misnotkun hennar stöku sinnum eins og kannski má segja um þennan vísindaþátt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.11.2009 kl. 12:24
Þakka þér fyrir Sigurður.
Auðvitað var Þórbergur mikill andstæðingur tónlistar. Þar voru mörk hans í menningarneyslu. Kannski hann hafi verið með viðkvæma heyrn rétt eins og kettirnir og þ.ví hafi tónlistariðkun farið illa í hann? En maðurinn var mjög næmur á íslenska tungu og mikill ritsnillingur. Það verður ekki af honum tekið þó sjálfsagt sé auðvelt að benda á að hann hafi verið mikill gallagripur að sumu leyti.
Þessi tilvitnun í Þórberg var ekki árás af minni hálfu á tónlist nema síður er. Sjálfur er eg mikið fyrir að hlusta á tónlist en EKKI þegar eg vil hlusta með fullri athygli á fræðandi erindi eða framsögu. Tónlist á ekkert erindi í „að kítta upp í“ þagnirnar þegar verið er að segja frá eða lesa eitthvað nema auðvitað þar sem það á vel við.
Hefurðu Sigurður, heyrt talað um að lesið hafi verið upp úr Bréfi til Láru á hluthafafundi? Það gerðist nýverið.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.11.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.